Hoppa yfir valmynd
16. júní 2009 Forsætisráðuneytið

Vinna við stöðumatsskýrslu hafin

Í samræmi við 100 daga áætlun ríkisstjórnarinnar hefur nú verið ákveðið að láta vinna yfirlit um stöðu og þróun á lykilstærðum í samfélags- og efnhagsmálum til að skilgreina nánar þann vanda sem við er að glíma og auðvelda stefnumótun til framtíðar, s.s. í ríkisfjármálum, gjaldmiðilsmálum, atvinnulífi, húsnæðismálum, jafnréttismálum, byggðamálum, löggæslumálum auk annarra mikilvægra samfélagsmála. Leitað hefur verið til Hagfræðistofnunar og Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem skilað hafa tillögum um framkvæmdina sem ríkisstjórnin hefur samþykkt. Settur hefur verið á laggirnar stýrihópur innan stjórnarráðsins til að stjórna verkefninu. Í stýrihópnum eiga sæti Hrannar B. Arnarsson aðstoðarmaður forsætisráðherra, Hjördís D. Vilhjálmsdóttir ráðgjafi fjármálaráðherra, Helga Valfells aðstoðarmaður viðskiptaráðherra, Björn Rúnar Guðmundsson skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu auk Dags B. Eggertssonar borgarfulltrúa sem er í forsvari fyrir sóknaráætlunarverkefni ríkisstjórnarinnar. Áfromað er að þessu verki verði lokið í september á þessu ári.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum