Hoppa yfir valmynd
29. júní 2009 Forsætisráðuneytið

Starfshópur um endurskoðun á upplýsingalögum nr. 50/1996

Forsætisráðherra hefur ákveðið að setja á fót starfshóp til endurskoðunar á upplýsingalögum nr. 50/1996. Starfshópnum er m.a. ætlað að skoða hvernig megi í ljósi reynslunnar af upplýsingalögum og framkvæmd úrskurðarnefndar um upplýsingamál rýmka aðgengi almennings að upplýsingum í fórum stjórnvalda. Starfshópurinn skoði jafnframt hvort möguleiki sé á því að víkka út gildissvið upplýsingalaganna, t.d. þannig að þau nái til einkaaðila, þ.e. hlutafélaga og sameignarfélaga, sem alfarið eru í eigu hins opinbera. Starfshópurinn taki mið af löggjöf í nágrannalöndum og sáttmála Evrópuráðsins um aðgang að opinberum upplýsingum og leiti eftir viðhorfum almennings og blaðamanna í starfi sínu. Starfshópurinn, sem er ólaunaður, skal skila forsætisráðherra niðurstöðum og tillögum eigi síðar en 1. janúar 2010.

Í starfshópnum eiga sæti Trausti Fannar Valsson, lektor við Háskóla Íslands sem jafnframt er formaður, Þórhallur Vilhjálmsson, lögfræðingur í menntamálaráðuneytinu og Margrét Vala Kristjánsdóttir, dósent við Háskólann í Reykjavík.

Reykjavík 29. júní 2009



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum