Hoppa yfir valmynd
10. júní 2013 Forsætisráðuneytið

Stefnuræða forsætisráðherra

Forsætisráðherra flytur stefnuræðu við upphaf 142. löggjafarþings
Forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, flytur stefnuræðu við upphaf 142. löggjafarþings

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, flutti stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld, 10. júní  2013. Forsætisráðherra sagði að bjartsýni, kjarkur og þor væru forsendur framfara og árangurs. 

„Mikilvægt er að við sýnum nú að við búum við úthald og kjark og leitum allra mögulegra leiða til að leiðrétta skuldir heimilanna og bæta hag þeirra.  Við eigum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess, við eigum að veita fyrirtækjum hvata til að skapa störf, styðja nauðsynleg fjárfestingaverkefni og  auka  umhverfisvæna orkunýtingu til að byggja upp atvinnu og aflétta fjármagnshöftum. Við eigum að standa með fólkinu í landinu og taka ákvarðanir sem leysa raunveruleg vandamál þess frá degi til dags. Til þess erum við kjörin“, sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, í stefnuræðu sinni sem flutt var á Alþingi í kvöld. 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum