Hoppa yfir valmynd
10. janúar 2014 Forsætisráðuneytið

Þekkir einhver fólkið á myndunum?

09 Kona í peysufötum með ungar stúlkur
09 Kona í peysufötum með ungar stúlkur

Fyrir skömmu barst forsætisráðherra tölvupóstur frá Armin Handler, búsettum í Ungverjalandi. Með póstinum fylgdu tæplega 50 myndir frá Íslandi. Handler segir svo frá að hann hafi fyrir um fimm árum síðan keypt 40 filmudósir á flóamarkaði, sem hafi reynst innihalda myndir frá fjölmörgum löndum í Asíu, Afríku og Evrópu frá árabilinu 1940-50. 

Meðal annars var í dósunum filma með myndum frá Íslandi frá árinu 1943. Myndirnar eru meðal annars frá Þingvöllum, Vestmannaeyjum, Hólum í Hjaltadal, Reykjavík og Gullfossi og sýna umhverfi og fólk á þessum stöðum, bæði sparibúið og við vinnu. 

Skoða allar myndirnar.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum