Hoppa yfir valmynd
21. febrúar 2014 Forsætisráðuneytið

Rauður kjóll fyrir ríkisstjórnina

Frá afhendingunni í morgun
Frá afhendingunni í morgun

Í upphafi ríkisstjórnarfundar í morgun mættu fulltrúar frá ,,GoRed samtökunum" í Stjórnarráðshúsið til að fræða ráðherra um málefnið og afhenda þeim merki samtakanna sem er rauður kjóll. 

GoRed  samtökin eru alþjóðleg og vinna með Hjartaheill, Hjartavernd og fagdeild hjúkrunarfræðinga. Formaður samtakanna á Íslandi er Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir, hjartalæknir, og verndari er Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrverandi alþingismaður og heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra.

Í tilefni af væntanlegum konudegi verður á morgun, laugardag, vakin sérstök athygli á staðreyndum sem ekki eru öllum kunnar en vert er að gefa alvarlegan gaum. Þess vegna leggja samtökin áherslu á:

  1. Að hjarta- og æðasjúkdómar eru algengasta dánarorsök kvenna á Íslandi eins og í flestum löndum í hinum vestrænum heimi.
  2. Að gera konur meðvitaðar um fyrirbyggjandi þætti í þessum efnum.
  3. Að hvetja konur og heilbrigðisstarfsmenn til þess að vera vakandi fyrir einkennum hjarta- og æðasjúkdóma sem eru yfirleitt ekki þau sömu hjá körlum og konum. Konur eru oft greindar með sjúkdóminn seint og illa.  

Á morgun, laugardaginn 22. febrúar, verður samkoma í Kringlunni í Reykjavík sem allri þjóðinni er boðið til. Athöfnin hefst  klukkan 14 og stendur til kl. 15:30.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum