Hoppa yfir valmynd
5. mars 2014 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra leiðir viðskiptasendinefnd til Edmonton

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mun dagana 5.-8. mars nk. heimsækja Albertafylki í Kanada í tengslum við fyrsta flug Icelandair til Edmonton, höfuðborgar fylkisins.

Forsætisráðherra mun meðal annars eiga fundi með Alison Redford, forsætisráðherra Albertafylkis, og Don Iveson, borgarstjóra Edmonton. Þá mun ráðherra heimsækja þing Albertafylkis og ávarpa viðskiptaráð og efnahagsráð Edmonton, en með forsætisráðherra í för verður viðskiptasendinefnd frá Íslandi. Þá mun forsætisáðherra kynna sér olíuiðnaðinn í Albertafylki og hitta fyrir Vestur Íslendinga, en fjölmargir Kanadamenn af íslenskum uppruna búa í Edmonton og Alberta. 

Vinnuheimsókn forsætisráðherra lýkur á laugardaginn.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum