Hoppa yfir valmynd
19. júní 2014 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra heimsækir Lúxemborg

Í dag hélt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hádegisverð á Húsavík til heiðurs Viktoríu krónprinsessu Svíþjóðar og Daníel prins eiginmanni hennar, sem stödd eru hér á landi í boði forseta Íslands. 

Á morgun mun forsætisráðherra halda til Lúxemborgar þar sem hann mun eiga  tvíhliða fund með Xavier Bettel, forsætisráðherra Lúxemborg. Meðal dagskrárefna eru efnahagsmál og stjórnmálaþróun í Evrópu.  Einnig mun forsætisráðherra sitja  heiðurskvöldverð í boði Carl Baudenbacher, forseta EFTA dómstólsins, en dómstóllinn fagnar 20 ára afmæli sínu um þessar mundir. 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum