Hoppa yfir valmynd
12. ágúst 2014 Forsætisráðuneytið

Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins heimsækir Ísland

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, kemur til Íslands á morgun, 13. ágúst, í boði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Heimsóknin er liður í undirbúningi fyrir leiðtogafund bandalagsins, sem haldinn verður í Wales dagana 4.-5. september nk. Er jafnframt um kveðjuheimsókn framkvæmdastjórans að ræða, en hann lætur af störfum í lok næsta mánaðar. 

Anders Fogh Rasmussen mun meðal annars eiga fundi með forsætisráðherra og Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra, og heimsækja Alþingi á meðan á heimsókn hans stendur. 

Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins heldur af landi brott að morgni fimmtudags.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum