Hoppa yfir valmynd
23. september 2014 Forsætisráðuneytið

Ræða forsætisráðherra á leiðtogafundi um loftslagsmál

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tók í dag þátt í leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál. Í ræðu sinni fór ráðherra yfir áherslur Íslands í loftslagsmálum, m.a. á sviði jarðhita og landgræðslu. Hvatti forsætisráðherra þjóðir heims til að ganga til liðs við alheimsbandalag á sviði jarðhitanýtingar og tilkynnti um stuðning íslenskra stjórnvalda til sérstakrar jarðhitaáætlunar sem unnin er í samvinnu við Alþjóðabankann. Ennfremur tilkynnti ráðherra um stuðning Íslands við átakið „Endurnýjanleg orka fyrir alla“ sem aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur beitt sér fyrir, sem og að metnaðarfullur og bindandi loftslagssamningur náist í París á næsta ári. Ráðherra áréttaði ennfremur mikilvægi þess að sporna gegn súrnun sjávar og minnti á þróun mála á norðurslóðum sökum hlýnunar loftslags. Þá fjallaði ráðherra um mikilvægi þess að kraftar ólíkra hópa fólks og beggja kynja  séu nýttir í baráttunni gegn neikvæðum loftslagsbreytingum. 

Á morgun mun forsætisráðherra taka þátt í setningu allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna og flytja erindi á ársfundi Íslensk – ameríska verslunarráðsins um samskipti Íslands og Bandaríkjanna.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum