Hoppa yfir valmynd
25. september 2014 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna

Í dag hélt forsætisráðherra ræðu á málþingi um vopnaviðskiptasamninginn, sem haldið var til hliðar við allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, en Ísland var fyrsta ríkið til að fullgilda samninginn sem hamla mun gegn ólögmætum vopnaviðskiptum og treysta mannréttindi og mannúðarlög frekar í sessi. Þá tók ráðherra þátt í umræðu um viðbrögð gegn ebólu faraldri sem geisar í vestanverðri Afríku.

Í gær tók forsætisráðherra þátt í setningu allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna og flutti erindi á ársfundi Íslensk-ameríska verslunarráðsins. Í erindi sínu fjallaði ráðherra um samskipti Íslands og Bandaríkjanna, ekki síst á sviði verslunar og viðskipta, og aukin tækifæri þar að lútandi. Þá sat ráðherra umræðu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þar sem samþykkt var ályktun um erlendar vígasveitir.

Á morgun mun forsætisráðherra kynna sér starfsemi íslenskra fyrirtækja í New York.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum