Hoppa yfir valmynd
17. júní 2015 Forsætisráðuneytið

Dagur til að gleðjast

„Flestir geta líklega sammælst um að 17. júní sé dagur til að gleðjast. Við höldum hátíð og gleðjumst yfir því að vera hluti af þeirri margbreytilegu stórfjölskyldu sem kallar sig Íslendinga. Þannig snýst dagurinn líka um samheldni, hann minnir okkur á að við séum öll einn hópur, hópur með sameiginlega sögu og menningu og hópur sem tekst í sameiningu á við raunir og tækifæri,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í upphafi ávarps síns á Austurvelli í dag.

Forsætisráðherar benti á í ræðu sinni að við lýðveldisstofnun árið 1944 hefði Íslendinga ekki skort sjálfstraust og samheldni, ekki frekar en þegar þeir ákváðu að verða fullvalda þjóð, um aldarfjórðungi fyrr.

„En þrátt fyrir áræði og trú á landinu þorðu líklega fáir að vona, að fáeinum áratugum seinna yrði Ísland orðið að fyrirmynd í samfélagi þjóðanna. Að velferðarmælikvarðar sýndu framúrskarandi árangur á flestum sviðum; að almennt heilbrigði hefði aukist stórkostlega, að hér væru lífslíkur einar þær bestu í veröldinni, atvinnuleysi minna en annars staðar og kynjajafnrétti hvergi meira,“ sagði forsætisráðherra.

Ræðu ráðherra má finna í heild sinni hér á vefnum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum