Hoppa yfir valmynd
9. júlí 2015 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra í heimsókn til Brussel

Forsætisráðherra mun eiga fundi með Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB, og Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs sambandsins. Á fundunum verða samskipti Íslands og Evrópusambandsins rædd, meðal annars framkvæmd EES-samningsins og möguleikar á auknu samstarfi á öðrum sviðum. Einnig verða efnahagsmál og norðurslóðir til umræðu, sem og staða mála í Evrópu sem er mjög í deiglunni nú um stundir. Þá mun forsætisráðherra kynna sér starfsemi Eftirlitsstofnunar EFTA.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum