Hoppa yfir valmynd
25. ágúst 2015 Forsætisráðuneytið

Ríkisstjórnin styrkir KKÍ

A-landsliðs karla í körfubolta, fulltrúar KKÍ og forsætisráðherra
A-landsliðs karla í körfubolta, fulltrúar KKÍ og forsætisráðherra

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að styrkja Körfuknattleikssamband Íslands (KKÍ) vegna þátttöku A-landsliðs karla á lokamóti Evrópukeppninnar í körfubolta. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt A-landslið í körfubolta nær þessum árangri. Evrópukeppnin í körfubolta er eitt stærsta mót sem einstakar íþróttagreinar halda á heimsvísu.

„Það er mikið afrek hjá íslenska liðinu að komast í lokakeppnina. Þetta er í takt við árangur íslenskra íþróttamanna í ýmsum íþróttagreinum sem eru að ná árangri sem telst mjög góður í samanburði við besta íþróttafólk heims og undirstrikar að aðstæður til íþróttaiðkunar á Íslandi eru mjög góðar og hvatning til að gera enn betur hvað það varðar,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. 

Undirbúningur A-landsliðsins fyrir mótið er í fullum gangi og fylgir því talsverður kostnaður. Því ákvað ríkisstjórnin að verða við ósk sambandsins um 7,5 m. kr. styrk vegna verkefnisins sem veittur er af ráðstöfunarlið ríkisstjórnar.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum