Hoppa yfir valmynd
10. nóvember 2006 Forsætisráðuneytið

Skýrsla nefndar forsætisráðherra um alþjóðlega fjármálastarfsemi á Íslandi

Skýrsla nefndar forsætisráðherra um alþjóðlega fjármálastarfsemi á Íslandi

Í skýrslunni er fjallað um forsendur alþjóðlegrar fjármálastarfsemi á Íslandi og samkeppnishæfni landsins á því sviði. Ennfremur eru þar reifuð þau tækifæri sem slík starfsemi skapar og fjallað um þann ávinning sem kann að hljótast af henni fyrir efnahag og atvinnulíf í landinu. Í skilabréfi formanns nefndarinnar, Sigurðar Einarssonar, kemur fram að nefndin hafi verið sammála um þá niðurstöðu að setja fram nokkrar hugmyndir sem ræddar hafi verið og reifaðar á fundum hennar og verðskulda að mati nefndarmanna frekari umræðu á opinberum vettvangi þótt ekki hafi verið tekin afstaða til einstakra tillagna af þeirra hálfu. Skýrslan hefur verið kynnt í ríkisstjórn sem samþykkti, að tillögu forsætisráðherra, að fela fulltrúum þeirra þriggja ráðuneyta sem sæti áttu í nefndinni, þ.e. forsætisráðuneytis, fjármálaráðuneytis og iðnaðar- og viskiptaráðuneytis, að vinna nánar úr tillögum nefndarinnar. Forsætisráðuneytið efnir af þessu tilefni til ráðstefnu í Þjóðleikhúsinu í dag, föstudag, kl. 13. Forsætisráðherra, Geir H. Haarde, flytur þar ávarp. Ennfremur verða einstök atriði skýrslunnar kynnt. Ráðstefnunni lýkur með pallborðsumræðum. Ráðstefnan er opin öllum sem hafa skráð sig og aðgangur er ókeypis. Skráning fer fram í gegnum netfangið: [email protected] í forsætisráðuneytinu.

 

 

                                                                                         Reykjavík 10. nóvember 2006

                                                                  

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum