Fréttir

Ný jafnréttisáætlun Stjórnarráðsins - 28.4.2017

Ráðuneytisstjórar hafa samþykkt nýja jafnréttisáætlun Stjórnarráðsins fyrir árin 2017-2020. Leiðarljós áætlunarinnar er að Stjórnarráðið sé eftirsóknarverður vinnustaður þar sem jafnrétti og jafnræði kynjanna er virt í hvívetna og konur og karlar hafi jöfn tækifæri til að nýta eigin atorku og þroska hæfileika sína óháð kyni.

Lesa meira
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Aksel V. Johannesen lögmaður Færeyja

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fundar með Aksel V. Johannesen lögmanni Færeyja - 25.4.2017

Á fundi sínum í dag ræddu Bjarni og Aksel meðal annars um stjórnmálaástandið, stöðu efnahagsmála og sjávarútvegs- og viðskiptamál. Farið var yfir ýmsa þætti er varða samskipti landanna, meðal annars mál tengd Hoyvíkursamningnum, samvinnu Íslands og Færeyja.

Lesa meira

Eldri fréttir