Hoppa yfir valmynd
25. júní 2020 Forsætisráðuneytið

Samstarf Norðurlanda um viðbúnað vegna farsótta styrkt

Forsætisráðherrar Norðurlanda og leiðtogar Álandseyja, Færeyja og Grænlands ræddu reynsluna af heimsfaraldri Covid-19, stöðu mála og næstu skref. Fundurinn átti að fara fram í Danmörku um helgina en var breytt í fjarfund vegna farsóttarinnar. Meðal þess sem rætt var á fundinum var sú hugmynd að styrkja samstarf Norðurlanda varðandi öryggi birgða og viðbúnaðargetu.   Ákveðið var að vinna það verkefni áfram á vettvangi norrænu ráðherranefndarinnar í formennskutíð Finnlands sem hefst á næsta ári. Næsti fundur norrænu forsætisráðherrana fer fram í haust þar sem áhersla verður lögð á að ræða efnahagslega viðspyrnu landanna með grænum áherslum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum