Fréttasafn

Úthlutun styrkja úr Kristnihátíðarsjóði 2002 - 1.12.2002

Kristnihátíðarsjóður úthlutar við athöfn í Þjóðmenningarhúsi 1. desember 94 milljónum kr. til 55 verkefna sem tengjast menningar- og trúararfi þjóðarinnar og fornleifarannsóknum.

Lesa meira

Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins í Prag - 21.11.2002

Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hófst í Prag í dag, þann 21. nóvember. Davíð Oddsson forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra sitja fundinn fyrir Íslands hönd. Lesa meira

Yfirlýsing ríkisstjórnar Íslands og Landssambands eldri borgara - 19.11.2002

Í framhaldi af viðræðum fulltrúa Landssambands eldri borgara og ríkisstjórnar Íslands í samráðsnefnd aðila varð að samkomulagi að leita formlegs samráðs og sátta um stefnu og aðgerðir ríkisvaldsins í málum sem mestu varða um afkomu og aðbúnað aldraðra. Lesa meira

Samkomulag milli ríkisstjórnarinnar og Landssambands eldri borgara - 19.11.2002

Í dag, þriðjudaginn 19. nóvember, var undirrituð í Ráðherrabústaðnum yfirlýsing ríkisstjórnar Íslands og Landssambands eldri borgara um stefnumótun og aðgerðir ríkisvaldsins í málefnum aldraðra sem koma til framkvæmda næstu tvö til þrjú árin.

Lesa meira

Frumvarp til laga um Vísinda- og tækniráð. - 18.11.2002

Forsætisráðherra mælti á Alþingi 18. nóvember fyrir frumvarpi til laga um Vísinda- og tækniráð. Frumvarpið er eitt þriggja lagafrumvarpa, sem ríkisstjórnin flytur, um nýskipan mála á sviði vísindarannsókna og tækniþróunar. Lesa meira

Rafræn stjórnsýsla - 15.11.2002

Forsætisráðherra mælti á Alþingi 14. nóvember fyrir frumvarpi til laga um breytingu á stjórnsýslulögum nr. 37/1993 (rafræn stjórnsýsla). Frumvarpið er byggt á skýrslu nefndar sem forsætisráðherra skipaði til að fara með skipulegum hætti yfir hvaða lagalegu hindranir kynnu að standa þróun rafrænna stjórnsýsluhátta í vegi og hvaða lagalega umhverfi væri almennt æskilegt að búa rafrænni stjórnsýslu til framtíðar.

Lesa meira

Lokaskýrsla nefndar um jafnrétti kynjanna við opinbera stefnumótun kynnt - 14.11.2002

Þann 30. nóvember árið 2000 skipaði forsætisráðherra nefnd sem var falið það verkefni að kanna hvort og með hvaða hætti opinber stefnumótun taki mið af jafnrétti kynjanna. Formaður nefndarinnar var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og hefur nefndin skilað áliti sínu. Lesa meira

Greinargerð Ríkisendurskoðunar - 11.10.2002

Að beiðni forsætisráðuneytisins hefur Ríkisendurskoðun yfirfarið vinnubrögð framkvæmdanefndar um einkavæðingu við undirbúning á sölu hlutabréfa ríkisins í Landsbanka Íslands hf. Skýrsla Ríkisendurskoðunar er birt á vef ráðuneytisins. Lesa meira

Samráð ríkisins og Landssambands eldri borgara - 25.9.2002

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að efna til formlegs samráðs við Landssamband eldri borgara um breytingar á almannatryggingalögum og endurskoðun á lífeyrisgreiðslum er komi til framkvæmda á næstu árum. Lesa meira

Skipan bankastjórnar Seðlabanka Íslands - 25.9.2002

Forsætisráðherra hefur í dag orðið við beiðni Finns Ingólfssonar um að veita honum lausn frá embætti bankastjóra í Seðlabanka Íslands frá 30. september nk. Lesa meira

Nýr forstöðumaður Þjóðmenningarhúss - 25.9.2002

Forsætisráðherra hefur í dag falið Guðríði Sigurðardóttur, ráðuneytisstjóra, að gegna embætti forstöðumanns Þjóðmenningarhúss frá 27. september til 15. mars nk. Lesa meira

Greinargerð um störf nefnda, ráða og stjórna á vegum ríkisins árið 2000 - 20.9.2002

Forsætisráðuneytinu hefur nú borist greinargerð Ríkisendurskoðunar sem tekin er saman í framhaldi af fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur, alþingismanns, um nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkisins árið 2000.

Lesa meira

Opinber heimsókn forsætisráðherra Víetnams - 19.9.2002

Í kvöld hefst opinber heimsókn forsætisráðherra Víetnams, Phan Van Kai, hingað til lands í boði Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra. Lesa meira

Viðræður við Samson ehf. og afsagnarbréf Steingríms Ara - 11.9.2002

Með vísan til fréttatilkynningar forsætisráðuneytisins nr. 31/2002 dags. í dag vill ráðuneytið taka fram eftirfarandi: Lesa meira

Bréf til Bandaríkjaforseta - 11.9.2002

Forsætisráðherra hefur sent forseta Bandaríkjanna bréf í tilefni þess að ár er liðið frá hryðjuverkaárásunum á New York og Washington. Lesa meira

Skipan framkvæmdanefndar um einkavæðingu - 11.9.2002

Steingrímur Ari Arason hagfræðingur hefur látið af störfum sem fulltrúi fjármálaráðherra í framkvæmdanefnd um einkavæðingu. Lesa meira

Fundur með Silvio Berlusconi - 7.9.2002

Davíð Oddsson, forsætisráðherra átti í gær fund með Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu í Róm áður en hann hélt til Sardiníu þar sem hann dvelur í einkaheimsókn hjá ítalska forsætisráðherranum. Lesa meira

Leiðtogafundur Sameinuðu þjóðanna - 26.8.2002

Leiðtogafundur Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun hefst í dag, 26. ágúst, í Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Fundurinn stendur í 10 daga og lýkur 4. september. Von er á fjölmörgum þjóðarleiðtogum á fundinn. Lesa meira

Frá Norðurlandaskrifstofu - 21.8.2002

Samstarfsráðherrar Norðurlanda hittust á fundi í Kristiansand í Noregi miðvikudaginn 21. ágúst, en Siv Friðleifsdóttir samstarfsráðherra sótti fundinn fyrir Íslands hönd. Ráðherrarnir fjölluðu meðal annars um vestnorræna samstarfið almennt og möguleikana á að efla samstarf við grannsvæðin á vestnorræna svæðinu. Lesa meira

Heimsókn Kínaforseta - 16.8.2002

Forsætisráðuneytið hefur svarað fyrirspurn fréttastofu útvarps um kostnað vegna heimsóknar Kínaforseta hingað til lands í júní sl. Svar ráðuneytisins fer hér á eftir. Lesa meira

Niðurstöður í hönnunarsamkeppni um nýja ráðuneytisbyggingu kynntar - 4.7.2002

Í dag kynnti forsætisráðherra niðurstöðu dómnefndar í hönnunarsamkeppni um nýja ráðuneytisbyggingu á stjórnarráðsreitnum. Byggingin sem mun rísa við Sölvhólsgötu í Reykjavík á að hýsa dóms- og kirkjumálaráðuneytið, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið og umhverfisráðuneytið.

Lesa meira

Rafræn stjórnsýsla - 28.6.2002

Nefnd sem forsætisráðherra skipaði til að fjalla um hvaða lagalegu álitaefni kunni að tálma upptöku rafrænna stjórnsýsluhátta og gera tillögur um hvaða lagalega umhverfi sé almennt æskilegt að búa rafrænni stjórnsýslu til framtíðar hefur skilað ráðuneytinu drögum að skýrslu sinni og tillögum. Lesa meira

Samstarfsnefnd um málefni þjóðlendna - 25.6.2002

Forsætisráðherra hefur í samræmi við 4. gr. laga nr. 58/1998, um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, í dag skipað samstarfsnefnd um málefni þjóðlendna. Lesa meira

Málefni Falun Gong - 12.6.2002

Samráðsnefnd þriggja ráðuneyta - forsætisráðuneytis, utanríkisráðuneytis og dóms- og kirkjumálaráðuneytis - hefur í kvöld þingað um málefni meðlima Falun Gong hreyfingarinnar sem nú dveljast á Keflavíkurflugvelli og í nágrenni hans. Lesa meira

Réttindi Norðurlandabúa - 11.6.2002

Meðal þess sem rætt verður á fundi norrænu samstarfsráðherranna í Tromsø er viðbrögð við nýrri skýrslu um réttindi Norðurlandabúa og hindranir sem á vegi þeirra verða sem flytja milli norrænu landanna.

Lesa meira

Saga Stjórnarráðs Íslands - 6.6.2002

Í tilefni af því að aldarafmæli Stjórnarráðsins er framundan ákvað forsætisráðuneytið að kominn væri tími til að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið og láta rita sögu Stjórnarráðsins frá 1964 til 2004. Lesa meira

Opinber heimsókn forsætisráðherra Lettlands - 4.6.2002

Forsætisráðherra Lettlands hr. Andris Berzins kemur ásamt eiginkonu sinni, frú Daina Berzina, og öðru föruneyti í opinbera heimsókn til landsins á morgun, miðvikudaginn 5. júní. Lesa meira

Leiðtogafundur í Róm - 28.5.2002

Ávarp forsætisráðherra á leiðtogafundi Atlantshafsbandlagsins og Rússlands í Róm. Lesa meira

Málstofa um sögu Stjórnarráðs Íslands - 28.5.2002

Föstudaginn 31. maí kl. 9:00-10:30 verður haldin í Háskóla Íslands málstofa um sögu Stjórnarráðs Íslands á vegum Íslenska söguþingsins sem stendur yfir dagana 30. maí til 2. júní. Málstofan er haldin í stofu 106 í Odda. Lesa meira

Fimm nýjar sýningar í Þjóðmenningarhúsinu - 24.4.2002

Í undirbúningi eru nú fimm nýjar sýningar í Þjóðmenningarhúsinu og verða þrjár þeirra opnaðar nú í sumar og tvær í haust. Lesa meira

Kaup ríkisins á Gljúfrasteini - 21.4.2002

Forsætisráðherra, Davíð Oddsson, og frú Auður Sveinsdóttir Laxness, ekkja Halldórs Laxness, undirrituðu í dag samning um kaup ríkisins á Gljúfrasteini í Mosfellsdal. Lesa meira

Samþykkt ríkisstjórnar - 19.4.2002

Endurskoðun gjaldtöku í þágu hagsmunasamtaka í atvinnulífinu. Lesa meira

Skipan stjórnar Þjóðhátíðarsjóðs - 19.4.2002

Ríkisstjórnin hefur að tillögu forsætisráðherra tilnefnt Sigríði Rögnu Sigurðardóttur kennara í stjórn Þjóðhátíðarsjóðs og er hún jafnframt skipuð formaður sjóðsstjórnar. Lesa meira

Menningarhátíð í Berlín - 18.4.2002

Dagana 23. til 26. apríl nk. verður íslenska menningarhátíðin Island Hoch haldin í Berlín. Kynntar verða bókmenntir, kvikmyndir og tónlist. Lesa meira

Vestnorrænt samstarf innsiglað - 16.4.2002

Samstarfsyfirlýsing ríkisstjórnar Íslands, landsstjórna Færeyja og Grænlands og Vestnorræna ráðsins hefur verið undirrituð en það var gert í tengslum við þemaráðstefnu Norðurlandaráðs um lýðræði.

Lesa meira

Norrænir búferlaflutningar - 16.4.2002

Sú var tíðin að Norðurlöndin voru í forystu annarra þjóða við að ryðja landamærahindrunum úr vegi, þökk sé samstarfssamningum milli þeirra. Nú bendir ýmislegt til þess að samningarnir hafi að einhverju leyti glatað áhrifamætti sínum.

Lesa meira

Skipan orðunefndar - 5.4.2002

Hulda Valtýsdóttir blaðamaður hefur verið skipuð formaður orðunefndar hinnar íslensku fálkaorðu.

Lesa meira

Lækkun bensíngjalds - 27.3.2002

Yfirlýsing ríkisstjórnar um lækkun bensíngjalds. Lesa meira

Forsætisráðherra til Víetnam - 26.3.2002

Forsætisráðherra hefur þekkst boð Phan Van Kai, forsætisráðherra Víetnam, um að fara í opinbera heimsókn til landsins. Lesa meira

Upplýsingar af fundum ríkisstjórnarinnar - 26.3.2002

Um meðferð gagna sem undirbúin eru fyrir ríkisstjórnina og miðlun upplýsinga af fundum hennar.

Lesa meira

Umburðarbréf - 26.3.2002

Umburðarbréf um gögn sem undirbúin eru fyrir ráðherrafundi og áritun þeirra um trúnað.

Lesa meira

Forstaða Þjóðhagsstofnunar - 11.3.2002

Þórði Friðjónssyni forstjóra Þjóðhagsstofnunar hefur að eigin ósk verið veitt lausn frá því embætti frá 31. mars nk. Lesa meira

Ráðherraskipti - Ríkisráðsfundur - 2.3.2002

Á fundi ríkisráðs á Bessastöðum í dag veitti forseti Íslands Birni Bjarnasyni lausn frá embætti menntamálaráðherra og skipaði Tómas Inga Olrich alþingismann til að vera ráðherra í ríkisstjórn Íslands. Lesa meira

Kostnaður við einkavæðingu Símans - 1.3.2002

Á blaðamannafundi sem framkvæmdanefnd um einkavæðingu stóð fyrir í gær þar sem fjallað var um sölu hlutabréfa í Landssíma Íslands hf., var spurt eftir hver kostnaður hafi verið við sölu hlutabréfanna. Lesa meira

Formlegri tilboðssölu lokið - 1.3.2002

Ákveðið hefur verið að binda endi á það ferli sem staðið hefur yfir að undanförnu og miðað hefur að því að selja umtalsverðan hlut í Landssíma Íslands hf. til kjölfestufjárfestis. Lesa meira

Skipan stjórnar Þjóðmenningarhúss - 28.2.2002

Forsætisráðherra hefur samkvæmt tilnefningu menntamálaráðherra skipað Andra Snæ Magnason rithöfund í stjórn Þjóðmenningarhússins. Lesa meira

Frá framkvæmdanefnd um einkavæðingu - 15.2.2002

Orðsending frá framkvæmdanefnd um einkavæðingu til Verðbréfaþings Íslands. Lesa meira

Nýr formaður framkvæmdanefndar um einkavæðingu - 11.2.2002

Forsætisráðherra hefur í dag skipað Ólaf Davíðsson, ráðuneytisstjóra formann framkvæmdanefndar um einkavæðingu. Lesa meira

Endurskoðun laga um Rannsóknarráð Íslands - 8.2.2002

Endurskoðun laga um Rannsóknarráð Íslands hefur staðið yfir að undanförnu í samráði við ýmsa þá, sem þekkja vel til starfsemi þess og þeirra breytinga, sem orðið hafa á rannsóknaumhverfinu á síðustu árum. Lesa meira

Staða viðræðna við TDC - 5.2.2002

Fréttatilkynning frá framkvæmdanefnd um einkavæðingu um stöðu viðræðna við TDC. Lesa meira

Vísitala neysluverðs - 31.1.2002

Greinargerð um áhrif gjaldskrárhækkananna á neysluverðsvísitölu í janúar. Jafnframt er greint frá aðgerðum til þess að áhrif þessi gangi til baka. Lesa meira

Senda grein