Fréttasafn

Ráðherraskipti - 31.12.2003

Á fundi ríkisráðs á Bessastöðum í dag veitti forseti Íslands Tómasi Inga Olrich lausn frá embætti menntamálaráðherra og skipaði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur alþingismann til að vera ráðherra í ríkisstjórn Íslands. Lesa meira

Grannsvæðin í brennidepli á fundi norrænna samstarfsráðherra - 19.12.2003

Samstarfsráðherrar Norðurlanda hittast á fundi á Krusenberg Herrgård í Stokkhólmi dagana 15.-16. desember. Fundurinn er sá síðasti á árinu undir stjórn Svía, en Íslendingar taka við formennsku í Norrænu ráðherranefndinni um áramót.

Lesa meira

Ný vísinda- og tæknistefna Vísinda- og tækniráðs - 18.12.2003

Vísinda- og tækniráð, undir forystu Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra kom saman í Ráðherrabústaðnum í dag 18. desember. Á fundinum afgreiddi Vísinda- og tækniráð nýja stefnu í vísindum og tækni sem undirbúin hefur verið af tveimur starfsnefndum.

Lesa meira

Auðlindir Norðurlanda - 10.12.2003

Tákn formennskuárs fyrir menningu

Vefur um formennskuáætlun Íslendinga í Norrænu ráðherranefndinni hefur verið opnaður. Þar eru allar upplýsingar um helstu stefnumál í norrænu samstarfi á næsta ári, áætlanir sviða, verkefni, ráðstefnur og fundir.

Lesa meira

Úthlutun styrkja úr Kristnihátíðarsjóði 2003 - 1.12.2003

Kristnihátíðarsjóður úthlutar við athöfn í Þjóðmenningarhúsi 1. desember 94 milljónum kr. til 66 verkefna sem tengjast menningar- og trúararfi þjóðarinnar og fornleifarannsóknum. Lesa meira

Kristnihátíðarsjóður 2003 - 28.11.2003

Merki Kristnihátíðarsjóðs
Úthlutun styrkja úr Kristnihátíðarsjóði fer fram við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu mánudaginn 1. desember nk. og hefst kl. 11:30. Samtals verður úthlutað styrkjum að fjárhæð 94 m.kr. til 66 verkefna sem tengjast menningar- og trúararfi þjóðarinnar og fornleifarannsóknum. Lesa meira

Vestnorrænn leiðtogafundur í nýrri menningarmiðstöð - 26.11.2003

Davíð Oddsson forsætisráðherra, Anfinn Kallsberg lögmaður Færeyja og Josef Motzfeldt varaformaður grænlensku landsstjórnarinnar hittast á fundi í nýrri menningarmiðstöð Vestur-Norðurlanda á Norðurbryggjunni í Kaupmannahöfn fimmtudaginn 27. nóvember kl. 10:00. Lesa meira

Framkvæmdastjóri Minningarsafns um Halldór Laxness - 20.11.2003

Forsætisráðuneytið hefur ráðið Guðnýju Dóru Gestsdóttur í starf framkvæmdastjóra Minningarsafns um Halldór Laxness að Gljúfrasteini frá og með 1. janúar 2004. Lesa meira

Síðasta ríkisverksmiðjan seld - 2.10.2003

Í dag undirrituðu iðnaðarráðherra og fjármálaráðherra f.h. ríkisins og Íslenskt sement ehf. samning um kaup Íslensks sements ehf. á öllum hlutabréfum ríkisins í Sementsverksmiðjunni hf. Lesa meira

Samúðarkveðjur vegna morðsins á Önnu Lindh - 11.9.2003

Samúðarkveðjur vegna morðsins á Önnu Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar.

Lesa meira

Styrkveitingar Þjóðhátíðarsjóðs 2003 - 26.8.2003

Lokið er úthlutun styrkja úr Þjóðhátíðarsjóði fyrir árið 2003 og þar með tuttugustu og sjöttu úthlutun úr sjóðnum.

Lesa meira

Skipan bankastjórnar Seðlabanka Íslands - 15.8.2003

Forsætisráðherra hefur í dag skipað Jón Sigurðsson framkvæmdastjóra í embætti bankastjóra í Seðlabanka Íslands til sjö ára frá 1. október nk. Lesa meira

Svæðisbundið samstarf - 19.6.2003

Ávörp Sivjar Friðleifsdóttur á ráðstefnu á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar í Búlgaríu um svæðisbundið samstarf. Lesa meira

Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar á ensku - 13.6.2003

Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í enskri þýðingu.

Lesa meira

Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar - 23.5.2003

Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í maí 2003. Lesa meira

Ríkisstjórnarskipti - 23.5.2003

Á fundi ríkisráðs á Bessastöðum í dag féllst forseti Íslands á tillögu forsætisráðherra um að veita þriðja ráðuneyti hans lausn frá störfum. Þá féllst forseti Íslands á tillögu Davíðs Oddssonar alþingismanns um skipun fjórða ráðuneytis hans. Lesa meira

Úthlutun styrkja úr sjóðnum Þjóðhátíðargjöf Norðmanna 2003 - 16.5.2003

Úthlutað hefur verið styrkjum þessa árs úr sjóðnum Þjóðhátíðargjöf Norðmanna. Lesa meira

Skipun skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu - 16.4.2003

Forsætisráðherra hefur skipað Halldór Árnason skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu frá 1. maí nk. Lesa meira

Af fyrsta fundi Vísinda- og tækniráðs - 8.4.2003

Á fyrsta fundi Vísinda- og tækniráðs fjallaði forsætisráðherra m.a. um eflingu sjóða sem veita styrki til rannsókna- og þróunarstarfsemi, mikilvægi nýsköpunarfyrirtækja fyrir íslenskt samfélag, samstarf háskóla og fyrirtækja og nauðsyn þess að endurskoða skipulag opinberra rannsóknastofnana. Lesa meira

Fyrsti fundur nýskipaðs Vísinda- og tækniráðs - 8.4.2003

Davíð Oddsson forsætisráðherra boðar til fyrsta fundar nýskipaðs Vísinda- og tækniráðs í dag kl. 13:30 að Hótel Nordica. Lesa meira

Opinber heimsókn forsætisráðherra Danmerkur - 7.4.2003

Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur kemur ásamt eiginkonu sinni, frú Anne-Mette Rasmussen, og fylgdarliði í opinbera heimsókn til landsins 9.-11. apríl nk. Lesa meira

Undanþága frá sænskum nafnalögum - 10.3.2003

Sænska ríkisstjórnin hefur ákveðið að gefa út sérstaka reglugerð sem mun veita Íslendingum undanþágu frá sænsku nafnalögunum.

Lesa meira

Efnisvaki fyrir stjórnarráðsvefinn - 4.3.2003

Efnisvaki - áskrift að fréttum

Stjórnarráðið býður nú notendum vefja sinna upp á vöktun á ýmsum fréttasíðum ráðuneytanna og að fá sendar tilkynningar í tölvupósti um nýtt efni um leið og það birtist á vefnum.

Lesa meira

Gjöf Jóns Sigurðssonar - 13.2.2003

Lokið er úthlutun úr sjóðnum Gjöf Jóns Sigurðssonar. 21 aðili hlaut viðurkenningu verðlaunanefndar sjóðsins. Samtals var úthlutað kr. 8.325.000. Lesa meira

Samningur við Vesturfarasetrið undirritaður - 5.2.2003

Samningur við Vesturfarasetrið undirritaður.
Forsætisráðuneytið og Vesturfarasetrið á Hofsósi hafa gert með sér samning um þjónustu á sviði menningartengsla milli Íslendinga og fólks af íslenskum ættum sem búsett er í Norður Ameríku. Lesa meira

Samningur forsætisráðuneytisins við Vesturfarasetrið á Hofsósi - 4.2.2003

Samningur forsætisráðuneytisins við Vesturfarasetrið á Hofsósi. Lesa meira

Samningur við Vesturfararsetrið - 3.2.2003

Á morgun, þriðjudaginn 4. febrúar, verður undirritaður samningur milli forsætisráðuneytisins og Vesturfarasetursins á Hofsósi. Lesa meira

Skipan bankastjórnar Seðlabanka Íslands - 14.1.2003

Forsætisráðherra hefur skipað Birgi Ísleif Gunnarsson til að vera bankastjóri og formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands. Lesa meira

Opinber heimsókn til Japans - 9.1.2003

Davíð Oddsson, forsætisráðherra, og eiginkona hans, Ástríður Thorarensen, verða í opinberri heimsókn í Japan dagana 14.-17.janúar. Lesa meira

Senda grein