Fréttasafn

Skipan í úrskurðarnefnd um upplýsingamál - 31.12.2004

Forsætisráðherra hefur skipað í úrskurðarnefnd um upplýsingamál til fjögurra ára frá 1. janúar 2005. Lesa meira

Flaggað í hálfa stöng á nýársdag vegna náttúruhamfaranna í Asíu - 30.12.2004

Forsætisráðherra hefur ákveðið að fáni skuli dreginn í hálfa stöng við opinberar stofnanir á nýársdag vegna náttúruhamfaranna í Asíu. Lesa meira

Aðstoð til stjórnvalda í Svíþjóð og Noregi vegna náttúruhamfara í Asíu - 30.12.2004

Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, átti í dag samtöl við Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar og Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, vegna náttúruhamfaranna í Asíu. Lesa meira

Heillaóskir til Viktors Jútsénkós - 27.12.2004

Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, sendi í dag heillaóskir til Viktors Jútsénkós, nýkjörins forseta Úkraínu. Lesa meira

Samúðarkveðjur til Asíu vegna jarðskjálfta - 27.12.2004

Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, sendi í dag samúðarkveðjur vegna náttúruhamfaranna í fyrrinótt. Lesa meira

Skjaldarmerki Íslands - Reglubók og vefsíður - 20.12.2004

Forsætisráðuneytið hefur gefið út nýja reglubók um skjaldarmerki Íslands ásamt því að endurbæta vefsíður um skjaldarmerkið. Lesa meira

Ályktun Vísinda- og tækniráðs - 20.12.2004

Ályktun Vísinda- og tækniráðs frá 17. desember 2004.

Lesa meira

Framlög til vísinda- og tæknisjóða tvöfaldað - 17.12.2004

Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, tilkynnti í dag að framlag til opinberra vísinda- og tæknisjóða yrði ríflega tvöfaldað á kjörtímabilinu eða fengi viðbót upp á ríflega einn milljarð króna. Lesa meira

Þjóðin eignast aldarspegil Sigmúnds Jóhanssonar - 15.12.2004

Þjóðin eignast aldarspegil Sigmúnds Jóhanssonar

Samningar voru í dag undirritaðir um kaup ríkisins á öllum teikningum Sigmúnds Jóhanssonar sem birst hafa í Morgunblaðinu um áratuga skeið, auk teikninga hans sem birst hafa í öðrum miðlum.

Lesa meira

Norrænir samstarfsráðherrar funda í Reykjavík - 9.12.2004

Formennskuári Íslands í Norrænu ráðherranefndinni lýkur um næstu áramót. Valgerður Sverrisdóttir samstarfsráðherra stýrir síðasta samstarfsráðherrafundi formennskuársins í Reykjavík föstudaginn 10. desember.

Lesa meira

Skipan umboðsmanns barna - 3.12.2004

Forsætisráðherra hefur í dag skipað Ingibjörgu Þ. Rafnar, hæstaréttarlögmann, í embætti umboðsmanns barna frá 1. janúar 2005. Lesa meira

Úthlutun úr Kristnihátíðarsjóði 2004 - 1.12.2004

Merki Kristnihátíðarsjóðs
Kristnihátíðarsjóður úthlutaði við athöfn í Þjóðmenningarhúsi 1. desember 93 milljónum kr. til 59 verkefna sem tengjast menningar- og trúararfi þjóðarinnar og fornleifarannsóknum. Meðfylgjandi er listi yfir styrkþega á sviði menningar- og trúararfs og á sviði fornleifafræði. Lesa meira

Úthlutun styrkja úr Kristnihátíðarsjóði 2004 - 29.11.2004

Úthlutun styrkja úr Kristnihátíðarsjóði fer fram við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu miðvikudaginn 1. desember nk. og hefst kl. 12:00. Samtals verður úthlutað styrkjum að fjárhæð 93 m.kr. til 59 verkefna sem tengjast menningar- og trúararfi þjóðarinnar og fornleifarannsóknum. Lesa meira

Forsætisráðherra í opinberri heimsókn í Svíþjóð - 25.11.2004

Opinber heimsókn Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra og Sigurjónu Sigurðardóttur eiginkonu hans til Svíþjóðar hófst í dag.

Lesa meira

Opinber heimsókn forsætisráðherra til Svíþjóðar - 22.11.2004

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Sigurjóna Sigurðardóttir, eiginkona hans, verða í opinberri heimsókn í Svíþjóð dagana 25. og 26. nóvember nk. Í heimsókninni mun forsætisráðherra eiga fundi með Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar. Lesa meira

Skattabreytingar - 19.11.2004

Sameiginleg fréttatilkynning frá forsætis- og fjármálaráðherra: Lækkun tekjuskatts, afnám eignarskatts og stórfelld hækkun barnabóta. Lesa meira

Upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytis ráðinn - 18.11.2004

Steingrímur Ólafsson hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi í forsætisráðuneytinu. Lesa meira

Þriðja bindi Sögu Stjórnarráðs Íslands 1964-2004 - 12.11.2004

Saga Stjórnarráðs Íslands 3
Út er komið þriðja bindi sögu Stjórnarráðs Íslands 1964-2004. Fjallar það um sögu ríkisstjórna og helstu framkvæmdir þeirra á tímabilinu 1983-2004. Lesa meira

Breytingar á skipan í framkvæmdanefnd um einkavæðingu - 15.10.2004

Þann 8. september 2004 tók Jón Sveinsson hæstaréttarlögmaður við formennsku í einkavæðingarnefnd af Ólafi Davíðssyni ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu og verðandi sendiherra í Þýskalandi. Lesa meira

Verkefnisstjórn um rafræna stjórnsýslu - 14.10.2004

Forsætisráðuneyti hefur skipað verkefnisstjórn um rafræna stjórnsýslu. Skipunin er í samræmi við stefnu ríkisstjórnar Íslands frá febrúar 2004 sem ber yfirskriftina: Auðlindir í allra þágu - Stefna ríkisstjórnarinnar um upplýsingsamfélagið 2004-2007.

Lesa meira

Illugi Gunnarsson skipaður í framkvæmdanefnd um einkavæðingu - 8.10.2004

Forsætisráðherra hefur skipað Illuga Gunnarsson aðstoðarmann utanríkisráðherra í framkvæmdanefnd um einkavæðingu samkvæmt tilnefningu utanríkisráðherra.

Lesa meira

Forsætisráðherra skipar í embætti ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu - 8.10.2004

Forsætisráðherra hefur í dag skipað Bolla Þór Bollason hagfræðing ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu frá 1. nóvember nk. Lesa meira

Vefur um upplýsingatækni og lýðræði - 7.10.2004

Vefur hefur verið opnaður með efni ráðstefnunnar Framtíð lýðræðisins í upplýsingasamfélagi, sem haldin var í Reykjavík 26.-27. ágúst sl.

Lesa meira

Yfirlýsing vegna stefnuræðu forsætisráðherra - 4.10.2004

Forsætisráðuneytið harmar það að annað árið í röð skuli brotinn trúnaður á efni stefnuræðu forsætisráðherra og um hana fjallað í fjölmiðlum fyrir flutning og umræður um hana á Alþingi. Lesa meira

Valgerður Sverrisdóttir verður samstarfsráðherra - 24.9.2004

Á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun var Valgerði Sverrisdóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra falið að fara með norræn samstarfsmál af hálfu ríkisstjórnarinnar.

Lesa meira

Íslandskynning í París - 24.9.2004

Mánudaginn 27. september mun Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra opna viðamikla Íslandskynningu í París. Lesa meira

Auglýst námskeið í stjórnsýslurétti - 17.9.2004

Forsætisráðuneytið mun í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands bjóða upp á sex vikna námskeið í október og nóvember nk. um stjórnsýslulögin og stjórnsýslurétt fyrir þá starfsmenn ríkisins sem koma að meðferð mála og undirbúningi ákvarðana í stjórnsýslunni. Lesa meira

Breytingar á skipan ráðherraembætta - 15.9.2004

Ráðuneyti Halldórs Ásgrímssonar 15. september 2004
Frétt frá ríkisráðsritara um ríkisráðsfundinn á Bessastöðum 15. september 2004. Lesa meira

Skýrsla nefndar um réttarstöðu samkynhneigðra - 6.9.2004

Nefnd um réttarstöðu samkynhneigðs fólks sem forsætisráðherra skipaði 8. september 2003 hefur lokið störfum. Nefndin var skipuð til þess að gera úttekt á réttarstöðu samkynhneigðs fólks á Íslandi og skyldi hún jafnframt gera tillögur um úrbætur. Lesa meira

Opnun Gljúfrasteins - húss skáldsins - 3.9.2004

Gljúfrasteinn - Hús skáldsins
Á morgun, laugardaginn 4. september, mun Davíð Oddsson forsætisráðherra ásamt frú Auði Laxness opna formlega Gljúfrastein - hús skáldsins að Gljúfrasteini í Mosfellsdal. Athöfnin hefst kl. 14.00 á ávarpi Þórarins Eldjárns formanns stjórnar Gljúfrasteins. Lesa meira

Ráðstefna um lýðræðið á öld upplýsingatækni - 28.8.2004

Demokratiets fremtid i informationssamfundet

Dagana 26.-27. ágúst 2004 var haldin ráðstefna um lýðræðið á öld upplýsingatækni. Ráðstefnan var haldin á Hótel Nordica og sátu hana á annað hundrað manns frá öllum Norðurlöndunum. Þar var meðal annars fjallað um áhrif upplýsingatækni á lýðræðið og hvernig nýta má tæknina til að efla það.

Lesa meira

Upplýsingatækni og leiðir til að efla lýðræðið - Fjölsótt norræn ráðstefna í Reykjavík - 23.8.2004

Hvaða áhrif hefur upplýsingatækni á lýðræðið og hvernig má nýta tæknina til að styrkja það? Leitað verður svara við þessum spurningum á norrænni ráðstefnu um Lýðræðið á öld upplýsingatækni, sem haldin verður á Hótel Nordica dagana 26.- 27. ágúst.

Lesa meira

Kveðjur til forsætisráðherra - 18.8.2004

Forsætisráðherra heilsast vel og bati hans hefur verið í samræmi við væntingar lækna. Lesa meira

Auglýsing frá Kristnihátíðarsjóði 2004 - 15.8.2004

Kristnihátíðarsjóður, sem starfar samkvæmt lögum nr. 12 frá 28. febrúar 2001, var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár eru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Lesa meira

Heimkoma forsætisráðherra af spítala - 9.8.2004

Davíð Oddsson forsætisráðherra, sem lagðist inn á Landspítala-háskólasjúkrahús 21. júlí sl. var útskrifaður af sjúkrahúsinu í dag og mun hvílast heima næstu vikur þar til hann getur hafið störf á ný. Lesa meira

Líðan forsætisráðherra - 5.8.2004

Davíð Oddsson forsætisráðherra er nú kominn á legudeild Landspítala-háskólasjúkrahúss eftir aðgerð á skjaldkirtli í fyrradag. Lesa meira

Fundur forsætisráðherra Norðurlanda - 4.8.2004

Sunnudaginn 8. ágúst nk. verður haldinn fundur forsætisráðherra Norðurlanda í Sveinbjarnargerði við Eyjafjörð. Á fundinum sem hefst kl. 17:00 verður fjallað um norræn málefni, Evrópumál og önnur alþjóðamál. Lesa meira

Fréttir af líðan forsætisráðherra - 3.8.2004

Eins og fram hefur komið lagðist Davíð Oddsson forsætisráðherra inn á Landspítala-háskólasjúkrahús að morgni 21. júlí sl. vegna gallblöðrubólgu. Við rannsókn kom jafnframt í ljós staðbundið æxli í hægra nýra hans. Lesa meira

Fundur forsætisráðherra Norðurlanda 8. og 9. ágúst nk. - 28.7.2004

Dagana 8. og 9. ágúst nk. verður haldinn fundur forsætisráðherra Norðurlanda í Sveinbjarnargerði. Lesa meira

Líðan forsætisráðherra - 22.7.2004

Eftir aðgerð á Landsspítalanum í gær er forsætisráðherra kominn á legudeild. Líðan hans er góð og framfarir eðlilegar að sögn lækna. Lesa meira

Veikindi forsætisráðherra - 21.7.2004

Davíð Oddsson forsætisráðherra var í nótt fluttur á Landspítala háskólasjúkrahús vegna verkja í kviðarholi og er hann þar til rannsóknar. Lesa meira

Skipun nefndar um Evrópumál - 14.7.2004

Forsætisráðherra hefur skipað nefnd um Evrópumál. Helstu hlutverk nefndarinnar eru m.a. að kanna framkvæmd EES-samningsins, hvort og þá hvers konar undanþágur séu veittar í aðildarsamningum að Evrópusambandinu, hvað aðild myndi kosta ríkissjóð til lengri og skemmri tíma litið og hverjir væru kostir og gallar evrunnar fyrir Ísland. Lesa meira

Fundur ráðherra með George W. Bush Bandaríkjaforseta - 30.6.2004

Davíð Oddsson, forsætisráðherra, mun eiga fund með George W. Bush, Bandaríkjaforseta, í Washington 6. júlí n.k. Lesa meira

Styrkveitingar Þjóðhátíðarsjóðs 2004 - 28.6.2004

Lokið er úthlutun styrkja úr Þjóðhátíðarsjóði fyrir árið 2004 og þar með tuttugustu og sjöundu úthlutun úr sjóðnum. Lesa meira

Skýrsla starfshóps um tilhögun þjóðaratkvæðagreiðslu skv. 26. gr. stjórnarskrárinnar - 28.6.2004

Starfshópur sem skipaður var til að undirbúa lagasetningu um tilhögun þjóðaratkvæðagreiðslu skv. 26. gr. stjórnarskrárinnar hefur skilað hjálagðri skýrslu. Lesa meira

Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins - 25.6.2004

Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins verður haldinn í Istanbul dagana 27. - 29. júní. Lesa meira

Endurútgáfa á ritinu Stjórnarráð Íslands 1904-1964 - 24.6.2004

Forsætisráðuneytið hefur í tilefni af aldarafmæli Stjórnarráðs Íslands og heimastjórnar endurútgefið rit Agnars Klemensar Jónssonar Stjórnarráð Íslands 1904–1964 sem kom fyrst út árið 1969. Lesa meira

Forsætisráðherra tekur þátt í fundi Academy of Achievement - 10.6.2004

Davíð Oddsson, forsætisráðherra, tekur laugardaginn 12. júní við viðurkenningu bandarísku félagasamtakanna, Academy of Achievement. Lesa meira

Útför Ronalds Reagan - 10.6.2004

Davíð Oddsson, forsætisráðherra, og Ástríður Thorarensen, eiginkona hans, verða viðstödd útför Ronalds Reagan, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Lesa meira

Undirbúningur að tilhögun þjóðaratkvæðagreiðslu - 8.6.2004

Undirbúningur að tilhögun þjóðaratkvæðagreiðslu um frambúðargildi laga um breytingu á útvarpslögum nr. 53/2000 og samkeppnislögum nr. 8/1993. Lesa meira

Samanburður á matvælaverði á Íslandi, Norðurlöndum og ríkum Evrópusambandsins - 15.5.2004

Samanburður á matvælaverði á Íslandi, Norðurlöndum og ríkum Evrópusambandsins - skýrsla unninn á vegum Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands fyrir forsætisráðuneytið.

Lesa meira

Styrkur til Oxfordháskóla - 27.4.2004

Davíð Oddsson, forsætisráðherra, afhenti í dag, 27. apríl, rektor Oxfordháskóla styrk frá ríkisstjórninni vegna kennslu í íslenskum fornbókmenntum við skólann. Styrkurinn nemur 25.000 sterlingspundum. Lesa meira

Skýrsla um stöðu eftirlitsiðnaðar á Íslandi - 19.4.2004

Að beiðni forsætisráðuneytis hefur Hagfræðistofnun Háskóla Íslands unnið skýrslu um stöðu eftirlitsiðnaðarins á Íslandi út frá hagrænu sjónarmiði og reynt að varpa ljósi á kostnað og ábata hans fyrir samfélagið í heild. Lesa meira

Samtal forsætisráðherra við George Bush Bandaríkjaforseta - 15.4.2004

Davíð Oddsson forsætisráðherra og George W. Bush Bandaríkjaforseti töluðust við í síma í dag, fimmtudaginn 15. apríl. Lesa meira

Ársfundur Íslensk-ameríska verlsunarráðsins í New York - 29.3.2004

Davíð Oddsson, forsætisráðherra, verður heiðursgestur og aðalræðumaður á ársfundi Íslensk-ameríska verslunarráðsins sem haldinn verður í Norræna húsinu, „Scandinavia House, Nordic Center in America“ í New York miðvikudaginn 14. apríl n.k. Lesa meira

Auglýsing um framboð og kjör forseta Íslands - 24.3.2004

Forsætisráðuneytið hefur í dag látið birta svolátandi auglýsingu um framboð og kjör forseta Íslands: Lesa meira

Störf Norrænu ráðherranefndarinnar 2003 - 17.3.2004

Ræða Sivjar Friðleifsdóttur samstarfsráðherra vegna skýrslu um störf Norrænu ráðherranefndarinnar 2003. Lesa meira

Hörmungarnar í Madrid - 12.3.2004

Í ljósi þeirra hörmunga sem hryðjuverkin í Madrid hafa valdið hefur ríkisstjórnin ákveðið að flaggað skuli í hálfa stöng við opinberar byggingar í dag. Lesa meira

Stefna ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið 2004-2007 - 11.3.2004

Forsíða bæklings
Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra kynnti nýja stefnu ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið á fundi á Grand hóteli í dag, 11. mars. Lesa meira

Vegna kjarasamninga - 8.3.2004

Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Lesa meira

Forsætisráðherra til Danmerkur - 3.3.2004

Davíð Oddsson forsætisráðherra
Davíð Oddsson, forsætisráðherra og Ástríður Thorarensen, eiginkona hans, verða í opinberri heimsókn í Danmörku dagana 3.-6. mars. Lesa meira

Viðhorfskönnun um jafnréttismál - 23.2.2004

Í árslok 2003 var lögð fyrir starfsmenn Stjórnarráðs Íslands könnun um viðhorf þeirra til jafnréttismála. IMG Gallup sá um framkvæmd könnunarinnar í samvinnu við jafnréttisfulltrúa ráðuneytanna og hefur nú lokið úrvinnslu svara. Lesa meira

Forsætisráðherra í opinbera heimsókn til Úkraínu - 19.2.2004

Davíð Oddsson, forsætisráðherra, verður í opinberri heimsókn í Úkraínu 23.-24. febrúar næstkomandi í boði Viktors Yanukovych, forsætisráðherra. Lesa meira

Skýrsla samstarfsráðherra 2003 - 16.2.2004

Skýrsla Norrænu ráðherranefndarinnar 2003

Árleg skýrsla Sivjar Friðleifsdóttur samstarfsráðherra um norrænt samstarf er komin út. Skýrslan verður lögð fyrir Alþingi í byrjun mars.

Lesa meira

Efnahagsleg völd kvenna - 13.2.2004

Skýrsla nefndar um efnahagsleg völd kvenna, skipuð af forsætisráðherra í samræmi við framkvæmdaráætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum, er komin út.

Lesa meira

Ný reglugerð um Stjórnarráð Íslands - 1.2.2004

Í dag er þess minnst að 100 ár eru liðin frá því að Hannes Hafstein tók við embætti ráðherra Íslands hinn 1. febrúar 1904, en sá dagur hefur síðan verið talinn stofndagur Stjórnarráðs Íslands. Af þessu tilefni kom ríkisráð Íslands saman til fundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu og staðfesti nýja reglugerð um Stjórnarráð Íslands.

Lesa meira

Flöggun 1. febrúar 2004 - 30.1.2004

Íslenski fáninn við hún
Með skírskotun til 2. gr. forsetaúrskurðar um fánadaga og fánatíma, nr. 5/1991, hefur forsætisráðherra ákveðið, að flaggað skuli við opinberar stofnanir þegar 100 ár verða liðin frá stofnun heimastjórnar á Íslandi sunnudaginn 1. febrúar nk. Lesa meira

Útgáfa á Sögu Stjórnarráðs Íslands - 27.1.2004

Saga stjórnarráðsins
Árið 1969 kom út ritið Stjórnarráð Íslands 1904–1964 sem fjallaði um stofnun þess og störf. Árið 1999 var tekin ákvörðun um að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið og gefa út sögu næstu fjörutíu ára á aldarafmæli stjórnarráðsins. Lesa meira

Þjóðhátíðarsjóður 2004 - 9.1.2004

Þjóðhátíðarsjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum á árinu 2004. Lesa meira

Senda grein