Fréttasafn

Ríkisráðsfundi 31. desember 2005 lokið - 31.12.2005

Á fundi ríkisráðs á Bessastöðum í dag voru endurstaðfestar ýmsar afgreiðslur, sem fram höfðu farið utan ríkisráðsfundar. Lesa meira

Ríkisráðsfundur á Bessastöðum - 30.12.2005

Ríkisráð Íslands hefur verið kvatt saman á Bessastöðum á morgun, gamlársdag, kl. 10.30. Lesa meira

Haustfundur Vísinda- og tækniráðs - 19. desember 2005 - 19.12.2005

Sjötti fundur Vísinda- og tækniráðs var haldinn í dag, 19. desember 2005. Formaður ráðsins er Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra.

Lesa meira

Samstarfsráðherrar ræða aukið samstarf við grannsvæðin í austri - 14.12.2005

Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda, situr fund með norrænum samráðherrum sínum í Kaupmannahöfn á morgun, miðvikudaginn 14. desember.

Lesa meira

Einfaldara Ísland - 14.12.2005

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur skipað starfshóp með fulltrúum stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins til að undirbúa aðgerðaráætlunina Einfaldara Ísland. Lesa meira

Breytt útlit á stjórnarráðsvef - 13.12.2005

Að undanförnu hefur verið unnið að því að breyta útliti á vefjum ráðuneytanna. Ekki er um byltingarkenndar breytingar að ræða heldur er byggt á eldra útliti og leiðarkerfi vefjanna látið halda sér.

Lesa meira

Hvað er spunnið í opinbera vefi 2005? - 12.12.2005

Mynd: Forsíða skýrslu - Hvað er spunnið í opinbera vefi?

Gerð hefur verið úttekt á vefjum ríkis og sveitarfélaga en þetta er í fyrsta skipti sem úttekt af þessari stærðargráðu er gerð á Íslandi.

Lesa meira

UT-dagurinn 24. janúar 2006 - 5.12.2005

Stjórnvöld, í samvinnu við upplýsingatækniiðnaðinn, standa fyrir sérstökum upplýsingatæknidegi þann 24. janúar nk undir nafninu UT-dagurinn.

Lesa meira

Úthlutun úr Kristnihátíðarsjóði 2005 - 1.12.2005

Frá úthlutun úr Kristnihátíðarsjóði 2005
Kristnihátíðarsjóður úthlutar styrkjum við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu fimmtudaginn 1. desember. Samtals er úthlutað um 96 m.kr. til 56 verkefna sem tengjast menningar- og trúararfi þjóðarinnar og fornleifarannsóknum. Lesa meira

Endurskoðun stjórnarskrár og dómsvaldið - hádegisfundur á fullveldisdaginn 1. desember 2005 - 1.12.2005

Lagadeild Háskólans í Reykjavík og stjórnarskrárnefnd standa fyrir hádegisfundi á fullveldisdaginn, fimmtudaginn 1. desember 2005 kl. 12:00-13:30 á þriðju hæð í Háskólanum í Reykjavík. Lesa meira

Norræna ráðherranefndin opnar upplýsingaskrifstofu í Kaliningrad - 30.11.2005

Samkomulag hefur náðst milli rússneskra yfirvalda og Norrænu ráðherranefndarinnar í Kaupmannahöfn um að sett verði á laggirnar norræn upplýsingaskrifstofa í Kaliningrad.

Lesa meira

Úthlutun styrkja úr Kristnihátíðarsjóði 2005 - 29.11.2005

Úthlutun styrkja úr Kristnihátíðarsjóði fer fram við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu fimmtudaginn 1. desember nk. og hefst kl. 12. Lesa meira

Nefnd um alþjóðlega fjármálastarfsemi á Íslandi - 24.11.2005

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur skipað nefnd til að fjalla um forsendur alþjóðlegrar fjármálastarfsemi á Íslandi og samkeppnishæfni landsins á því sviði. Lesa meira

Ritgerð um úrskurðarnefndir í stjórnsýslunni - 23.11.2005

Mynd: Úrskurðarnefndir í stjórnsýslunni
Forsætisráðuneytið hefur gefið út bókina Úrskurðarnefndir í stjórnsýslunni eftir Friðgeir Björnsson héraðsdómara. Lesa meira

Eingreiðsla til öryrkja, ellilífeyrisþega og aðila á atvinnuleysisskrá - 18.11.2005

Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í dag að öryrkjar, ellilífeyrisþegar og aðilar á atvinnuleysisskrá muni fá eingreiðslu þá sem aðilar vinnumarkaðarins sömdu um sín í milli fyrr í vikunni. Lesa meira

Frumvarp til laga um breytingu á lagaákvæðum er varða réttarstöðu samkynhneigðra - 16.11.2005

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra kynnti í dag frumvarp sem forsætisráðuneytið hefur haft forgöngu um að semja um réttarstöðu samkynhneigðra. Lesa meira

Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar vegna áframhaldandi gildi kjarasamninga - 15.11.2005

Meðfylgjandi er yfirlýsing ríkisstjórnarinnar til að greiða fyrir samkomulagi Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífisins um áframhaldandi gildi kjarasamninga. Lesa meira

Breyting á stjórnarskrárnefnd - 8.11.2005

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur að ósk Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur alþingismanns leyst hana undan störfum í stjórnarskrárnefnd. Í hennar stað hefur forsætisráðherra, að tillögu Samfylkingarinnar, skipað Kristrúnu Heimisdóttur lögfræðing í nefndina. Lesa meira

Hvenær gilda stjórnsýslulög? - 7.11.2005

Málþing Íslandsdeildar Norræna stjórnsýslusambandsins (NAF) í samstarfi við forsætisráðuneytið og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, sal N-132, föstudaginn 11. nóvember 2005, kl. 15.00-1700. Lesa meira

Norræn ráðstefna um börn með sérstakar þjónustuþarfir og fjölskyldur þeirra - 1.11.2005

Ræða samstarfsráðherra á norrænni ráðstefnu um börn með sérstakar þarfir og fjölskyldur þeirra - Grand Hótel, 1. nóvember 2005 (ræðan er á dönsku). Lesa meira

Skipan nefndar um hollara mataræði og aukna hreyfingu - 31.10.2005

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur skipað nefnd sem greina á vanda sem tengist óhollu mataræði, offitu, átröskun og hreyfingarleysi og koma með tillögur að samræmdum aðgerðum til að taka á vandamálum sem tengjast þessu. Lesa meira

Fundi forsætisráðherra Norðurlandanna lokið - 25.10.2005

Fundi forsætisráðherra Norðurlandanna sem haldinn var í tengslum við þing Norðurlandaráðs lauk í morgun með fréttamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu. Lesa meira

Ræða samstarfsráðherra á 57. þingi Norðurlandaráðs - 25.10.2005

Ræða samstarfsráðherra, Sigríðar Önnu Þórðardóttur, í almennum umræðum á 57. þingi Norðurlandaráðs í Reykjavík, 25. október 2005 (ræðan er á dönsku).

Lesa meira

Fundur forsætisráðherra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna - 24.10.2005

Mynd: Fundur forsætisráðherra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra stýrir í dag fundi forsætisráðherra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. Fundurinn hefst kl.16:00 í Þjóðmenningarhúsinu. Lesa meira

Undirritun kaupsamnings vegna sölu Lánasjóðs landbúnaðarins - 4.10.2005

Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra undirrituðu í dag, f.h. ríkisins, kaupsamning við Landsbanka Íslands hf. um kaup Landsbanka Íslands hf. á tilgreindum eignum og skuldum Lánasjóðs landbúnaðarins. Lesa meira

Sala á tilgreindum eignum og skuldum Lánasjóðs landbúnaðarins - 30.9.2005

Í dag hefur landbúnaðarráðherra, að höfðu samráði við ráðherranefnd um einkavæðingu, samþykkt tillögu framkvæmdanefndar um einkavæðingu um að taka tilboði Landsbanka Íslands hf. í tilgreindar eignir og skuldir Lánasjóðs landbúnaðarins. Lesa meira

Breytingar á stjórnarskrárnefnd - 28.9.2005

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur að ósk Geirs H. Haarde utanríkisráðherra leyst hann undan störfum í stjórnarskrárnefnd. Lesa meira

Forsætisráðherra nýr ráðherra Hagstofu Íslands - 28.9.2005

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur tekið við sem ráðherra Hagstofu Íslands. Lesa meira

Sigríður Anna Þórðardóttir nýr samstarfsráðherra Norðurlanda - 28.9.2005

Sigríði Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherra hefur verið falið að fara með norræn samstarfsmál af hálfu ríkisstjórnarinnar.

Lesa meira

Frá ríkisráðsritara - 27.9.2005

Ri´kisstjórn Halldórs Ásgrímssonar 27. september 2005
Á fundi ríkisráðs á Bessastöðum í dag var að tillögu Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra fallist á að veita Davíð Oddssyni lausn frá embætti ráðherra í ríkisstjórn Íslands. Lesa meira

Forsætisráðherra ávarpar leiðtogafund - 15.9.2005

HA_UN_speech05
Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, flutti í dag ávarp á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna í New York. Fundurinn er haldinn á þeim tímamótum að 60 ár eru frá stofnun samtakanna og fimm ár eru liðin frá því ríki heims settu sér þúsaldarmarkmiðin í þróunarmálum. Lesa meira

Forsætisráðherra á leiðtogafund Sameinuðu þjóðanna - 14.9.2005

Halldór Ásgrímsson á leiðtogafundi Sþ 2005
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra situr leiðtogafund Sameinuðu þjóðanna í New York dagana 14. - 16. september nk. Forsætisráðherra mun ávarpa leiðtogafundinn þann 15. september. Lesa meira

Fjárstuðningur til Bandaríkjanna vegna náttúruhamfara - 13.9.2005

Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í dag að veita Bandaríkjamönnum fjárhagsaðstoð til enduruppbyggingar í þeim fylkjum sem verst urðu úti í fellibylnum Katrínu. Lesa meira

Skipan nýs bankastjóra Seðlabanka - 7.9.2005

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Davíð Oddsson utanríkisráðherra
Forsætisráðherra skipar Davíð Oddsson utanríkisráðherra, bankastjóra og formann bankastjórnar Seðlabanka Íslands. Lesa meira

Ráðstöfun á söluandvirði Símans - 6.9.2005

Ríkissjóði barst í dag greiðsla frá Skipti ehf. fyrir Landssíma Íslands hf. að fjárhæð 66,7 milljarðar króna. Þar af voru 34,5 milljarðar króna greiddir í íslenskum krónum en 32,2 milljarðar í erlendri mynt. Með þessu lýkur stærstu einkavæðingu Íslandssögunnar og jafnframt hefur ríkið alfarið dregið sig út úr samkeppnisrekstri á fjarskiptamarkaði. Lesa meira

Samúðarskeyti til forseta Bandaríkjanna vegna fellibylsins Katrínar - 2.9.2005

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sendi í dag, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, George Bush forseta Bandaríkjanna samúðarskeyti vegna manntjónsins sem orðið hefur í Bandaríkjunum vegna fellibylsins Katrínar. Lesa meira

Samúðarskeyti til forsætisráðherra Íraks vegna harmleiksins í Bagdad - 2.9.2005

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sendi í dag, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, Ibrahim al-Ja´afari forsætisráðherra Íraks, samúðarskeyti vegna harmleiksins fyrr í vikunni, þegar tæplega 1.000 Írakar létu lífið í Kazamiyah hverfinu í Bagdad. Lesa meira

Fundur forsætisráðherra með forseta Tékklands - 23.8.2005

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra átti í morgun fund með Vaclav Klaus, forseta Tékklands, í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu, en forsetinn er sem kunnugt er í opinberri heimsókn á Íslandi. Lesa meira

Ársfundur Vestnorræna ráðsins - 23.8.2005

Ávarp samstarfsráðherra, Valgerðar Sverrisdóttur, á ársfundi Vestnorræna ráðsins, Ísafirði, 23. ágúst 2005.

Lesa meira

Auglýsing frá Kristnihátíðarsjóði 2005 - 19.8.2005

Kristnihátíðarsjóður, sem starfar samkvæmt lögum nr. 12 frá 28. febrúar 2001, var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár eru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Lesa meira

Forval til útboðs á eignum og yfirtöku skulda Lánasjóðs landbúnaðarins - 12.8.2005

Fimm aðilar tilkynntu um þátttöku í forvali til útboðs um kaup á útlánasafni og yfirtöku á skuldum Lánasjóðs landbúnaðarins, en skilafrestur erinda rann út 5. ágúst s.l. Lesa meira

Undirritun kaupsamnings milli íslenska ríkisins og Skipta ehf. - 5.8.2005

Geir H. Haarde fjármálaráðherra undirritaði í dag kaupsamning f.h. íslenska ríkisins við Skipti ehf. um kaup Skipta ehf. á 98,8% hlut ríkisins í Landssíma Íslands hf. (Símanum). Kaupsamningurinn er gerður á grundvelli tilboðs sem Skipti ehf. gerðu í hlutabréf ríkisins í Símanum þann 28. júlí sl., en það var hæst þriggja tilboða sem bárust í eignarhlut ríkisins. Lesa meira

Sala á hlut ríkisins í Landssíma Íslands hf. - 28.7.2005

Í dag hefur fjármálaráðherra, sem fer með eignarhlut ríkisins í Landssíma Íslands hf. (Símanum), í samráði við ráðherranefnd um einkavæðingu, samþykkt tillögu framkvæmdanefndar um einkavæðingu um að taka tilboði Skipti ehf., í eftirstandandi hlut ríkisins Símanum. Tilboðið nam 66,7 ma.kr., sem er jafnframt hæsta tilboð sem barst. Alls bárust þrjú tilboð í hlut ríkisins í félaginu, sem að baki standa 17 fjárfestar: Lesa meira

Opnun tilboða í hlut ríkisins í Landssíma Íslands hf. - 26.7.2005

Undanfarna mánuði hefur framkvæmdanefnd um einkavæðingu unnið að sölu á eftirstandandi hlut ríkisins í Landssíma Íslands hf. (Símanum) og, í samræmi við verk- og tímaáætlanir nefndarinnar, verða bindandi tilboð í hlut ríkisins í félaginu opnuð fimmtudaginn 28. júlí 2005, kl.13.00 á Hótel Nordica. Lesa meira

Sala á eignum og yfirtaka skulda Lánasjóðs landbúnaðarins - 22.7.2005

Með lögum nr. 68/2005 var landbúnaðarráðherra heimilað að selja allar eignir og semja um yfirtöku skulda Lánasjóðs landbúnaðarins. Landbúnaðarráðherra hefur falið framkvæmdanefnd um einkavæðingu að undirbúa sölu á útlánasafni sjóðsins og yfirtöku helstu skulda hans. Lesa meira

Forsætisráðherra í Japan - 13.7.2005

Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, átti í dag fund með japönskum þingmönnum í Tókýó og hélt erindi um efnahagsmál á Íslandi. Lesa meira

Fundur forsætisráðherra með Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans - 11.7.2005

Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, átti í dag fund í Tókýó með Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans. Á fundinum ræddu ráðherrarnir málefni Sameinuðu þjóðanna, m.a. stuðning Íslands við tillögu Japans og fleiri ríkja um fjölgun sæta í öryggisráði S.þ. Lesa meira

Heimsókn forsætisráðherra til Japan - 8.7.2005

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Sigurjóna Sigurðardóttir eiginkona hans verða viðstödd hátíðarhöld vegna þjóðardags Íslands á Heimssýningunni í Japan, EXPO 2005, í næstu viku. Lesa meira

Samúðarskeyti til Bretlands vegna hryðjuverka - 7.7.2005

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sendi í dag, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, Tony Blair forsætisráðherra Bretlands samúðarskeyti vegna hryðjuverkanna í Lundúnum í morgun. Lesa meira

Nefnd um lagalega umgjörð stjórnmálastarfsemi á Íslandi - 5.7.2005

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra skipaði í dag níu manna nefnd sem fjalla á um lagalega umgjörð stjórnmálastarfsemi á Íslandi. Lesa meira

Sumarfundur forsætisráðherra Norðurlanda - 27.6.2005

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra situr árlegan sumarfund forsætisráðherra Norðurlandanna sem hefst í dag og lýkur á morgun. Lesa meira

Nútímavæðing norræns samstarfs - 15.6.2005

Ríkisstjórnir norrænu landanna hafa ákveðið að efla norrænt samstarf með því að auka skilvirkni þess.

Lesa meira

Styrkveitingar Þjóðhátíðarsjóðs 2005 - 15.6.2005

Lokið er úthlutun styrkja úr Þjóðhátíðarsjóði fyrir árið 2005 og þar með tuttugustu og áttundu úthlutun úr sjóðnum. Lesa meira

Nýr rekstraraðili að Hótel Valhöll á Þingvöllum - 14.6.2005

Forsætisráðuneytið hefur undirritað samning við Kristbjörgu Kristinsdóttur til 5 ára um leigu á Hótel Valhöll á Þingvöllum fyrir veitingarekstur og gistiþjónustu. Lesa meira

Ræða tillögur um breytt skipulag Norrænu ráðherranefndarinnar - 14.6.2005

Valgerður Sverrisdóttir samstarfsráðherra sækir fund með samstarfsráðherrum Norðurlanda sem haldinn er skammt norðan við Kaupmannahöfn í Kongens Lyngby á miðvikudag, 15 júní.

Lesa meira

Styrkveitingar Grænlandssjóðs 2005 - 10.6.2005

Sjóðurinn er starfræktur til að veita styrki til kynnisferða, námsdvalar, listsýninga, íþróttasýninga og annarra málefna á sviði lista, vísinda og tæknimála, er eflt geta samskipti Grænlendinga og Íslendinga. Lesa meira

Norðmenn hljóta tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs 2005 - 9.6.2005

Norska kammersveitin Cikada hlýtur Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs árið 2005. Ellefu norrænar kammersveitir voru tilnefndar í ár.

Lesa meira

Forsætisráðherra vígir Jöklasetur - 3.6.2005

Halldór Ásgrímsson vígir Jöklasetur á Höfn í Hornafirði
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra vígði á föstudag nýtt Jöklasetur á Höfn í Hornafirði. Lesa meira

Vorfundur Vísinda- og tækniráðs, 2. júní 2005 - 2.6.2005

Aukið fjármagn til samkeppnissjóða og verklag þeirra er mikilvægt tæki til að móta og framkvæma markvissa stefnu í rannsóknum og tækniþróun á Íslandi. Þetta kom fram í máli Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra og formanns Vísinda- og tækniráðs. Lesa meira

Fundur forsætisráðherra með Abdul Kalam, forseta Indlands - 31.5.2005

Mynd: Indlandsforseti ræðir við HAlldór Ásgrímsson forsætisráðherra
Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, átti í dag fund með dr. Abdul Kalam, forseta Indlands, í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Lesa meira

Úthlutun úr sjóðnum Þjóðhátíðargjöf Norðmanna 2005 - 26.5.2005

Úthlutað hefur verið styrkjum þessa árs úr sjóðnum Þjóðhátíðargjöf Norðmanna. Norska Stórþingið samþykkti í tilefni ellefu alda afmælis Íslandsbyggðar 1974 að færa Íslendingum eina milljón norskra króna að gjöf í ferðasjóð. Lesa meira

Mat á óbindandi tilboðum í hlut ríkisins í Landssíma Íslands hf. - 25.5.2005

Framkvæmdanefnd um einkavæðingu bárust 14 óbindandi tilboð í hlut ríkisins í Landssíma Íslands hf. (Símanum) þann 17. maí s.l. Lesa meira

Óbindandi tilboð í hlut ríkisins í Landssíma Íslands hf. - 18.5.2005

Alls bárust 14 óbindandi tilboð í hlutabréf ríkisins í Landssíma Íslands hf. (Símanum), en skilafrestur rann út í gær, þann 17. maí kl. 15.00. Lesa meira

Gjöf Íslendinga til norsku þjóðarinnar í tilefni aldarafmælis landsins - 13.5.2005

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra mun á fundi með Kjell Magne Bondevik forsætisráðherra Noregs laugardaginn 14. maí afhenda norsku þjóðinni gjöf Íslendinga í tilefni þess að 100 ár eru frá því að Norðmenn öðluðust sjálfstæði og norska konungdæmið var endurreist. Lesa meira

Forsætisráðherra í opinbera heimsókn til Noregs - 12.5.2005

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Sigurjóna Sigurðardóttir eiginkona hans verða í opinberri heimsókn í Noregi dagana 13. - 15. maí næstkomandi. Lesa meira

Ellefu tónlistarhópar tilnefndar til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs - 19.4.2005

Tilnefnt hefur verið til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs. Ellefu tónlistarhópar frá öllum Norðurlöndum keppa um verðlaunin sem afhent verða á Norðurlandaráðsþinginu, en það verður haldið í Reykjavík í október.

Lesa meira

Skýrsla nefndar um stefnumótun í málefnum barna og unglinga - 6.4.2005

Nefnd um heildstæða stefnumótun í málefnum barna og unglinga sem forsætisráðherra skipaði árið 2001 hefur skilað af sér skýrslu sinni. Lesa meira

Fyrirkomulag sölu á hlut ríkisins í Landssíma Íslands hf. - 4.4.2005

Framkvæmdanefnd um einkavæðingu hefur að undanförnu unnið að undirbúningi við sölu á hlutabréfum í Landssíma Íslands (Símanum) í samræmi við þá stefnu sem ríkisstjórnin og ráðherranefnd um einkavæðingu hafa markað. Lesa meira

Sala hlutabréfa ríkisins í Landssíma Íslands hf. - skýrsla - 4.4.2005

Sala hlutabréfa ríkisins í Landssíma Íslands hf. Skýrsla framkvæmdanefndar um einkavæðingu, apríl 2005. Lesa meira

Yfirlýsing frá Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra vegna fráfalls Jóhannesar Páls páfa annars - 4.4.2005

Með andláti Jóhannesar Páls páfa annars er genginn mikill maður sem hafði mikil áhrif á mótun heimsmála með framgangi sínum. Lesa meira

Styrkur til Noregsfarar - 13.3.2005

Stjórn sjóðsins Þjóðhátíðargjöf Norðmanna auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum vegna Noregsferða á árinu 2005. Lesa meira

Styrkir úr Grænlandssjóði - 13.3.2005

Stjórn Grænlandssjóðs auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum á árinu 2005. Lesa meira

Forsætisráðherra ræðir við Anders Fogh Rasmussen - 1.3.2005

Mynd: Anders Fogh Rasmussen og Halldór Ásgrímsson
Evrópumálin, norrænt samstarf og varnar- og öryggismál báru hæst á fundi Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur og Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra sem fram fór í Kristjánsborgarhöll í dag. Lesa meira

Opinber heimsókn forsætisráðherra til Danmerkur - 28.2.2005

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra fer í dag í opinbera heimsókn til Danmerkur í boði Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur. Lesa meira

Stjórnarskrárnefnd opnar heimasíðu - 25.2.2005

Opnuð hefur verið heimasíða nefndarinnar www.stjornarskra.is þar sem birtar verða fundargerðir og ýmislegt efni sem tengist stjórnarskránni og endurskoðun hennar. Lesa meira

Leiðtogafundur Norður-Atlantshafsbandalagsins í Brussel 2005 - 22.2.2005

Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, sat í dag leiðtogafund Norður - Atlantshafsbandalagsins í Brussel. Fundurinn var haldinn í tilefni af fyrstu ferð George W. Bush forseta Bandaríkjanna til Evrópu eftir endurkjör hans. Lesa meira

Forsætisráðherra á leiðtogafund NATO - 21.2.2005

Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, fór utan í dag til að sitja leiðtogafund NATO í Brussel sem hefst á morgun. Lesa meira

Innkaupastefna forsætisráðuneytis - 21.2.2005

Innkaupastefnan er byggð á lögum og reglugerðum um opinber innkaup og innkaupastefnu ríkisins sem samþykkt var af ríkisstjórn Íslands í nóvember 2002. Innkaupastefnan tekur til forsætisráðuneytisins og stofnana þess.

Lesa meira

Heimsókn frá Kanada - 18.2.2005

Neil Bardal, fyrrverandi aðalræðismaður Íslands í Winnipeg í Kanada, er nú staddur hér á landi í boði Halldórs Ásgrímssonar, forsætisráðherra. Lesa meira

Fyrsti fundur nefndar um stöðu íslensku fjölskyldunnar - 18.2.2005

Mynd frá fyrsta fundi fjölskyldunefdar
Fyrsti fundur nefndar sem skipuð var í því augnamiði að styrkja enn frekar stöðu íslensku fjölskyldunnar var í dag. Lesa meira

Svarbréf frá forstjóra Iceland til forsætisráðherra - 16.2.2005

Halldóri Ásgrímssyni, forsætisráðherra, hefur borist svarbréf frá Malcolm Walker, forstjóra Iceland Foods verslunarkeðjunnar í Bretlandi, vegna umsóknar fyrirtækisins um einkaleyfi á vörumerkinu Iceland í löndum Evrópusambandsins. Lesa meira

Forsætisráðherra í fundaferð - 9.2.2005

HA_a_Akureyri
Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, heimsótti Ísafjörð í dag, en þetta er þriðji áfangastaður hans á nokkrum dögum í fundaferð um landið. Lesa meira

Norðurlönd móti stefnu til að auka áhrif almennings á pólitískar ákvarðanir - 8.2.2005

Svanurinn - merki Norðurlandaráðs

Norræn lýðræðisnefnd leggur til að skapaðar verði forsendur til þess að auka pólitíska virkni almennings á Norðurlöndum - ekki aðeins á kosningadaginn heldur allt kjörtímabilið, til dæmis með svokölluðum borgaralegum tillögum.*

Lesa meira

Skipan nefndar um stöðu fjölskyldunnar - 4.2.2005

Skipuð hefur verið nefnd sem styrkja á enn frekar stöðu íslensku fjölskyldunnar. Skipanin kemur í framhaldi af áramótaávarpi Halldórs Ásgrímssonar, forsætisráðherra þar sem hann vék að stöðu fjölskyldunnar. Lesa meira

Verndum bernskuna - 27.1.2005

Forsætisráðuneytið, Þjóðkirkjan og Velferðarsjóður barna hafa tekið höndum saman um átak í uppeldismálum undir heitinu Verndum bernskuna. Lesa meira

Yfirlýsing forsætisráðherra vegna fréttaflutnings um Íraksmál - 27.1.2005

Forsætisráðherra lýsir furðu á fréttaflutningi fjölmiðla undanfarna daga um aðdraganda þeirrar ákvörðunar íslenskra stjórnvalda að styðja innrás Bandaríkjamanna, Breta og fleiri þjóða í Írak í marsmánuði árið 2003.

Lesa meira

Yfirlýsing forsætisráðherra vegna umræðu um Íraksmálið - 17.1.2005

Í ljósi endurtekinnar fjölmiðlaumræðu um aðdraganda þeirrar ákvörðunar íslenskra stjórnvalda að styðja Bandaríkjamenn, Breta og fleiri þjóðir vegna innrásarinnar í Írak í marsmánuði árið 2003 vill Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra ítreka eftirfarandi: Lesa meira

Ráðning lögfræðings í forsætisráðuneytinu - 10.1.2005

Páll Þórhallsson hefur verið ráðinn lögfræðingur á aðalskrifstofu forsætisráðuneytisins samkvæmt auglýsingu sem birt var í byrjun desember 2004. Lesa meira

Ríkisstjórnin samþykkir 150 milljón króna aðstoð til Asíu - 7.1.2005

Á ríkisstjórnarfundi í dag var samþykkt að framlag Íslands vegna náttúruhamfaranna í Asíu verði samtals 150 milljónir króna, jafnvirði 2,5 milljón dollara. Lesa meira

Úthlutun úr verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar 2005 - 7.1.2005

8,1 milljón króna hefur verið úthlutað af verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar 2005. Lesa meira

Beiðni um frekari aðstoð afturkölluð - 4.1.2005

Undir hádegi afturkölluðu sænsk yfirvöld beiðni sína um frekari aðstoð íslenskra stjórnvalda við að flytja slasaða Svía frá hamfarasvæðunum í Asíu. Lesa meira

Skipan stjórnarskrárnefndar - 4.1.2005

Forsætisráðherra hefur skipað Jón Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra sem formann stjórnarskrárnefndar, sem hefur það hlutverk að endurskoða Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Geir H. Haarde fjármálaráðherra verður varaformaður nefndarinnar. Lesa meira

Frekari aðstoð við Svía í SA-Asíu - 3.1.2005

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur orðið við beiðni sænskra yfirvalda, sem barst síðdegis í dag, um frekari aðstoð við að koma slösuðum Svíum frá hamfarasvæðunum í Asíu. Lesa meira

Svíar þiggja aðstoð Íslendinga vegna náttúruhamfaranna í Asíu - 1.1.2005

Sænsk stjórnvöld hafa formlega þegið aðstoð sem Íslendingar buðu fram vegna náttúruhamfaranna í Asíu. Lesa meira

Senda grein