Fréttasafn

Ríkisráðsfundi 31. desember 2007 lokið - 31.12.2007

Á fundi ríkisráðs á Bessastöðum í dag voru endurstaðfestar ýmsar afgreiðslur, sem fram höfðu farið utan ríkisráðsfundar.

Lesa meira

Ríkisráðsfundur á Bessastöðum - 28.12.2007

Ríkisráð Íslands hefur verið kvatt saman á Bessastöðum á mánudag, kl. 10:30. Lesa meira

Handbók um undirbúning og frágang lagafrumvarpa - 20.12.2007

Komin er út á vegum forsætisráðuneytisins, dóms- og kirkjumálaráðuneytisins og skrifstofu Alþings handbók um undirbúning og frágang lagafrumvarpa.

Lesa meira

Áskoranir og áherslur Vísinda- og tækniráðs - 18.12.2007

Á fundi Vísinda- og tækniráðs sem haldinn var í Ráðherrabústaðnum í dag, þriðjudag, voru samþykktar áskoranir og áherslur í vísindum, tækniþróun og nýsköpun á næstu árum.

Lesa meira

Leiðbeiningarit um upplýsingalög í þágu almennings - 18.12.2007

Upplýsingalög fyrir almenning - leiðbeiningarit, er komið út á vegum forsætisráðuneytisins.

Lesa meira

Breytingar hjá Hagstofu Íslands um áramót - 14.12.2007

Hinn 1. janúar 2008 verður Hagstofa Íslands lögð niður sem ráðuneyti. Þá taka gildi ný lög um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð sem Alþingi samþykkti 10. desember sl. Lesa meira

Hvað er spunnið í opinbera vefi 2007? - Niðurstöður - 14.12.2007

Rafræn þjónusta opinberra aðila hefur aukist frá árinu 2005. Nú bjóða 19% stofnana upp á fullkomlega rafræna afgreiðslu erinda en fyrir tveimur árum buðu 3% upp á slíka þjónustu

Lesa meira

Styrkveitingar Þjóðhátíðarsjóðs vegna ársins 2008 - 13.12.2007

Lokið er úthlutun styrkja úr Þjóðhátíðarsjóði vegna ársins 2008 og þar með þrítugustu og fyrstu úthlutun úr sjóðnum. Lesa meira

Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að bæta kjör aldraðra og öryrkja - 5.12.2007

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á að styrkja stöðu aldraðra og öryrkja með því að draga úr tekjutengingum og skerðingum bóta í almannatryggingakerfinu.

Lesa meira

Ný útgáfa þjóðsöngsins - 30.11.2007

Forsætisráðuneytið gefur á morgun, 1. desember, út nýja útgáfu þjóðsöngsins. Jón Kristinn Cortez tónlistarkennari hefur haft veg og vanda af útgáfunni fyrir hönd ráðuneytisins. Lesa meira

Heimsókn forsætisráðherra til Oxford nóvember 2007 - 28.11.2007

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, mun í dag miðvikudaginn 28. nóvember ávarpa Oxford Union, málfundafélag stúdenta við Oxford-háskóla. Lesa meira

Yfirlýsing vegna umræðu um Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf. - 22.11.2007

Við brottför varnarliðsins haustið 2006 tóku íslensk stjórnvöld við varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli ásamt tilheyrandi mannvirkjum. Alþingi samþykkti þá um haustið lög um ráðstafanir í kjölfar samnings við Bandaríkin um skil á varnarsvæðinu en því var skipt í þrjá hluta, flugvallarsvæði, öryggissvæði og þróunarsvæði. Lesa meira

Skýrsla um dóma Mannréttindadómstóls Evrópu - 22.11.2007

Út er komin skýrsla um dóma Mannréttindadómstóls Evrópu, þar sem vísað er til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna o.fl. Skýrslan er unnin fyrir forsætisráðuneytið af Þórhildi Líndal, lögfræðingi og fv. umboðsmanni barna.

Lesa meira

Forsætisráðherra ávarpar fund Bresk-íslenska viðskiptaráðsins í London - 20.11.2007

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, verður heiðursgestur á hádegisverðarfundi Bresk-íslenska viðskiptaráðsins. Lesa meira

Skipan í orðunefnd - 16.11.2007

Forseti Íslands hefur að tillögu forsætisráðherra skipað þau Ólaf Egilsson, fv. sendiherra, Rakel Olsen, framkvæmdastjóra og Þórunni Sigurðardóttur, listrænan stjórnanda í orðunefnd til næstu 6 ára Lesa meira

Forsætisráðherra hlýtur heiðursverðlaun Alþjóðavetnissamstarfsins - 14.11.2007

GHH tekur við viðurkenningunni úr hendi Johns Mizrochs, stjórnarformanns IPHE, í Róm í dag.
Geir H. Haarde, forsætisráðherra, veitti í dag viðtöku sérstökum heiðursverðlaunum Alþjóðavetnissamstarfsins (IPHE). Lesa meira

Forsætisráðherra skipar nefnd um ímynd Íslands - 7.11.2007

Forsætisráðherra hefur skipað nefnd til að gera tillögur um hvernig megi styrkja ímynd Íslands. Lesa meira

Nefnd til undirbúnings 200 ára afmælis Jóns Sigurðssonar tekin til starfa - 2.11.2007

Nefnd sem forsætisráðherra skipaði 17. júní sl. til að undirbúa hvernig minnast eigi þess að 17. júní 2011 verða liðin 200 ár frá fæðingu Jóns Sigurðssonar forseta hefur tekið til starfa. Lesa meira

Handbók um undirbúning og frágang stjórnarfrumvarpa - 2.11.2007

Í samræmi við aðgerðaáætlun um Einfaldara Ísland hefur verið tekin saman á vegum ráðuneytanna og skrifstofu Alþingis handbók um undirbúning og frágang stjórnarfrumvarpa. Lesa meira

Breytingar á skipan í úrskurðarnefnd um upplýsingamál - 31.10.2007

Friðgeir Björnsson fyrrverandi dómsstjóri hefur verið skipaður sem formaður úrskurðarnefndar um upplýsingamál í stað Páls Hreinssonar. Lesa meira

Samstarfsráðherra situr fund norrænna samstarfsráðherra og sækir þing Norðurlandaráðs - 31.10.2007

Össur Skarphéðinsson samstarfsráðherra mun á morgun, 1. nóvember, sitja fund norrænna samstarfsráðherra sem haldinn er í tengslum við 59. þing Norðurlandaráðs í Ósló.

Lesa meira

Fundir forsætisráðherra Norðurlanda í tengslum við Norðurlandaráðsþing í Ósló - 29.10.2007

Geir H. Haarde forsætisráðherra sækir í dag fund norrænu forsætisráðherranna með forsætisráðherrum Eistlands, Lettlands og Litháens. Lesa meira

Fundur forsætisráðherra með Benedikt XVI páfa - 26.10.2007

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, átti í dag fund í Páfagarði með Benedikt XVI páfa. Lesa meira

Fundur forsætisráðherra með Romano Prodi forsætisráðherra Ítalíu - 26.10.2007

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, átti í dag fund í Róm með Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu. Þar var fjallað um tvíhliða samskipti Íslands og Ítalíu, málefni Sameinuðu þjóðanna og svæðisbundin mál. Lesa meira

Úthlutun úr Jafnréttissjóði - 25.10.2007

Miðvikudaginn 24. október var styrkjum úr Jafnréttissjóði úthlutað. Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, formaður Jafnréttissjóðs, gerði grein fyrir störfum stjórnar sjóðsins. Lesa meira

Heimsókn forsætisráðherra til Ítalíu - 24.10.2007

Geir H. Haarde forsætisráðherra og Inga Jóna Þórðardóttir eiginkona hans halda til Rómar á morgun, fimmtudag. Lesa meira

Úthlutun styrkja úr Jafnréttissjóði fyrir árið 2007 - 23.10.2007

Á morgun 24. október verða styrkir úthlutaðir úr Jafnréttissjóði fyrir árið 2007 kl. 15-19 á Hilton Reykjavík Nordica (áður Nordica) 2. hæð.

Lesa meira

Fundur forsætisráðherra með Sali Berisha, forsætisráðherra Albaníu - 8.10.2007

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, mun eiga fund með Sali Berisha, forsætisráðherra Albaníu, á morgun þriðjudaginn 9. október. Lesa meira

Fundur forsætisráðherra og utanríkisráðherra með Jaap Hoop de Scheffer, framkvæmdarstjóra Atlantshafsbandalagsins - 8.10.2007

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra eiga í dag fund með Jaap Hoop de Scheffer, framkvæmdarstjóra Atlantshafsbandalagsins Lesa meira

Markviss einföldun regluverks - minni skriffinnska - 5.10.2007

Ráðuneytin hafa einsett sér að vinna markvisst að einföldun regluverks og draga úr skriffinnsku á næstu tveimur árum. Lesa meira

Opinber heimsókn forsætisráðherra til Svartfjallalands - 17.9.2007

Myndin er tekin á fundi forsætisráðherra Íslands og Svartfjallalands, Geirs H. Haarde og Zeljkos Sturanovic i Podgorica.
Geir H. Haarde, forsætisráðherra, fer í opinbera heimsókn til Svartfjallalands dagana 17. - 19. september n.k. Lesa meira

Forsætisráðherra fundaði með forseta Írlands í dag - 13.9.2007

Forsætisráðherra, Geir H. Haarde, átti í dag fund með forseta Írlands, frú Mary McAleese. Lesa meira

Opinber heimsókn forsætisráðherra til Írlands - 12.9.2007

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, fer í opinbera heimsókn til Írlands dagana 12. - 14. september n.k.

Lesa meira

Sterkari staða sjálfstjórnarsvæðanna í norrænu samstarfi - 10.9.2007

Færeyjar, Grænland og Álandseyjar styrkja stöðu sína í norrænu samstarfi samkvæmt ákvörðun sem tekin var á fundi samstarfsráðherra Norðurlanda á Álandseyjum í síðustu viku.

Lesa meira

Ríkisstjórnarfundur í dag - 7.9.2007

Ríkisstjórnarfundur í dag verður haldinn í Ráðherrabústaðnum á Þingvöllum og hefst kl. 15. Lesa meira

Forsætisráðherra svarar bréfi formanns Framsóknarflokksins - 4.9.2007

Forsætisráðherra svaraði í dag bréfi formanns Framsóknarflokksins varðandi breytingar á Stjórnarráði Íslands Lesa meira

Fundur með sendinefnd bandarískra fulltrúadeildarþingmanna - 20.8.2007

Bandarískir þingmenn
Forsætisráðherra átti í morgun, mánudaginn 20. ágúst, fund með sendinefnd bandarískra fulltrúadeildarþingmanna í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu Lesa meira

Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að styrkja atvinnulíf í sjávarbyggðum sem eiga í erfiðleikum vegna samdráttar aflaheimilda o.fl. - 6.7.2007

Frá blaðamannafundi í ráðherrabústaðnum
Sjávarútvegsráðherra tilkynnir aðgerðir ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að styrkja atvinnulíf í sjávarbyggðum sem eiga í erfiðleikum vegna samdráttar aflaheimilda o.fl. Lesa meira

Blaðamannafundur í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu kl. 10:30 - 6.7.2007

Forsætisráðherra boðar til blaðamannafundar kl.10:30 í dag í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Fundarefni er ákvörðun sjávarútvegsráðherra um aflaheimildir og mótvægisaðgerðir. Lesa meira

Fyrsti samráðsfundur um efnahagsmál haldinn í dag - 5.7.2007

Fyrsti fundur aðila að samráðsvettvangi um efnahagsmál var haldinn í dag kl.16:00 í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Lesa meira

Samráðsvettvangur ríkisins, aðila vinnumarkaðarins og sveitarfélaga um efnahagsmál og málefni Íbúðalánasjóðs - 3.7.2007

Samráðsvettvangur ríkisins, aðila vinnumarkaðarins og sveitarfélaga um efnahagsmál og málefni Íbúðalánasjóðs Lesa meira

Þjóðhátíðarsjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum vegna ársins 2008 - 2.7.2007

Umsóknarfrestur er til og með 31. ágúst 2007 og er stefnt að því að úthlutað verði úr sjóðnum 1. desember 2007 með athöfn í Þjóðmenningarhúsinu. Umsóknir skal senda Þjóðhátíðarsjóði, Seðlabanka Íslands, Kalkofnsvegi 1, 150 Reykjavík. Lesa meira

Auglýsing um styrki Jafnréttissjóðs - 26.6.2007

Hér með er auglýst eftir umsóknum um styrki úr Jafnréttissjóði.

Lesa meira

Stofnfundur Finnsk- íslenska viðskiptaráðsins í Helsinki í dag - 20.6.2007

Forsætisráðherra í hópi ný kjörinnar stjórnar Finnsk- íslenska viðskiptaráðsins
Forsætisráðherra Geir H. Haarde ávarpaði stofnfund Finnsk- íslenska viðskiptaráðsins sem haldinn var í Helsinki í dag. Lesa meira

Forsætisráðherrar Norðurlanda ákveða að brugðist verði sameiginlega við hnattvæðingunni - 19.6.2007

Forsætisráðherrar Norðurlanda

Geir H. Haarde forsætisráðherra sat í morgun sumarfund norrænu forsætisráðherranna í Punkaharju í Finnlandi.

Lesa meira

Sumarfundur forsætisráðherra Norðurlanda - 18.6.2007

Geir H. Haarde forsætisráðherra situr árlegan sumarfund forsætisráðherra Norðurlanda á morgun, þriðjudag 19. júní.

Lesa meira

Skipun nefndar til að undirbúa 200 ára afmæli Jóns Sigurðssonar - 17.6.2007

Forsætisráðherra skipaði í dag nefnd til að undirbúa hvernig minnast eigi þess að 17. júní 2011 verða liðin 200 ár frá fæðingu Jóns Sigurðssonar forseta. Lesa meira

Nýr umboðsmaður barna - 15.6.2007

Forsætisráðherra hefur skipað Margréti Maríu Sigurðardóttur, lögfræðing, í embætti umboðsmanns barna til næstu fimm ára frá 1. júlí nk. Lesa meira

Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs - 14.6.2007

Geir H. Haarde forsætisráðherra ásamt Jakobi K. Kristjánssyni og Kristjáni Leosyni
Forsætisráðherra hélt í dag móttöku til heiðurs þeim sem hlotið hafa hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs frá árinu 1987. Lesa meira

Fundur með Nicholas Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna. - 14.6.2007

Forsætisráðherra Geir H. Haarde ásamt Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, utanríkisráðherra og Nicholas Burns aðstoðarutanríksráðherra Bandaríkjanna
Forsætisráðherra átti í dag fund með Nicholas Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna. Lesa meira

Nýr aðstoðarmaður forsætisráðherra - 11.6.2007

Nýr aðstoðarmaður forsætisráðherra

Gréta Ingþórsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Geirs H. Haarde forsætisráðherra.

Lesa meira

Geir H. Haarde, forsætisráðherra hélt ávarp við vígslu Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði sl. laugardag - 11.6.2007

Geir. H. Haarde auk Alain Belda, stjórformanns og forstjóra Alcoa samstæðunnar og Tómas Már Sigurðssyni framkvæmdastjóra Alcoa Fjarðaáls
Á myndinni eru auk hans Alain Belda, stjórnarformaður og forstjóri Alcoa samstæðunnar, og Tómas Már Sigurðsson, framkvæmdastjóri Alcoa Fjarðaáls. Lesa meira

Styrkveitingar Þjóðhátíðarsjóðs 2007 - 4.6.2007

Lokið er úthlutun styrkja úr Þjóðhátíðarsjóði fyrir árið 2007 og þar með þrítugustu úthlutun úr sjóðnum. Lesa meira

Umsóknir um embætti umboðsmanns barna 2007 - 25.5.2007

Umsóknarfrestur um embætti umboðsmanns barna rann út þriðjudaginn 22. maí sl. Forsætisráðuneytinu bárust þrettán umsóknir um stöðuna. Lesa meira

Nýr samstarfsráðherra Norðurlanda - 25.5.2007

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra hefur samkvæmt ákvörðun forsætisráðherra tekið við embætti samstarfsráðherra Norðurlanda.

Lesa meira

Ríkisráðsfundir á Bessastöðum - 23.5.2007

Ríkisráð Íslands hefur verið kvatt saman á Bessastöðum á morgun, fimmtudag. Lesa meira

Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar 2007 - 23.5.2007

Formaður Sjálfstæðisflokksins, Geir H. Haarde forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verðandi utanríkisráðherra, kynntu stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar í Ráðherrabústaðnum á Þingvöllum skömmu fyrir hádegi í dag. Lesa meira

Forsætisráðherra afhendir fyrsta eintak nýrrar útgáfu Sverris sögu - 16.5.2007

Á morgun, 17. maí – á þjóðhátíðardegi Norðmanna, mun forsætisráðherra, Geir H. Haarde, afhenda fyrsta eintakið af nýrri útgáfu Sverris sögu sem er fyrsta bókin af fjórum í þjóðargjöf Íslendinga til Norðmanna í tilefni af 100 ára afmæli endurreists konungssveldis í Noregi árið 2005. Afhendingin á sér stað við hátíðlega athöfn í Norræna húsinu kl. 18.00.

Lesa meira

Niðurstöður úttektar á árangri og áhrifum af störfum Vísinda- og tækniráðs - 26.4.2007

Að frumkvæði Vísinda- og tækniráðs hefur farið fram úttekt á fyrsta starfstímabili ráðsins 2003-2006 Lesa meira

Forsætisráðherra Geir H. Haarde ritaði í minningabók um Boris Jéltsín fyrrverandi forseta í rússneska sendiráðinu í morgun - 25.4.2007

Forsætisráðherra Geir H. Haarde ritaði í minningabók um Boris Jéltsín fyrrverandi forseta í rússneska sendiráðinu í morgun. Lesa meira

Framkvæmdanefnd um endurskoðun á örorkumati og eflingu starfsendurhæfingar - 20.4.2007

Forsætisráðherra hefur ákveðið að skipa framkvæmdanefnd til að fylgja eftir tillögum nefndar um endurskoðun örorkumats og eflingu starfsendurhæfingar. Tillögurnar miða að því að breyta núgildandi örorkumati þannig að það verði sveigjanlegra og taki fremur mið af starfsgetu einstaklingsins en örorku. Lesa meira

Skýrsla nefndar um leiðir til að styrkja atvinnulíf á Vestfjörðum - 17.4.2007

Nefnd sem forsætisráðherra skipaði þann 15. mars 2007 til að fjalla um leiðir til að styrkja atvinnulíf á Vestfjörðum hefur lokið störfum Lesa meira

Ríkisstjórnin samþykkir að allar bifreiðar í eigu stjórnarráðsins og allar flugferðir starfsmanna verði kolefnisjafnaðar - 17.4.2007

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að allar bifreiðar stjórnarráðsins verði kolefnisjafnaðar Lesa meira

Skipan stjórnar Þjóðmenningarhússins 2007 - 12.4.2007

Forsætisráðherra hefur skipað í stjórn Þjóðmenningarhússins til næstu fjögurra ára. Stjórninni er ætlað að leggja megináherslur í starfsemi hússins og móta í því skyni langtímastefnu um sýningar og aðra starfsemi þar. Lesa meira

Forsætisráðherra heiðursdoktor við Háskólann í Minnesota - 4.4.2007

Háskólinn í Minnesota (University of Minnesota) hefur ákveðið að veita Geir H. Haarde forsætisráðherra heiðursdoktorsnafnbót. Lesa meira

Fundur með Raymond Henault, formanni hermálanefndar Atlantshafsbandalagsins - 2.4.2007

Geir H. Haarde ásamt Raymond Henault, formanni hermálanefndar Atlantshafsbandalgsins
Geir H. Haarde, forsætisráðherra, átti í dag fund með Raymond Henault, formanni hermálanefndar Atlantshafsbandalagsins Lesa meira

Fundur forsætisráðherra Geirs H. Haarde og forsætisráðherra Svíþjóðar Fredrik Reinfeldt - 2.4.2007

20070402_fredrik_reinfeldt
Forsætisráðherrar Íslands og Svíþjóðar funduðu í dag í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Lesa meira

Eiginfjárstaða Seðlabanka Íslands efld um 44 milljarða króna - 2.4.2007

Geir H. Haarde, kynnti á ársfundi Seðlabanka Íslands sl. föstudag þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að ráðstafa umtalsverðum hluta af innstæðu ríkissjóðs í Seðlabankanum til þess að efla eiginfjárstöðu bankans um 44 milljarða króna Lesa meira

Blaðamannafundur vegna fundar forsætisráðherra með forsætisráðherra Svíþjóðar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu - 2.4.2007

Blaðamannafundur vegna fundar forsætisráðherra, Geir H. Haarde, með Fredrik Reinfeldt forsætisráðherra Svíþjóðar verður haldinn í Ráðherrabústaðnum í dag klukkan hálf tvö. Lesa meira

Skipan nefndar til að kanna starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn - 2.4.2007

Forsætisráðherra hefur á grundvelli 1. gr. laga nr. 26/2007 skipað nefnd til að kanna starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn. Lesa meira

Fundur forsætisráðherra með William Hague - 29.3.2007

20070328_william_hague

Forsætisráðherra átti í gær kvöldverðarfund með William Hague, fyrrverandi formanni breska Íhaldsflokksins og núverandi talsmanni flokksins í utanríkismálum, og Ashcroft lávarði, varaformanni flokksins.

Lesa meira

Undirritun samnings við Vesturfarasetrið á Hofsósi - 28.3.2007

Undirritun samnings við Vesturfarasetrið á Hofsósi
Geir H. Haarde forrsætisráðherra og Valgeir Þorvaldsson forstöðumaður Vesturfarasetursins skrifuðu í gær undir samning sem tryggir Vesturfarasetrinu 137 milljónir króna á næstu fimm árum. Lesa meira

Úthlutun úr sjóðnum Þjóðhátíðargjöf Norðmanna 2007 - 28.3.2007

Úthlutað hefur verið styrkjum þessa árs úr sjóðnum Þjóðhátíðargjöf Norðmanna. Norska Stórþingið samþykkti í tilefni ellefu alda afmælis Íslandsbyggðar 1974 að færa Íslendingum eina milljón norskra króna að gjöf í ferðasjóð.

Lesa meira

Styrkveitingar Grænlandssjóðs 2007 - 28.3.2007

Úthlutað hefur verið styrkjum þessa árs úr Grænlandssjóði. Sjóðurinn er starfræktur í samræmi við lög nr. 102/1980 til að veita styrki til kynnisferða, námsdvalar, listsýninga, íþróttasýninga og annarra málefna á sviði lista, vísinda og tæknimála, er eflt geta samskipti Grænlendinga og Íslendinga.

Lesa meira

Heimsókn Fredriks Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar til Íslands - 27.3.2007

Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, kemur í opinbera heimsókn til Íslands mánudaginn 2. apríl n.k. Lesa meira

Skýrsla Evrópunefndar um tengsl Íslands og Evrópusambandsins - 13.3.2007

Nefnd um Evrópumál, sem forsætisráðherra skipaði 8. júlí 2004 skilaði skýrslu í dag, 13. mars 2007

Lesa meira

Forsætisráðherra skipar nefnd til að fjalla um leiðir til að styrkja atvinnulíf á Vestfjörðum - 13.3.2007

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag tillögu forsætisráðherra um að skipa nefnd til að fjalla um leiðir til að styrkja atvinnulíf á Vestfjörðum. Lesa meira

Frumvarp til stjórnarskipunarlaga um auðlindaákvæði - 8.3.2007

Formenn ríkisstjórnarflokkanna flytja frumvarp til stjórnarskipunarlaga um auðlindaákvæði Lesa meira

Ráðherrar boða til blaðamannafundar í dag kl. 15:30 - 8.3.2007

Forsætisráðherra ásamt iðnaðar- og viðskiptaráðherra boða til blaðamannafundar í ríkisstjórnarherbergi á Alþingi. Lesa meira

Forsætisráðherra opnar rafrænu þjónustuveituna Ísland.is - 7.3.2007

Forsætisráðherra, Geir H. Haarde opnaði í dag þjónustuveituna Ísland.is (www.island.is). Hér er um að ræða samstarfsverkefni ríkisstofnana, ráðuneyta og sveitarfélaga og er eitt mikilvægasta verkefnið í stefnu ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið fyrir árin 2004 – 2007, Auðlindir í allra þágu. Forsætisráðuneyti fer fyrir verkefninu.

Lesa meira

Hvatning til notkunar vistvænna ökutækja - 7.3.2007

Ríkisstjórnin hefur samþykkt lagafrumvarp, sem ætlað er að hvetja til aukinnar notkunar á vistvænum ökutækjum. Lesa meira

Blaðamannafundur í tilefni af opnun forsætisráðherra á þjónustuveitunni Ísland.is - 6.3.2007

Forsætisráðuneytið boðar til blaðamannafundar í Þjóðarbókhlöðu, miðvikudaginn 7. mars kl. 15:00. Á fundinum mun forsætisráðherra, Geir H. Haarde, opna þjónustuveituna Ísland.is. Lesa meira

Skýrsla nefndar forsætisráðherra um endurskoðun örorkumats og eflingu starfsendurhæfingar - 6.3.2007

Nefnd forsætisráðherra um endurskoðun örorkumats og eflingu starfsendurhæfingar hefur lokið störfum og skilað sameiginlegu áliti og tillögum. Lesa meira

Alþjóðlega heimskautaárið hefst í dag - 1.3.2007

Alþjóðlega heimskautaárinu - International Polar Year - verður opinberlega hleypt af stokkunum í París í dag. Danmörk, Færeyjar, Grænland og Ísland fagna hins vegar árinu sameiginlega með dagskrá á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn í dag frá kl. 10-17.

Lesa meira

UT DAGURINN - 26.2.2007

UT-merkið

Forsætis- og fjármálaráðuneyti standa að undirbúningi UT-dagsins sem haldinn verður 8. mars nk. Lögð verður áhersla á mikilvægi upplýsingatækninnar sem verkfæris til að minnka skriffinnsku, spara tíma og auka hagræði.

Lesa meira

Stjórnarskrárnefnd skilar tillögum og áfangaskýrslu - 19.2.2007

Stjórnarskrárnefnd undir formennsku Jóns Kristjánssonar hefur sent frá sér áfangaskýrslu þar sem gefið er yfirlit yfir starf nefndarinnar undanfarin tvö ár.

Lesa meira

Skýrsla samstarfsráðherra 2006 - 19.2.2007

Skýrsla samstarfsráðherra, Jónínu Bjartmarz, um störf Norrænu ráðherranefndarinnar 2006 er komin út.

Lesa meira

Styrkur til Noregsfarar - 12.2.2007

Stjórn sjóðsins Þjóðhátíðargjöf Norðmanna auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum vegna Noregsferða á árinu 2007.

Lesa meira

Skýrsla nefndar um aðgang að opinberum gögnum um öryggismál Íslands 1945-1991 - 9.2.2007

Nefnd sem forsætisráðherra skipaði hinn 22. júní 2006, í samræmi við ályktun Alþingis um aðgang að opinberum gögnum um öryggismál Íslands, hefur skilað skýrslu til Alþingis. Lesa meira

Auglýsing frá Grænlandssjóði 2008 - 9.2.2007

Stjórn Grænlandssjóðs auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum á árinu 2007.

Lesa meira

Opinber heimsókn lögmanns Færeyja - 30.1.2007

Jóannes Eidesgaard, lögmaður Færeyja, kemur í opinbera heimsókn til Íslands dagana 31. janúar til 2. febrúar n.k. í boði Geirs H. Haarde, forsætisráðherra. Lesa meira

Finninn Jan Erik Enestam verður framkvæmdastjóri Norðurlandaráðs - 30.1.2007

Enestam var fulltrúi Finna þegar ráða átti í stöðu framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar sl. haust.

Lesa meira

Heimsókn Geirs H. Haarde til Bergen - 22.1.2007

Forsætisráðherra flytur erindi í Bergen

Geir H. Haarde forsætisráðherra flytur í dag erindi um samskipti Íslands og Noregs í Norska verslunarháskólanum í Bergen.

Lesa meira

Ræða Jónínu Bjartmarz, samstarfsráðherra, á ráðstefnu um Norðlægu víddina og norrænt samstarf - 17.1.2007

Jónína Bjartmarz umhverfis- og samstarfsráðherra ásamt Stefan Wallin, umhverfis- og samstarfsráðherra Finnlands og Cristinu Husmark Pehrsson, samstarfsráðherra Svíþjóðar.

Ræða Jónínu Bjartmarz, samstarfsráðherra, á ráðstefnu um Norðlægu víddina og norrænt samstarf í Hanasaari 17. janúar 2007 (Ræðan er á ensku).

Lesa meira

Formennska Finnlands í Norrænu ráðherranefndinni 2007 - 15.1.2007

Finnar tóku við formennsku í Norrænu ráðherranefndinni 1. janúar sl.

Lesa meira

Halldór Ásgrímsson tekinn við sem framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar í Kaupmannahöfn - 4.1.2007

Halldór Ásgrímsson tók formlega við embætti framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar 1. janúar sl.

Lesa meira

Skýrsla nefndar um viðurlög við efnahagsbrotum - 3.1.2007

At tillögu dóms og kirkjumálaráðherra og viðskiptaráðherra skipaði forsætisráðherra nefnd um viðurlög við efnahagsbrotum 27. október 2004. Skyldi nefndin fjalla um stjórnvaldssektir og önnur viðurlög við efnahagsbrotum og ennfremur hlutverk eftirlitsaðila og verkaskiptingu þeirra á milli. Nefndin lauk störfum 12. október 2006 og hefur skilað skýrslu til forsætisráðherra.

Lesa meira

Senda grein