Fréttasafn

Ríkisráðsfundi 31. desember 2008 lokið - 31.12.2008

Á fundi ríkisráðs á Bessastöðum í dag voru endurstaðfestar ýmsar afgreiðslur, sem fram höfðu farið utan ríkisráðsfundar. Lesa meira

Samningur við sýslumann Snæfellinga um umsýslu þjóðlendumála - 30.12.2008

Forsætisráðuneytið og embætti sýslumanns Snæfellinga hafa undirritað samning til tveggja ára um að sýslumaður Snæfellinga annist í umboði ráðuneytisins tiltekin verkefni við umsýslu þjóðlendumála og vatns- og jarðhitaréttinda í eigu ríkisins. Lesa meira

Vákort yfir Norður-Atlantshaf stærsta formennskuverkefnið - 29.12.2008

Eitt af meginstefnumiðum Íslendinga á formennskutímanum í Norrænu ráðherranefndinni á árinu 2009 er að efla samstarf um verndun Norður-Atlantshafsins og um málefni Norðurskautsins. Lesa meira

Ríkisráðsfundur á Bessastöðum - 29.12.2008

Ríkisráð Íslands hefur verið kvatt saman á Bessastöðum á miðvikudag, gamlársdag, kl. 10.30. Lesa meira

Andlát frú Halldóru Eldjárn - 23.12.2008

Vegna fráfalls Halldóru Eldjárn fyrrverandi forsetafrúar hefur forsætisráðherra sent fjölskyldu hennar samúðarkveðjur. Lesa meira

IMF sendinefnd í heimsókn - Allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar á áætlun - 19.12.2008

Sex manna sendinefnd frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum (AGS) hefur verið hér á landi undanfarna fjóra daga til að fara yfir þróun efnahagsmála á Íslandi, fjármála ríkisins, peningamála og endurskipulagningu bankakerfisins. Lesa meira

Úthlutað úr sjóðnum Gjöf Jóns Sigurðssonar - 18.12.2008

Úthlutað hefur verið úr sjóðnum Gjöf Jóns Sigurðssonar. Þessu sinni voru veittar 12 viðurkenningar, samtals 6.500.000- kr. Þær eru eftirfarandi: Lesa meira

Norrænar frændþjóðir rétta Íslendingum hjálparhönd - 10.12.2008

Á fundi norrænu ráðherranna sem haldinn var í Kaupmannahöfn, lögðu þeir áherslu á að sérlega mikilvægt væri að tryggja að m.a. íslenska fræðasamfélagið og íslensk ungmenni gætu áfram verið virk í norrænu samstarfi.

Lesa meira

Yfirlýsing um aðgerðir til að bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja - 2.12.2008

Vinnuhópur á vegum ríkisstjórnarinnar hefur að undanförnu unnið að því að móta áætlun um brýnar aðgerðir til að bregðast við þeim þrengingum sem þjóðin gengur nú í gegnum. Lesa meira

Mats Josefsson tekur við störfum Ásmundar Stefánssonar - 1.12.2008

Forsætisráðuneytið hefur ráðið til tímabundinna starfa Mats Josefsson, sænskan bankasérfræðing. Mats tekur við þeirri stöðu sem Ásmundur Stefánsson hefur gegnt við uppbyggingu bankakerfisins. Lesa meira

Styrkveitingar Þjóðhátíðarsjóðs 2008 vegna ársins 2009 - 1.12.2008

Lokið er úthlutun styrkja úr Þjóðhátíðarsjóði 2008 vegna ársins 2009 og þar með þrítugustu og annarri úthlutun úr sjóðnum.

Lesa meira

Opið bréf frá forsætisráðherra - 1.12.2008

Geir H. Haarde forsætisráðherra hefur ritað opið bréf til þeirra þjóða sem hafa opinberlega boðist til að leggja fjárhagslega af mörkum til framkvæmdar áætlunar íslenskra stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um ráðstafanir í efnahagsmálum. Lesa meira

Lögum um eftirlaun ráðherra, þingmanna og æðstu embættismanna verður breytt - 21.11.2008

Til þess að fylgja eftir stefnuyfirlýsingu ríkisstjórarinnar hafa ríkisstjórnarflokkarnir komist að sam­komu­lagi um að leggja til breytingar á l. nr. 141/2003 um eftirlaun. Markmið breytinganna er að draga úr mis­ræmi milli lífeyrisréttinda þeirra sem falla undir lögin og almennra launþega Lesa meira

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn samþykkir efnahagsáætlun og lán til Íslands - 20.11.2008

Framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) samþykkti á fundi sínum í kvöld áætlun um að koma á efnahagsstöðugleika á Íslandi, sem samin var af íslenskum sérfræðingum í samstarfi við sendinefnd IMF í síðasta mánuði. Lesa meira

Áætlun Íslands um efnahagsstöðugleika - 17.11.2008

Í kjölfar hamfaranna á alþjóðlegum fjármagnsmarkaði stendur þjóðarbúskapur Íslendinga frammi fyrir svo alvarlegri fjármálakreppu að slíks eru fá dæmi. Lesa meira

Samkomulag næst við Evrópusambandið fyrir hönd Hollendinga og Breta - Greiðir fyrir láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF) - 16.11.2008

Mikilvægur áfangi hefur náðst til lausnar deilunnar um innstæðutryggingar vegna íslenskra bankaútibúa á Evrópska efnahagssvæðinu og stöðu sparifjáreigenda í þeim. Lesa meira

Fréttatilkynning um aðgerðir í þágu heimilanna - 14.11.2008

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að hrinda í framkvæmd ýmsum aðgerðum til að koma til móts við fjölskyldur og heimili í landinu í kjölfar fjármálakreppunnar sem riðið hefur yfir heiminn. Lesa meira

Tilkynning frá forsætisráðuneytinu - 13.11.2008

Að gefnu tilefni er rétt að taka það fram að íslensk stjórnvöld hafa engar áætlanir uppi um að falla frá áformum um að tryggja innstæður á bankareikningum hérlendis. Lesa meira

Hamingjuóskir forsætisráðherra til Barack Obama - 5.11.2008

"Ég óska Barack Obama til hamingju með sögulegan sigur hans í bandarísku forsetakosningunum. Þátttakan í þeim er til marks um áhuga almennings og ákall eftir breytingum, Lesa meira

Nýr skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu - 31.10.2008

Björn Rúnar Guðmundsson, hagfræðingur, hefur í dag verið settur skrifstofustjóri á nýrri efnahags- og alþjóðafjármálaskrifstofu forsætisráðuneytisins frá 1. nóvember til 31. ágúst 2009. Lesa meira

Íslendingar gegna formennsku í Norrænu ráðherranefndinni á árinu 2009 - 30.10.2008

Merki formennskuárs Íslands 2009

Vistvæn orka og vákort fyrir Norður-Atlantshafið: Geir H. Haarde forsætisráðherra kynnir formennskuáætlun Íslendinga á Norðurlandaráðs-þingi í Helsinki 28. október, en þeir leiða starfið í Norrænu ráðherranefndinni á árinu 2009.

Lesa meira

Færeyingar bjóða Íslendingum aðstoð sína - 29.10.2008

Færeyingar hafa boðist til að lána Íslendingum 300 milljónir danskra króna. Boðið var sett fram á fundi í Helsinki þar sem þing Norðurlandaráðs stendur yfir. Lesa meira

Norðurlönd lýsa vilja til að aðstoða Ísland: Norrænum starfshópi falið að fylgja málinu eftir - 28.10.2008

Forsætisráðherra á fundi Norðurlandaráðs í Helsinki 27. okt.
Norðurlöndin hafa lýst sig reiðubúin að aðstoða Ísland við að kljást við ástandið í kjölfar hruns bankanna og hafa ákveðið að koma á laggirnar starfshópi háttsettra embættismanna til að fylgja málinu eftir. Hópnum er falið að fylgjast með framvindu samkomulags Alþjóða­gjaldeyris­sjóðsins við Ísland og hvernig Norðurlöndin gætu haft aðkomu að því máli. Lesa meira

Yfirlýsing frá forsætisráðherrum Norðurlanda 27. október 2008 - 27.10.2008

Á fundi norrænu forsætisráherranna í dag var rætt um alþjóðlegu fjármálakreppuna og sérstaklega þá alvarlegu stöðu sem upp er komin á Íslandi. Lesa meira

Úthlutun úr Jafnréttissjóði - 27.10.2008

Föstudaginn 24. október var úthlutað styrkjum úr Jafnréttissjóði. Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, formaður Jafnréttissjóðs gerði grein fyrir störfum stjórnar sjóðsins. Að þessu sinni bárust 10 umsóknir og í ár fengu 5 verkefni styrk samtals að upphæð 9,0 milljón króna. Lesa meira

Samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn - mikilvægt skref í rétta átt - 24.10.2008

Ríkisstjórnin hefur formlega óskað eftir samstarfi við Alþjóða­gjaldeyris­sjóðinn um að koma á efnahagslegum stöðugleika á Íslandi. Viðræður á milli fulltrúa Íslands og sjóðsins um fyrirkomulag samstarfsins hafa staðið yfir um nokkurt skeið. Lesa meira

Sendinefnd á vegum norskra stjórnvalda kemur til Íslands að ræða efnahagsástandið - 23.10.2008

Sendinefnd norskra embættismanna er komin til landsins til viðræðna við íslensk stjórn­völd um efnahagsástandið á Íslandi og til að kanna hvort Norðmenn geti lagt Íslend­ingum lið. Lesa meira

Úthlutun styrkja úr Jafnréttissjóði og jafnréttisviðurkenning Jafnréttisráðs - 22.10.2008

Jafnréttissjóður og Jafnréttisráð efna til sameiginlegrar athafnar föstudaginn 24. október nk. kl. 15 í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, þar sem veittir verða fimm styrkir til rannsókna á sviði jafnréttismála og jafnréttisviðurkenning Jafnréttisráðs verður afhent. Lesa meira

Ásmundur Stefánsson til starfa fyrir forsætisráðherra - 17.10.2008

Á síðustu vikum hefur áfallið á fjármálamarkaði kallað á fjölþætt viðbrögð jafnt á vettvangi ríkisstjórnarinnar sem hinna ýmsu stofnana samfélagsins. Lesa meira

Tryggvi Þór Herbertsson lætur af störfum efnahagsráðgjafa forsætisráðherra - 15.10.2008

Forsætisráðherra og Tryggvi Þór Herbertsson hafa komist að samkomulagi um að sá síðarnefndi láti af störfum sem efnahagsráðgjafi forsætisráðherra. Lesa meira

Sameiginleg yfirlýsing - 11.10.2008

Fulltrúar Íslands og Bretlands áttu vinsamlegan fund í Reykjavík til að ræða sameiginleg hagsmunamál í tengslum við yfirstandandi neyðarástand á fjármálamörkuðum, með það að markmiði að ná ásættanlegri niðurstöðu fyrir báða aðila. Lesa meira

Samkomulag milli Hollands og Íslands um IceSave - 11.10.2008

Að loknum uppbyggilegum viðræðum hafa hollensk og íslensk stjórnvöld náð samkomulagi um lausn mála hollenskra eigenda innstæðna á IceSave-reikningum Landsbankans. Lesa meira

Yfirlýsing forsætisráðherra - 8.10.2008

Ríkisstjórn Íslands metur mikils að bresk stjórnvöld hyggjast tryggja að eigendur Icesave-reikninga Landsbankans í Bretlandi muni ekki tapa peningum á viðskiptum við Icesave.

Lesa meira

Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar - 6.10.2008

Ríkisstjórn Íslands áréttar að innstæður í innlendum viðskiptabönkum og sparisjóðum og útibúum þeirra hér á landi verða tryggðar að fullu. Lesa meira

Áfangaskýrsla - 1.10.2008

Hinn 17. október 2006 samþykkti ríkisstjórnin aðgerðaáætlun um Einfaldara Ísland sem nær yfir þriggja ára tímabil. Samráðshópur um Einfaldara Ísland hefur skilað forsætisráðherra áfangaskýrslu um framkvæmd aðgerðaáætlunarinnar. Lesa meira

Viljayfirlýsing undirrituð um samstarf ríkis og sveitarfélaga um atvinnuþróun á nærsvæði Keflavíkurflugvallar - 30.9.2008

Geir H. Haarde forsætisráðherra, Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra, Kristján L. Möller samgönguráðherra og fulltrúar sveitarfélaganna fimm á Suðurnesjum, undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um samstarf um atvinnuþróun í nágrenni Keflavíkurflugvallar. Lesa meira

Samkomulag um að ríkissjóður leggi Glitni til nýtt hlutafé - 29.9.2008

Gert hefur verið samkomulag milli ríkisstjórnar Íslands og helstu eigenda Glitnis banka hf. að höfðu samráði við Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið um að ríkissjóður leggi bankanum til nýtt hlutafé. Lesa meira

Ræða forsætisráðherra á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York - 26.9.2008

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, flutti í dag ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York. Lesa meira

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna - 22.9.2008

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, taka þátt í svonefndri ráðherraviku allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna dagana 22. -  27. september nk. en 63. allsherjarþing S.þ. verður sett þriðjudaginn 23. september. Lesa meira

Blaðamannafundur forsætisráðherra og Museveni forseta Úganda í dag - 18.9.2008

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, á fund með Yoweri Kaguta Museveni, forseta Úganda, í Ráðherrabústaðnum í dag og að honum loknum verður haldinn blaðamannafundur þeirra kl. 12:15. Lesa meira

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, ávarpaði í dag ráðstefnu Alþjóðaorkumálaráðsins (World Energy Council) í Lundúnum - 16.9.2008

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, ávarpaði í dag ráðstefnu Alþjóðaorkumálaráðsins (World Energy Council) í Lundúnum og fjallaði um árangur Íslands í nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa. Lesa meira

Ríkisráðsfundur á Bessastöðum - 16.9.2008

Ríkisráð Íslands hefur verið kvatt saman á Bessastöðum föstudaginn 19. september n.k. kl. 10.30.

Lesa meira

Árétting vegna umfjöllunar um bætur til fyrrverandi vistmanna á Breiðavíkurheimilinu - 5.9.2008

Að gefnu tilefni skal áréttað að á fundi sem forsætisráðuneytið og Viðar Már Matthíasson prófessor áttu með stjórn Breiðavíkursamtakanna og lögmanni þeirra 11. ágúst sl. kom fram að til stæði að leggja frumvarp um bótagreiðslur fyrir ríkisstjórn á næstu vikum. Lesa meira

Yfirlýsing vegna umfjöllunar um bætur til fyrrverandi vistmanna á Breiðavíkurheimilinu - 4.9.2008

Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um hugsanlegar bætur til fyrrverandi vistmanna á Breiðavíkurheimilinu vill forsætisráðuneytið taka eftirfarandi fram: Lesa meira

Frá forsætisráðherra vegna andláts herra Sigurbjörns Einarssonar biskups - 28.8.2008

Með herra Sigurbirni Einarssyni biskupi er genginn mikilhæfur trúarleiðtogi og djúpvitur hugsuður, Lesa meira

Opinber heimsókn forsætisráðherra til Grikklands hófst í dag - 28.8.2008

Opinber heimsókn Geirs H. Haarde forsætisráðherra til Grikklands hófst í Alþenu í dag og er miðborgin prýdd íslenskum fánum af því tilefni. Lesa meira

Opinber heimsókn forsætisráðherra til Albaníu - 26.8.2008

Opinber heimsókn Geirs H. Haarde forsætisráðherra til Albaníu hófst í morgun með fundi hans og Sali Berisha, forsætisráðherra. Lesa meira

Heimsóknir forsætisráðherra til Albaníu og Grikklands - 25.8.2008

Geir H. Haarde, forsætisráðherra fer í opinbera heimsókn til Albaníu dagana 25. - 27. ágúst nk. Lesa meira

Josep Parry, forsætisráðherra Nevis (hluti eyríkisins St. Kitts & Nevis) verður í heimsókn á Íslandi dagana 17. - 20. ágúst nk. - 15.8.2008

Josep Parry, forsætisráðherra Nevis (hluti eyríkisins St. Kitts & Nevis) verður í heimsókn á Íslandi dagana 17. - 20. ágúst nk. og mun m.a. snæða hádegisverð með Geir H. Haarde, forsætisráðherra. Lesa meira

Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um uppbyggingu hjúkrunarheimila - 12.8.2008

Um síðastliðin áramót var gerð breyting á lögum um málefni aldraðra í samræmi við breytta verkaskiptingu ráðuneyta. Samkvæmt lögunum fer félags- og tryggingamála-ráðuneytið með yfirstjórn öldrunarmála, þ.m.t. uppbyggingu hjúkrunarrýma, en heilbrigðisráðuneytið fer með yfirstjórn heilbrigðisþjónustu við aldraða. Lesa meira

Forsætisráðherra í sumarleyfi - 21.7.2008

Geir H. Haarde forsætisráðherra verður erlendis í sumarleyfi frá 21. til 31. júlí. Lesa meira

Tryggvi Þór Herbertsson, hagfræðingur, hefur verið ráðinn tímabundið til forsætisráðuneytisins. - 18.7.2008

Tryggvi Þór Herbertsson, hagfræðingur, hefur verið ráðinn tímabundið til forsætisráðuneytisins til að sinna ráðgjöf í efnahagsmálum, einkum á sviði peninga- og fjármálamarkaðar. Lesa meira

Starfshópur um endurreisnarstarf vegna jarðskjálftanna á Suðurlandi 29. maí s.l. - 4.7.2008

Ríkisstjórnin hefur ákveðið, að tillögu forsætisráðherra og dóms- og kirkjumálaráðherra, að setja á laggirnar starfshóp ráðuneyta sem ætlað er að vinna náið með fulltrúum sveitarstjórna á jarðskjálftasvæðunum á Suðurlandi við að meta hvernig fara skuli með ótryggð tjón einstaklinga og fyrirtækja svo og hvernig haga skuli fjárhagslegum stuðningi við sveitarfélög, m.a. vegna endurreisnarstarfsins. Lesa meira

Jafnréttissjóður - 29.6.2008

Starfræktur er sérstakur rannsóknarsjóður, Jafnréttissjóður, og er tilgangur hans að efla kynjarannsóknir og stuðla þannig að bættri stöðu kvenna og karla og framgangi jafnréttis. Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Jafnréttissjóði. Lesa meira

Viðtal við forsætisráðherra á vef Economist - 27.6.2008

Tímaritið Economist hefur sett viðtal við Geir H. Haarde forsætisráðherra á heimasíðu sína undir dálki sem heitir Certain Ideas of Europe.

Lesa meira

Þjóðhátíðarsjóður - 26.6.2008

Þjóðhátíðarsjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum vegna ársins 2009.

Lesa meira

Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á fasteigna- og fjármálamarkaði - 19.6.2008

Mjög hefur hægt á veltu á fasteignamarkaði á yfirstandandi ári. Fasteignamarkaðurinn er mikilvægur hluti af hagkerfinu og veruleg kólnun hans myndi magna efnahagssamdrátt almennt og koma niður á íbúðarkaupendum og íbúðareigendum. Lesa meira

Ríkisstjórnin styrkir vistaksturskennslu - 18.6.2008

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að styrkja evrópuverkefni í vistaksturskennslu. Aðrir bakhjarlar verkefnisins verða Toyota á Íslandi og Vátryggingafélag Íslands (VÍS). Lesa meira

Sumarfundur forsætisráðherra Norðurlanda - 16.6.2008

Geir H. Haarde forsætisráðherra situr árlegan sumarfund forsætisráðherra Norðurlanda í dag, mánudaginn 16. júní.

Lesa meira

Björgvin G. Sigurðsson nýr samstarfsráðherra Norðurlanda - 11.6.2008

Á fundi ríkisstjórnarinnar 10. júní var Björgvin G. Sigurðssyni, viðskiptaráðherra, falið að fara með norræn samstarfsmál af hálfu ríkisstjórnarinnar. Lesa meira

Skýrsla nefndar um atvinnu og samfélag á Norðurlandi vestra - 10.6.2008

Nefnd sem forsætisráðherra skipaði þann 4. janúar 2008 til að fjalla um leiðir til að styrkja atvinnulíf og samfélag á Norðurlandi vestra hefur lokið störfum og skilað skýrslu með margvíslegum tillögum.

Lesa meira

Skýrsla nefndar um atvinnu og samfélag á Norðurlandi eystra og Austurlandi - 10.6.2008

Nefnd sem forsætisráðherra skipaði þann 23. janúar 2008 til að fjalla um leiðir til að styrkja atvinnulíf og samfélag í fámennum byggðarlögum á Norðurlandi eystra og Austurlandi sem eiga undir högg að sækja í atvinnulegu tilliti hefur lokið störfum og skilað skýrslu með margvíslegum tillögum.

Lesa meira

Heimsókn forsætisráðherra á Keflavíkurflugvöll - 9.6.2008

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, heimsækir í dag sveit franska flughersins á Keflavíkurflugvelli sem nú gegnir loftrýmiseftirliti við Ísland. Lesa meira

Leiðtogafundur Eystrasaltráðsins í Riga 3. - 4. júní 2008 - 4.6.2008

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sat leiðtogafund Eystrasaltsráðsins í Riga 3. - 4. júní. Á fundinum var fjallað almennt um svæðisbundna samvinnu í Evrópu, umbætur á skipulagi Eystrasaltsráðsins og framtíð þess og gerð grein fyrir stefnumótun Evrópusambandsins vegna Eystrarsaltssvæðisins.

Lesa meira

Samningur Kolviðar við forsætisráðuneytið um kolefnisbindingu vegna bílaflota ríkisins - 27.5.2008

Undirritaður hefur verið samningur milli forsætisráðuneytisins og Kolviðar um kolefnisbindingu vegna losunar koldíoxíðs frá vélknúnum ökutækjum í eigu ríkisins fyrir árið 2008. Lesa meira

Eitt ár frá undirritun stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar - 22.5.2008

Á morgun föstudaginn 23. maí er eitt ár liðið frá undirritun stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Lesa meira

Yfirlýsing Geirs H. Haarde, forsætisráðherra - 16.5.2008

Ríkisstjórnin og Seðlabanki Íslands hafa að undanförnu undirbúið margvíslegar aðgerðir til að styrkja aðgang Seðlabankans að erlendu lausafé og efla traust á íslenskt fjármálakerfi og efnahagslíf. Lesa meira

Stefna ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið - 7.5.2008

Geir H. Haarde forsætisráðherra kynnir UT-stefnu

Ríkisstjórnin gaf í dag út nýja stefnu um upplýsingasamfélagið og var hún kynnt í fyrsta sinn á UT-ráðstefnunni sem haldin var í tilefni dags upplýsingatækninnar.

Lesa meira

Nýtt erindisbréf nefndar sem kannar starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn - 6.5.2008

Á fundi nefndar sem ætlað er að kanna starfsemi vist- og meðferðarheimlia fyrir börn, 29. apríl síðast liðinn, var ákveðið að átta stofnanir skyldu sæta könnun nefndarinnar samkvæmt lögum nr. 26/2007. Lesa meira

Úthlutun úr sjóðnum Þjóðhátíðargjöf Norðmanna 2008 - 2.5.2008

Úthlutað hefur verið styrkjum þessa árs úr sjóðnum Þjóðhátíðargjöf Norðmanna. Norska Stórþingið samþykkti í tilefni ellefu alda afmælis Íslandsbyggðar 1974 að færa Íslendingum eina milljón norskra króna að gjöf í ferðasjóð.

Lesa meira

Netríkið Ísland í brennidepli á UT-deginum - 30.4.2008

Dagur upplýsingatækninnar verður haldinn 7. maí næstkomandi á vegum forsætisráðuneytisins. Á ráðstefnu sem haldin verður á Hilton Nordica af því tilefni verður fjallað um mikilvæg verkefni sem fyrirhugað er að hrinda í framkvæmd á næstu árum.

Lesa meira

Opinber heimsókn Matti Vanhanen forsætisráðherra Finnlands - 28.4.2008

Í dag verður haldinn fundur Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, og Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands, í Ráðherrabústaðnum kl. 16.50. Lesa meira

Aðalfundur Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar - 25.4.2008

Aðalfundur Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar ehf. var haldinn á skrifstofu félagsins í Reykjanesbæ 23. apríl síðastliðinn. Lesa meira

Fundur forsætisráðherra með Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands - 24.4.2008

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, átti í dag fund í Lundúnum með Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands. Lesa meira

Fundur forsætisráðherra með David Cameron, leiðtoga breska Íhaldsflokksins - 22.4.2008

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, og David Cameron, leiðtogi breska Íhaldsflokksins.
Geir H. Haarde, forsætisráðherra, átti í dag fund með David Cameron, leiðtoga breska Íhaldsflokksins, og William Hague, talsmanns flokksins í utanríkismálum. Lesa meira

Ný stefna um upplýsingasamfélagið 2008-2012 - 22.4.2008

Á fundi ríkisstjórnarinnar nú í morgun var samþykkt ný stefna um upplýsingasamfélagið fyrir árin 2008-2012.

Lesa meira

Fundir forsætisráðherra í Bretlandi - 21.4.2008

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, mun eiga fund með Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, í Lundúnum nk. fimmtudag. Lesa meira

Ávarp forsætisráðherra á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins - 18.4.2008

Ávarp Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins 18. apríl 2008. Lesa meira

Fyrirlestur forsætisráðherra í St. John's - 18.4.2008

Geir H. Haarde forsætisráðherra flutti fyrirlestur í Memorial-háskólanum í St. John's á Nýfundnalandi í Kanada þriðjudaginn 15. apríl sl. Fyrirlesturinn, sem kenndur er við John Kenneth Galbraith, er árlegur viðburður við háskólann. Lesa meira

Styrkir til atvinnulegrar endurhæfingar - 18.4.2008

Samningateymi á vegum forsætisráðuneytis, félags- og tryggingamálaráðuneytis, heilbrigðisráðuneytis og menntamálaráðuneytis auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki til atvinnulegrar endurhæfingar Lesa meira

Fundur forsætisráðherra Íslands og Kanada - 17.4.2008

Geir H. Haarde forsætisráðherra og Stephen Harper forsætisráðherra Kanada
Ísland og Kanada undirbúa gerð tvíhliða samkomulags um samstarf í öryggis- og varnarmálum. Lesa meira

Fundur Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, og Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada, á morgun - 16.4.2008

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, mun eiga fund með Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada, í Ottawa nk. fimmtudag í boði þess síðarnefnda.

Lesa meira

Samkomulag um tvíhliða samstarf Íslands og Nýfundnalands og Labrador - 14.4.2008

Geir H. Haarde og Danny Williams við undirritun samkomulagsins.  Á milli forsætisráðherranna er David Dempster, prótókollmeistari hjá ríkisstjórn Nýfundnalands og Labrador.

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, og Danny Williams, forsætisráðherra Nýfundnalands og Labrador, undirrituðu í dag í St. John´s samkomulag um tvíhliða samstarf Íslands og þessa nágrannafylkis okkar í Kanada.

Lesa meira

Upplýsingar um ferðir forsætisráðherra til Rúmeníu, Norður-Svíþjóðar og Nýfundnalands - 8.4.2008

Forsætisráðherra og utanríkisráðherra sátu leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Búkarest 2. til 4. apríl. Til fararinnar var leigð þota af gerðinni Dornier 328-310ER af flugfélaginu IceJet. Upphaflega stóð til að úr forsætisráðuneyti færi forsætisráðherra, eiginkona hans, aðstoðarmaður og tveir embættismenn. Frá utanríkisráðuneyti stóð til að færu utanríkisráðherra, aðstoðarmaður og þrír embættismenn. Lesa meira

Norrænn leiðtogafundur um áskoranir hnattvæðingar - 8.4.2008

Geir H. Haarde forsætisráðherra sækir norrænan leiðtogafund um sameiginleg viðbrögð Norðurlanda við áskorunum hnattvæðingar. Fredrik Reinfeldt forsætisráðherra Svíþjóðar býður til fundarins sem verður haldinn á Riksgränsen í norðanverðri Svíþjóð dagana 8.-9. apríl.

Lesa meira

Skýrsla nefndar um ímynd Íslands - 7.4.2008

Nefnd sem forsætisráðherra skipaði um ímynd Íslands í nóvember 2007 skilaði skýrslu sinni í dag. Verkefni nefndarinnar var að gera úttekt á skipan ímyndarmála Íslands í dag, móta stefnu Íslands í þessum málaflokki og leggja fram tillögur að skipulagi ímyndarmála og aðgerðum til að styrkja ímynd Íslands.

Lesa meira

Styrkveitingar Grænlandssjóðs 2008 - 7.4.2008

Úthlutað hefur verið styrkjum þessa árs úr Grænlandssjóði. Sjóðurinn er starfræktur í samræmi við lög nr. 102/1980 til að veita styrki til kynnisferða, námsdvalar, listsýninga, íþróttasýninga og annarra málefna á sviði lista, vísinda og tæknimála, er eflt geta samskipti Grænlendinga og Íslendinga.

Lesa meira

Ferðir forsætisráðherra á næstunni - 6.4.2008

Forsætisráðherra sækir fund norrænu forsætisráðherranna um alþjóðavæðingu og áhrif hennar í bænum Riksgränsen í Norður-Svíþjóð dagana 8.-9. apríl. Fundinn sækir einnig viðskiptaráðherra sem staðgengill samstarfsráðherra Norðurlanda, auk starfsmanna. Lesa meira

Leiðtogafundi NATO í Búkarest lokið - 4.4.2008

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, tóku þátt í leiðtogafundi NATO sem lauk í dag í Búkarest. Lesa meira

Fréttatilkynning frá forsætis- og utanríkisráðuneyti - 2.4.2008

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins sem fer fram í Búkarest í Rúmeníu dagana 2.- 4. apríl. Lesa meira

Fundur forsætisráðherra og utanríkisráðherra með nefnd um þróun Evrópumála - 1.4.2008

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, áttu í dag fund með nýskipaðri nefnd um þróun Evrópumála. Lesa meira

Ræða forsætisráðherra á ársfundi Seðlabanka Íslands - 28.3.2008

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, flutti í dag ræðu á ársfundi Seðlabanka Íslands. Þar sagði hann meðal annars: Allt bendir til að lokið sé að sinni mikilli uppsveiflu í íslensku efnahagslífi. ...Gangi spár eftir mun því augljóslega slá verulega á þenslu í efnahagslífinu og hagkerfið leita jafnvægis á ný eftir ár mikillar uppbyggingar.

Lesa meira

Auglýsing um framboð og kjör forseta Íslands - 26.3.2008

Forsætisráðuneytið hefur í dag látið birta svofellda auglýsingu um framboð og kjör forseta Íslands:

Kjör forseta Íslands skal fara fram laugardaginn 28. júní 2008.

Lesa meira

Forsætisráðherra Geir H. Haarde hélt í dag ræðu á fundi fastafulltrúa frönskumælandi aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna - 14.3.2008

Forsætisráðherra Geir H. Haarde hélt í dag ræðu á fundi fastafulltrúa frönskumælandi aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna ( La Francophonie) til kynningar á framboði Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.

Lesa meira

Forsætisráðherra, Geir H. Haarde flutti ræðu á árlegri ráðstefnu Íslensk- ameríska viðskiptaráðsins í New York í dag - 13.3.2008

Í ræðunni fjallaði hann um stöðu íslenskra efnahagsmála og þær miklu breytingar sem orðið hefðu á allri umgjörð efnahagsmála síðustu 15 ár. Lesa meira

Stefna um frjálsan og opinn hugbúnað - 11.3.2008

Verkefnisstjórn um rafræna stjórnsýslu í forsætisráðuneyti vann að mótun stefnu um frjálsan og opinn hugbúnað. Stuðst var meðal annars við skýrslu um opinn hugbúnað sem gerð var fyrir forsætisráðuneytið 2005, stefnur annarra þjóða og margvíslegt efni frá Evrópusambandinu. Haft var samráð við hagsmunaaðila og var stefnan síðan samþykkt í verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagið. Ríkisstjórnin samþykkti stefnuna 11. mars 2008.

Lesa meira

Skýrsla samstarfsráðherra 2007 - 3.3.2008

Skýrsla samstarfsráðherra, Össurar Skarphéðinssonar, um störf Norrænu ráðherranefndarinnar 2007 er komin út.

Lesa meira

Netspjall um mótun nýrrar stefnu um upplýsingasamfélagið - 28.2.2008

Opið samráð um áherslur í nýrri stefnu um upplýsingasamfélagið er hafið. Almenningur og hagsmunaaðilar geta komið sjónarmiðum sínum á framfæri með þátttöku í netspjalli til 19. mars nk. Lesa meira

Skýrsla um Breiðavíkurheimilið - 22.2.2008

Nefnd sem forsætisráðherra skipaði til að kanna starfsemi Breiðavíkurheimilisins á árunum 1952 til 1979 hefur skilað skýrslu. Forsætisráðherra skipaði nefndina 2. apríl 2007 samkvæmt heimild í lögum frá Alþingi nr. 26/2007 um könnun á starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn. Lesa meira

Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar 17. febrúar 2008 - 17.2.2008

Stöðugleiki í efnahagsmálum er meginmarkmið ríkisstjórnarinnar enda stuðlar hann að auknum hagvexti og velferð til langframa. Við núverandi aðstæður er afar mikilvægt að sköpuð séu skilyrði fyrir því að vaxtastig geti lækkað. Lesa meira

Nýr forstöðumaður Þjóðmenningarhúss - 13.2.2008

Forsætisráðherra hefur skipað Markús Örn Antonsson í embætti forstöðumanns Þjóðmenningarhúss frá 1. september 2008. Guðrún Garðarsdóttir staðgengill forstöðumanns mun gegna starfinu til 1. september. Lesa meira

Skýrsla starfshóps um málefni Keflavíkurflugvallar - 8.2.2008

Starfshópur fimm ráðuneyta um málefni Keflavíkurflugvallar hefur skilað af sér skýrslu til forsætisráðherra. Lesa meira

Nefnd um þróun Evrópumála - 31.1.2008

Í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hefur verið ákveðið að setja á laggirnar nefnd um þróun Evrópumála.

Lesa meira

Heimsókn forsætisráðherra til Lúxemborgar og Belgíu - 30.1.2008

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, heimsækir Lúxemborg og Belgíu í síðari hluta febrúar til viðræðna við forsætisráðherra ríkjanna. Lesa meira

Skipan nýs hagstofustjóra - 30.1.2008

Forsætisráðherra hefur skipað Ólaf Hjálmarsson, skrifstofustjóra, í embætti hagstofustjóra til næstu fimm ára frá 1. mars nk. Lesa meira

Umsækjendur um stöðu hagstofustjóra - 15.1.2008

Umsóknarfrestur um embætti hagstofustjóra rann út 10. janúar sl. Forsætisráðuneytinu bárust níu umsóknir um stöðuna. Lesa meira

Nefndir til að fjalla um leiðir til að styrkja atvinnulíf á svæðum með lítinn hagvöxt - 4.1.2008

Forsætisráðherra hefur ákveðið með samþykki ríkisstjórnarinnar að skipa tvær nefndir til að fjalla um leiðir til að styrkja atvinnulíf og samfélag á svæðum þar sem hagvöxtur er lítill. Lesa meira

Ný reglugerð um Stjórnarráð Íslands - 3.1.2008

Forseti Íslands hefur samkvæmt tillögu forsætisráðherra gefið út reglugerð nr. 177/2007 um Stjórnarráð Íslands sem gildir frá og með 1. janúar 2008. Lesa meira

Senda grein