Fréttasafn

Áramótaávarp forsætisráðherra 2010 - 31.12.2010

Áramótaávarp Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra 31. desember 2010

Áramótaávarp Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra 31. desember 2010.

Lesa meira

Ríkisráðsfundi á Bessastöðum 31. desember 2010 er lokið - 31.12.2010

Á fundi ríkisráðs á Bessastöðum í dag voru endurstaðfestar ýmsar afgreiðslur, sem fram höfðu farið utan ríkisráðsfundar.

Lesa meira

Ríkisráðsfundur á Bessastöðum 31. desember 2010 - 29.12.2010

Ríkisráð Íslands hefur verið kvatt saman á Bessastöðum föstudaginn 31. desember 2010, gamlársdag, kl. 09.30.

Lesa meira

Frumvarp til upplýsingalaga – aukinn upplýsingaréttur almennings - 15.12.2010

Forsætisráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til nýrra upplýsingalaga. Þar er gildissvið laganna víkkað út og látið ná til fyrirtækja í eigu ríkis og sveitarfélaga auk þess sem möguleikar almennings til að óska eftir upplýsingum eru rýmkaðir.

Lesa meira

ESA staðfestir gildi neyðarlaganna - 15.12.2010

Bráðabirgðaniðurstaða ESA um gildi neyðarlaganna hefur verið staðfest, fallist var á sjónarmið Íslands í máli lánardrottna íslensku bankanna. Forgangur sem innstæðum var veittur fær staðist og höfðu íslensk stjórnvöld rétt til að verja bankakerfið og almannaöryggi.

Lesa meira

Skýrsla nefndar um endurskoðun laga um Stjórnarráð Íslands - Samhent stjórnsýsla - 13.12.2010

Nefnd sem forsætisráðherra skipaði í desember árið 2009 og falið var það verkefni að gera tillögur um endurskoðun laga um Stjórnarráð Íslands, og eftir atvikum aðrar lagareglur sem lúta að starfsemi Stjórnarráðsins og stjórnsýslu hér á landi hefur nú skilað ráðherra lokaskýrslu sinni.

Lesa meira

Fyrsti fundur samráðshóps stjórnvalda og sveitarfélaga á Suðurnesjum - 7.12.2010

Föstudaginn 3. desember var haldinn fyrsti fundur hjá samráðshópi stjórnvalda og sveitarfélaga og hagsmunaaðila á Suðurnesjum. Fundurinn var haldinn í Reykjanesbæ.  Lesa meira

Góðgerðasamtök styrkt um 6 milljónir króna - 6.12.2010

Að tillögu forsætisráðherra samþykkti ríkisstjórnin á síðasta fundi sínum að ekki yrðu send jólakort innanlands í nafni einstakra ráðuneyta en að andvirðinu yrði varið til félagasamtaka sem aðstoða þá sem höllum fæti standa. Lesa meira

Úthlutun styrkja úr sjóðnum „Gjöf Jóns Sigurðssonar“ fyrir árið 2010 - 6.12.2010

Úthlutun styrkja úr sjóðnum „Gjöf Jóns Sigurðssonar“ fyrir árið 2010 er lokið. Að þessu sinni eru veittar 13 viðurkenningar, samtals 11.700.000 kr.

Lesa meira

Ríkisstjórnin mun hraða aðgerðum til að draga úr vægi verðtryggingar í íslensku efnahagslífi - 3.12.2010

Í tengslum við undirritun viljayfirlýsingar vegna skuldavanda heimilanna í dag var jafnframt gengið frá yfirlýsingu um verðtryggingu og lífeyrismál.

Lesa meira

Frítekjumark ellilífeyrisþega hækkað í áföngum 2013 - 2015 - 3.12.2010

Í tengslum við undirritun viljayfirlýsingar vegna skuldavanda heimilanna í dag var jafnframt undirrituð yfirlýsing um hækkun frítekjumarks ellilífeyrisþega í áföngum 2013 - 2015.

Lesa meira

Tímabundið afnám víxlverkana milli bóta almannatrygginga og greiðslna úr lífeyrissjóðum - 3.12.2010

Í tengslum við viljayfirlýsingu sem undirrituð var í dag um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna var undirrituð yfirlýsing um víxlverkun bóta almannatrygginga og lífeyrissjóða sem hefur verið vanda mál sem ríki og lífeyrissjóðir hafa glímt við í langan tíma. Lesa meira

Víðtækar aðgerðir vegna skulda- og greiðsluvanda heimilanna - 3.12.2010

Ríkisstjórnin hefur náð samkomulagi við lánastofnanir og lífeyrissjóði um víðtækar aðgerðir vegna skulda- og greiðsluvanda heimilanna. Aðgerðirnar byggja á umfangsmiklu samráði við hagsmunaaðila og sameiginlegri greiningu þeirra á umfangi vandans og mögulegum úrræðum til lausnar.

Lesa meira

Styrkveitingar Þjóðhátíðarsjóðs vegna ársins 2011 - 1.12.2010

Lokið er úthlutun styrkja úr Þjóðhátíðarsjóði 2010 vegna ársins 2011 sem jafnframt er síðasta almenna úthlutun sjóðsins.

Lesa meira

Frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum vegna sameiningar ráðuneyta - 30.11.2010

Forsætisráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna sameininga ráðuneyta sem samþykkt voru af Alþingi 9. september sl., sbr. lög nr. 121/2010.

Lesa meira

Ríkisstjórnin samþykkir 67 millj. kr. framlag vegna verkefna á gossvæðinu við Eyjafjallajökul og alls hefur því verið veitt 867,7 millj. kr. til verkefna á svæðinu. - 30.11.2010

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun 67 milljóna króna framlag til verkefna í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli og á Fimmvörðuhálsi. Lesa meira

Ný grundvallarstefna Atlantshafsbandalagsins og náið samstarf við Rússland - 20.11.2010

Leiðtogafundur NATO í Lissabon -  Angela Merkel kanslari Þýskalands, Julia Gillard forsætisráðherra Ástralíu og Jóhanna Sigurardóttir forsætisráðherra

Leiðtogaráð NATO samþykkti á fundum sínum 19.- 20. nóvember nýja grundvallarstefnu bandalagsins, sem unnið hefur verið að síðasta ár. Stefnunni er ætlað að gera störf NATO markvissari, hagkvæmari og auka samvinnu við alþjóðastofnanir og ríki utan bandalagsins.

Lesa meira

Forsætisráðherra á leiðtogafund NATO - 18.11.2010

Forsætisráðherra fór utan í dag vegna þátttöku í leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins, sem að þessu sinni er haldinn í Lissabon í Portúgal. Lesa meira

Skýrsla sérfræðingahóps um skuldavanda heimilanna - 10.11.2010

Á fundi samráðshóps ráðherra og stjórnarandstöðu þann 15. október var ákveðið að kalla saman vinnuhóp sérfræðinga ráðuneyta, lánastofnana og Hagsmunasamtaka heimilanna. Hópurinn hefur skilað niðurstöðum sínum.

Lesa meira

Ríkisstjórnarfundur í Reykjanesbæ afgreiðir fjölda mála sem nýtast Suðurnesjunum sérstaklega - 9.11.2010

Ríkisstjórnin hélt reglulegan fund sinn í morgun í Reykjanesbæ og er það í fyrsta sinn sem ríkisstjórn Íslands fundar á Suðurnesjum. Fyrir fundinn átti ríkisstjórnin fund með bæjar- og sveitarstjórum allra sveitarfélagana á Suðurnesjum þar sem farið var yfir stöðu mála á svæðinu, ekki síst atvinnumálin og lausnir á því mikla atvinnuleysi sem þar ríkir.

Lesa meira

Ríkisstjórnin fundar á Suðurnesjum - 8.11.2010

Reglulegur fundur ríkisstjórnarinnar á morgun, verður haldinn í Reykjanesbæ. Áður en ríkisstjórnarfundurinn hefst mun ríkisstjórnin eiga fund með bæjar- og sveitarstjórum á Suðurnesjum þar sem málefni Suðurnesja verða til umræðu.

Lesa meira

Fyrsta námskeið sinnar tegundar - 6.11.2010

Ráðherrar, aðstoðarmenn og ráðuneytisstjórar sátu námskeið í Kríunesi við Elliðavatn

Ráðherrar, aðstoðarmenn og ráðuneytisstjórar sátu námskeið í Kríunesi við Elliðavatn síðdegis í gær.

Lesa meira

Heimsókn yfirmanns herafla NATO - 5.11.2010

James G. Stavridis og Jóhanna Sigurðardóttir

Forsætisráðherra fundaði í dag með yfirmanni herafla Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Evrópu, James G. Stavridis.

Lesa meira

Norrænn forsætisráðherrafundur og umræður leiðtoga á Norðurlandaráðsþingi - 4.11.2010

Forsætisráðherrar Íslands, Noregs og Svíþjóðar

Norrænu forsætisráðherrarnir funduðu í Reykjavík 2. nóvember og áttu einnig fund með leiðtogum Færeyja, Grænlands og Álandseyja.

Lesa meira

Fundað með fulltrúum allra flokka um samstarf í atvinnumálum - 3.11.2010

Forsætisráðherra og fjármálaráðherra áttu í dag fund með fulltrúum stjórnarandstöðunnar um mótun samstarfsvettvangs um samstarfsáætlun í atvinnu- og vinnumarkaðsmálum í samræmi við samþykkt ríkisstjórnarinnar frá sl. föstudag.

Lesa meira

Samúðarkveðjur til Grænlendinga - 29.10.2010

Forsætisráðherra hefur í dag sent grænlensku þjóðinni samúðarkveðjur vegna fráfalls Jonathan Motzfeldt, fyrrverandi formanns landstjórnar Grænlands.

Lesa meira

Starfshópur um fækkun sjálfstæðra úrskurðarnefnda. - 29.10.2010

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að setja á fót starfshóp ráðuneyta undir forustu forsætisráðuneytisins sem falið verði að móta stefnu og semja viðmiðunarreglur um það í hvaða tilvikum sjálfstæðar úrskurðarnefndir eigi rétt á sér.

Lesa meira

Norrænir forsætisráðherrar funda í tengslum við Norðurlandaráðsþing - 29.10.2010

Fundur norrænna forsætisráðherra verður haldinn þriðjudaginn 2. nóvember í Reykjavík í tengslum við árlegt þing Norðurlandaráðs. Fundirnir fara fram á Grand Hótel þar sem þingið er haldið.

Lesa meira

Frumvarp til upplýsingalaga kynnt í ríkisstjórn - 29.10.2010

Forsætisráðherra kynnti í morgun á ríkisstjórnarfundi frumvarp til nýrra upplýsingalaga en endurskoðun þeirra var ákveðin í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Meðal helstu breytinga eru að lagt er til að gildissvið upplýsingalaga verði víkkað með þeim hætti að þau taki til einkaréttarlegra lögaðila sem eru í eigu hins opinbera að 75% hluta eða meira.

Lesa meira

Allir kallaðir að borðinu - 29.10.2010

Á ríkisstjórnarfundi í morgun var samþykkt tillaga forsætisráðherra um samstarfsáætlun í atvinnu- og vinnumarkaðsmálum með aðkomu allra stjórnmálaflokka. 

Lesa meira

Ríkisstjórnin styrkir Evrópumeistarana í Gerplu um þrjár milljónir - 29.10.2010

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að styrkja kvennalið Gerplu, nýkrýnda Evrópumeistara í hópfimleikum, um þrjár milljónir króna. Lesa meira

Ávarp forsætisráðherra á samfögnuði með kvennaliði Gerplu - 26.10.2010

Ávarp Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, 26. október í Gerðasafni í Kópavogi, þar sem haldin var móttaka til heiðurs kvennaliði Gerplu sem fyrir stuttu vann Evrópumeistaratitil í hópfimleikum.

Lesa meira

Ávarp forsætisráðherra á málþingi Umhyggju - 26.10.2010

Ávarp Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á málþingi Umhyggju, 25. október sl. Yfirskrift málþingsins var „Hver á þá að lækna mig?“

Lesa meira

Drög að nýjum upplýsingalögum - 26.10.2010

Starfshópur sem forsætisráðherra skipaði til að endurskoða upplýsingalög nr. 50/1996 hefur skilað af sér drögum að frumvarpi. Lesa meira

Ráðherranefnd um jafnréttismál fundar í forsætisráðuneytinu - 25.10.2010

Ráðherranefnd um jafnréttismál, hélt reglulegan fund í forsætisráðuneytinu föstudaginn 22. október sl. þar sem m.a. var rætt um aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn kynbundu ofbeldi og launamun kynjanna. Ráðherranefndin lýsir yfir stuðningi sínum við aðgerðir sameinaðrar kvennahreyfingar.

Lesa meira

Til hamingju Evrópumeistarar! - 24.10.2010

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hefur sent kvennaliði Gerplu í hópfimleikum hamingjuóskir með framúrskarandi og einstæðan árangur á Evrópumótinu í hópfimleikum sem fram fór í Malmö í Svíþjóð um helgina þar sem þær unnu til gullverðlauna.

Lesa meira

Ráðherrar á skólabekk - 22.10.2010

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu forsætisráðherra um að fela Stjórnsýsluskóla Stjórnarráðsins að skipuleggja fræðslu fyrir ráðherra og aðstoðarmenn þeirra um stjórnsýslu- og upplýsingarétt ásamt fræðslu um jafnréttismál og siðareglur.

Lesa meira

Styrktargreiðslum vegna tjóna af völdum jarðskjálftans á Suðurlandi 29. maí 2008 að ljúka - 20.10.2010

Með fjáraukalögum árið 2008 var veitt fjárveiting vegna afleiðinga jarðskjálftans sem varð á Suðurlandi 29. maí fyrir rúmum tveimur árum.

Lesa meira

Aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna - 20.10.2010

Ítarleg umræða um skuldavanda heimilanna fór fram á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Skuldavandi heimilanna og endurskoðun úrræða hefur verið forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar á undanförnum vikum. Lesa meira

Ríkisstjórn samþykkir styrk til Skottanna og setur upp kynjagleraugu - 15.10.2010

Ríkisstjórn með kynjagleraugu

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að styrkja landssöfnun Skottanna gegn kynferðisofbeldi um eina milljón króna.

Lesa meira

Traustið endurheimt – skipulag og starfsemi Stjórnarráðsins endurskoðuð - 14.10.2010

Nefnd um endurskoðun laga um Stjórnarráð Íslands boðar til málþings þriðjudaginn 19. október nk. í Háskólanum í Reykjavík við Nauthólsvík (sal Herkúles 5, 2. hæð). Málþingið hefst kl. 13:00 og stendur til kl. 16:30.

Lesa meira

Mikilvægt skref í átt að sameiginlegum lausnum um skuldavanda - 14.10.2010

Forsætisráðherra undirstrikaði á samráðsfundi í gær að úrlausn skuldavanda heimila og fyrirtækja sé ein mikilvægasta forsenda þess að hagvöxtur gæti farið að vaxa og endurreisn efnahagslífisins kæmist á góðan skrið.

Lesa meira

Fjórði fundur samráðshóps um skuldavanda heimilanna - 13.10.2010

Á fundinum var aðallega fjallað um nauðsynlegar aðgerðir til bregðast við bráðavanda þeirra heimila sem verst standa og fyrirhugaðar betrumbætur á fyrirliggjandi úrræðum heimila og fyrirtækja til lausnar á skuldavandanum. Lesa meira

Árangursríkur samráðsfundur ráðherra og þingnefnda um lausnir vegna skuldavanda - 13.10.2010

Á fundinum kom fjármálaráðherra fram með nýjar upplýsingar um skuldavanda heimilana, byggðar m.a. á skattframtölum liðins árs sem ráðherrann studdist við. Þar kemur m.a. fram að um 20% heimila skulda um 43% af veðtryggðum skuldum, þar sem veðsetningarhlutfall er hærra en fasteignamat viðkomandi eignar. Skuldir þessa heimila nema samtals um 125 milljörðum króna umfram fasteignamat.   Lesa meira

Fundur samráðshóps um skuldavanda heimilanna - 11.10.2010

Samráðsnefnd ríkisstjórnarinnar og fulltrúa stjórnarandstöðunnar um skuldavanda heimilanna hittist í þriðja sinn í morgun. Til fundarins mættu forsætisráðherra, fjármálaráðherra, félags- og tryggingamálaráðherra, dómsmála- og mannréttindaráðherra og fulltrúi efnahags- og viðskiptaráðuneytis auk fulltrúa Framsóknarflokks og Hreyfingarinnar og fóru yfir stöðu mála.

Lesa meira

Fjárlagafrumvarp 2011 - útgjöld forsætisráðuneytisins dragast saman um 8,3% eða 16% á tveimur árum - 8.10.2010

Heildargjöld forsætisráðuneytis samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2011 eru áætluð 903,9 m.kr. á rekstrargrunni að frádregnum sértekjum.

Lesa meira

Skýrsla forsætisráðherra um skuldavanda heimila og fyrirtækja og aðgerðir ríkisstjórnar. - 8.10.2010

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra gaf Alþingi munnlega skýrslu í gær um aðgerðir ríkisstjórnar vegna skuldavanda heimila og fyrirtækja.

Lesa meira

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar - 4.10.2010

Ríkisstjórnin áformar að flytja 216 mál á 139. löggjafarþinginu sem nú er nýhafið. Lesa meira

Stefnuræða forsætisráðherra - 4.10.2010

Í stefnuræðu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra sem hún flutti á Alþingi í kvöld, kom meðal annars fram að ríkisstjórnin mun áfram tryggja fólki rétt á að geta fengið frest á nauðungarsölu meðan unnið er að úrlausn mála viðkomandi einstaklinga hjá lánastofnunum. Ráðherra fór yfir það helsta sem framundan er á vettvangi ríkisstjórnarinnar og einnig hve miklu hefði verið áorkað undanfarin misseri.

Lesa meira

Forsætisráðherra býður Obama til Íslands - 30.9.2010

Michelle Obama, Jóhanna Sigurðardóttir og Barack Obama

Forsætisráðherra hefur með formlegum hætti boðið forseta Bandaríkjanna, Barack Obama að sækja Ísland heim til að efla enn frekar góð samskipti landanna. 

Lesa meira

Stjórnsýsluskóli Stjórnarráðsins hefur göngu sína - 30.9.2010

Jóhann Sigurðardóttir með fyrstu nemendum Stjórnsýsluskóla stjórnarráðsins í tröppum ráðherrabústaðarins við Tjarnargötu

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra setti Stjórnsýsluskóla stjórnarráðsins í morgun í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu.

Lesa meira

Ríkisráðsfundur á Bessastöðum 29. september 2010 - 28.9.2010

Reglulegur fundur ríkisráðs Íslands verður haldinn á Bessastöðum á morgun, miðvikudaginn 29. september kl. 14.00. Lesa meira

Vinnuhópur um tilhögun rafrænna samskipta opinberra aðila við einstaklinga og lögaðila - 27.9.2010

Forsætisráðuneytið skipaði í júní sl. vinnuhóp um tilhögun rafrænna samskipta opinberra aðila við einstaklinga og lögaðila. Í mörgum löndum Evrópu hefur verið komið upp rafrænum vettvangi til að halda utan um samskipti opinberra aðila við einstaklinga og lögaðila.

Lesa meira

Forsætisráðherra gerist meðlimur í ráði kvenleiðtoga - 24.9.2010

Jóhanna Sigurðardóttir ræðir við Ellen Johnson Sirleaf, forseta Líberíu við upphaf ráðstefnu kvenleiðtoga.

Forsætisráðherra tók í gær þátt í ráðstefnu kvenleiðtoga, þar sem yfirskriftin var „Konur sem mikilvægt afl í lýðræðislegri stjórnsýslu“.

Lesa meira

Ræða forsætisráðherra á leiðtogaráðstefnu um þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna. - 22.9.2010

Forsætisráðherra ávarpar leiðtogaráðstefnuna um þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Forsætisráðherra ávarpaði í dag leiðtogaráðstefnuna um þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem haldin er við upphaf allsherjarþingsins í New York.

Lesa meira

Forsætisráðherra á leiðtogaráðstefnu um þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna í New York - 21.9.2010

Forsætisráðherra ávarpar á morgun leiðtogaráðstefnu um þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem haldin er í New York.

Lesa meira

Forsætisráðherra fundar með Ivan Gasparovic forseta Slóvakíu - 20.9.2010

Jóhanna Sigurðardóttir og Ivan Gasparovic

Forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, tók í dag á móti forseta Slóvakíu, Ivan Gasparovic í heimsókn hans til Íslands.

Lesa meira

Skýrsla nefndar um orku- og auðlindamál - 17.9.2010

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun skýrslu nefndar um orku- og auðlindamál sem skipuð var til að meta lögmæti kaupa fyrirtækisins Magma Energy á eignarhlutum HS Orku hf. og starfsumhverfi orkugeirans hér á landi. Lesa meira

Könnun á starfsemi heimavistarskólans að Jaðri, vistheimilanna Reykjahlíðar og Silungapolls - 15.9.2010

Nefnd sem forsætisráðherra skipaði á grundvelli laga nr. 26/2007 hefur skilað af sér áfangaskýrslu númer tvö, þar sem fjallað er um starfsemi vistheimilisins Silungapolls á árunum 1950-1969, vistheimilisins Reykjahlíðar á árunum 1956-1972 og heimavistarskólans að Jaðri á árunum 1946-1973.

Lesa meira

Forsætisráðherra fagnar skýrslu þingmannanefndar - 14.9.2010

Í ræðu sinni á Alþingi í morgun lýsti Jóhanna Sigurðardóttir ánægju með að skýrsla þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sé komin fram.

Lesa meira

Umbætur í stjórnsýslunni í farvegi - 14.9.2010

Í skýrslu þingmannanefndar er fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis koma fram ábendingar er varða forsætisráðuneytið, ríkisstjórn, stjórnarráðið og stjórnsýsluna í heild um hvað megi betur fara í þeim ranni. Ýmis vinna við úrbætur er þegar hafin eða komin langt á leið.

Lesa meira

Breytingar á lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og upplýsingaskyldu þeirra samþykkt á Alþingi - 10.9.2010

Alþingi hefur samþykkt frumvarp til laga um breytingar á lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra. Lögin taka gildi 1. október 2010. Lesa meira

Breytingar á stjórnarráði Íslands samþykktar á Alþingi - 10.9.2010

Frumvarp forsætisráðherra um breytingar á stjórnarráði Íslands var samþykkt sem lög frá Alþingi í gær. Lögin taka gildi um áramót en undirbúningur breytinganna er þegar hafinn. Lesa meira

Aukið samstarf Færeyja og Íslands á sviði jafnréttismála o.fl. - 8.9.2010

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Kaj Leo Johannessen lögmaður Færeyja

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Kaj Leo Johannessen, lögmaður Færeyja, funduðu í dag í Færeyjum og undirrituðu við það tækifæri viljayfirlýsingu um aukið samstarf forsætisráðuneytanna.

Lesa meira

Forsætisráðherra í heimsókn til Færeyja - 6.9.2010

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra fer í dag í opinbera heimsókn til Færeyja. Lesa meira

Munnleg skýrsla forsætisráðherra um störf og stefnu ríkisstjórnarinnar - 2.9.2010

Jóhanna Sigurðardóttir flutti Alþingi munnlega skýrslu í dag um störf og stefnu ríkisstjórnarinnar. Í máli hennar kom meðal annars fram að helstu hagvísar benda til þess að algjör viðsnúningur hafi orðið í íslensku efnahagslífi. Lesa meira

Yfirlýsing formanna stjórnarflokkanna í tilefni af breytingum á ríkisstjórn - 2.9.2010

Ríkisstjórnarsamstarf Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hefur reynst árangursríkt og sögulegt á margan hátt. Á þeim 19 mánuðum sem flokkarnir hafa starfað saman hefur tekist að framkalla viðsnúning í efnahagslífi landsins.

Lesa meira

Frá ríkisráðsritara - 2.9.2010

Á fundi ríkisráðs á Bessastöðum í dag var, að tillögu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, fallist á að gera breytingar á skipan ríkisstjórnar Íslands.

Lesa meira

Sigurður Snævarr hefur störf sem ráðgjafi á sviði efnahags- og atvinnumála - 1.9.2010

Forsætisráðherra hefur ráðið Sigurð Snævarr, hagfræðing, í stöðu ráðgjafa á sviði efnahags- og atvinnumála og hefur hann störf í dag. Lesa meira

Ríkisráð kvatt saman á Bessastöðum 2. september - 1.9.2010

Ríkisráð Íslands hefur verið kvatt saman á Bessastöðum fimmtudaginn 2. september n.k. kl. 11.30. Lesa meira

Ríkisstjórnin veitir styrk vegna kvennafrídagsins 2010 - 1.9.2010

Ríkisstjórnin hefur í tilefni af kvennafrídeginum 24. október 2010 samþykkt að veita átta milljónir króna af ráðstöfunarfé sínu til Skottanna, regnhlífarsamtaka félaga og samtaka innan kvennahreyfingarinnar hér á landi, til að undirbúa viðburði í tengslum við daginn. Lesa meira

Auknar gæðakröfur til stjórnarfrumvarpa - 20.8.2010

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun endurskoðaðar reglur um undirbúning og meðferð stjórnarfrumvarpa ásamt gátlista. Reglurnar eru ítarlegri en áður og er gert ráð fyrir aukinni eftirfylgni með þeim af hálfu forsætisráðuneytisins.

Lesa meira

Stjórnsýsluskóli Stjórnarráðsins - 20.8.2010

Forsætisráðuneytið hefur ákveðið að efla endurmenntun og þjálfun starfsmanna ráðuneytanna með því að setja á fót Stjórnsýsluskóla Stjórnarráðsins.

Lesa meira

Útför Benedikts Gröndal - 11.8.2010

Útför Benedikts Gröndal, fyrrverandi forsætisráðherra, fer fram á vegum ríkisins næstkomandi föstudag 13. ágúst kl. 13 frá Dómkirkjunni í Reykjavík.

Lesa meira

Breyting á áður tilkynntri skipan nefndar vegna orku- og auðlindamála - 9.8.2010

Eftir að forsætisráðuneytið birti tilkynningu 3. ágúst sl. um skipun nefndar til að meta lögmæti kaupa fyrirtækisins Magma Energy Sweden AB á eignarhlutum í HS Orku ehf. og starfsumhverfi orkugeirans hér á landi bárust ráðuneytinu ábendingar um hugsanlegt vanhæfi eins nefndarmanns, þ.e. Sveins Margeirssonar.

Lesa meira

Forsætisráðherra var heiðursgestur á Íslendingahátíðinni í Gimli - 5.8.2010

Forsætisráðherra var heiðursgestur á Íslendingahátíðinni í Gimli, Manitoba sem haldin var í byrjun vikunnar. Jafnframt var forsætisráðherra heiðursgestur á Íslendingahátíð í Mountain, Norður-Dakóta.

Lesa meira

Forsætisráðherra skipar nefnd vegna orku- og auðlindamála - 3.8.2010

Forsætisráðherra hefur skipað nefnd sem skal meta lögmæti kaupa fyrirtækisins Magma Energy á eignarhlutum í HS Orku og starfsumhverfi orkugeirans hér á landi.

Lesa meira

Forsætisráðherra fundar með Greg Selinger, forsætisráðherra Manitoba - 30.7.2010

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Greg Selinger forsætisráðherra Manitoba í Kanada

Forsætisráðherra átti í dag fund með Greg Selinger, forsætisráðherra Manitoba í Kanada. Forsætisráðherrarnir ræddu m.a. um menningarleg samskipti og möguleika í ferðaþjónustu og viðskiptum.

Lesa meira

Forsætisráðherra heiðursgestur á Íslendingahátíðum í Gimli og Mountain - 29.7.2010

Forsætisráðherra verður heiðursgestur á Íslendingahátíðum í Kanada og Bandaríkjunum dagana 30. júlí – 2. ágúst næstkomandi. Íslendingahátíð er nú haldin í 111. sinn í Mountain, Norður-Dakóta og í 121. sinn í Gimli í Manitoba.

Lesa meira

Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar vegna orku- og auðlindamála - 27.7.2010

Stjórnarflokkarnir eru sammála um mikilvægi þess að standa vörð um sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum sínum í samræmi við ákvæði samstarfsyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og sérstaka yfirlýsingu hennar um orkumál frá 18. maí 2010 þar sem m.a. kemur fram að ekki verði á starfstíma ríkisstjórnarinnar hróflað við eignarhaldi ríkisins á orkufyrirtækjum og unnið að því að ákvæði um sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum verði tekið upp í stjórnarskrá.

Lesa meira

Hvatningarátakinu „Allir vinna“ hrundið af stað - 7.7.2010

Hvatningarátakinu

Í dag, 7. júlí verður formlega hrundið af stað hvatningarátaki  sem stjórnvöld, í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins, efna til í sumar.

Lesa meira

Yfirlýsing ríkisstjórnar vegna tilmæla Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins - 30.6.2010

Ríkisstjórnin virðir sjálfstæði Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins og ber fullt traust til þessara stofnana við að sinna lögbundnu hlutverki sínu.

Lesa meira

Fjárframlög vegna viðbragða í kjölfar eldgosa í Eyjafjallajökli og á Fimmvörðuhálsi - 28.6.2010

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum síðastliðinn föstudag að veita 791,7 milljónir króna til endurreisnar og vegna neyðaraðgerða í kjölfar eldgosanna í Eyjafjallajökli og á Fimmvörðuhálsi. Lesa meira

Hvatningarátak - viðhald, verslun og þjónusta innanlands sumarið 2010 - 25.6.2010

Stjórnvöld í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins efna til hvatningarátaks í þágu innlendrar atvinnustarfsemi, framleiðslu, verslunar og þjónustu. Lesa meira

Minningarár Jóns Sigurðssonar - 17.6.2010

Í dag, 17. júní, kynnti afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar niðurstöður í samkeppnum um afmælismerki, frímerki og um sýningu á Hrafnseyri. Við sama tækifæri var vefurinn jonsigurdsson.is opnaður og samkeppni um minjagripi og handverk var hleypt af stokkunum.

Lesa meira

Mælt fyrir frumvarpi til laga um breytingar á Stjórnarráði Íslands - 16.6.2010

Í frumvarpinu er lagt til að ráðuneytum verði fækkað úr 12 í 9. Markmiðið með breytingunum er að endurskipuleggja ráðuneyti í því skyni að gera þjónustu hins opinbera við almenning og atvinnulíf eins góða og kostur er með þeim fjármunum sem til ráðstöfunar eru hverju sinni.

Lesa meira

Frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslur samþykkt sem lög - 16.6.2010

Í lögunum er kveðið á um framkvæmd og tilhögun þjóðaratkvæðagreiðslu hvort sem um er að ræða þjóðaratkvæðagreiðslur sem skylt er að halda samkvæmt ákvæðum stjórnarskrárinnar eða ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslur sem Alþingi ályktar að efnt verði til. Lesa meira

Kosið verður til stjórnlagaþings í haust - 16.6.2010

Alþingi hefur samþykkt frumvarp forsætisráðherra um stjórnlagaþing. Samkvæmt lögunum verður kosið til stjórnlagaþings eigi síðar en 30. október nk. Lesa meira

Viðburðadagskrá vegna 200 ára fæðingarafmælis Jóns Sigurðssonar - 16.6.2010

Viðburðadagskrá vegna 200 ára fæðingarafmælis Jóns Sigurðssonar forseta verður kynnt í Ráðhúsi Reykjavíkur 17. júní 2010 kl. 14:00.

Lesa meira

Hátíðarhöld á 17. júní - 16.6.2010

Hátíðarhöld á 17. júní hefjast með guðsþjónustu í Dómkirkjunni kl. 10:30. Að lokinni guðsþjónustu verður hátíðardagskrá á Austurvelli.

Lesa meira

Frumvarp um siðareglur samþykkt samhljóða á Alþingi - 16.6.2010

Frumvarpið gerir ráð fyrir að settar verði almennar siðareglur fyrir alla ríkisstarfsmenn en jafnframt muni forsætisráðherra staðfesta sértækari siðareglur fyrir ráðherra annars vegar og starfsmenn Stjórnarráðs Íslands hins vegar. Lesa meira

Áfangaskýrsla nefndar um endurskoðun á lögum um Stjórnarráð Íslands - 15.6.2010

Nefnd um endurskoðun á lögum um Stjórnarráð Íslands hefur skilað áfangaskýrslu. Þar eru settar fram ýmsar tillögur er lúta að innri starfsháttum Stjórnarráðsins og leiðum til þess að bæta og styrkja mannauðs- og þekkingarstjórnun innan þess. Lesa meira

Frumvarp til laga um breytingar á Stjórnarráði Íslands - 11.6.2010

Stjórnarráðshúsið við Lækjartorg

Forsætisráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um Stjórnarráð Íslands.

Lesa meira

Fundur forsætisráðherra með kínverskri sendinefnd undir forystu He Guoqiang - 9.6.2010

Forsætisráðherra tók í morgun á móti He Guoqiang, miðstjórnarmanni í kínverska kommúnistaflokknum, ásamt sendinefnd fulltrúa ýmissa stjórnvalda í Kína. Lesa meira

Yfirlýsing forsætisráðherra um launamál seðlabankastjóra - 6.6.2010

Í tilefni af misvísandi fréttaflutningi í fjölmiðlum, þar sem mál eru slitin úr samhengi, vill forsætisráðherra koma eftirfarandi á framfæri. Lesa meira

Styrkur í svæðisbundnu samstarfi í Eystrasaltsráðinu - 3.6.2010

Leiðtogar Eystrasaltsráðsins ásamt forseta framkvæmdastjórnar ESB

Á fundi leiðtoga aðildarríkja Eystrasaltsráðsins í gær voru efnahagsmál og styrking svæðisbundins samstarfs í forgrunni.

Lesa meira

Forsætisráðherra fundar með leiðtogum aðildarríkja Eystrasaltsráðsins - 1.6.2010

Jóhanna Sigurðardóttir

Jóhanna Sigurðardóttir sækir leiðtogafund Eystrasaltsráðsins sem haldinn er í Vilníus í Litháen, 1.-2. júní. Þar verður rætt verður um styrkingu svæðisbundins samstarfs, meðal annars á sviði efnahagsmála og orkumála en einnig verður fjallað um næstu skref í baráttu Eystrasaltsráðsins gegn skipulagðri glæpastarfsemi og mansali.

Lesa meira

Staða helstu atvinnuskapandi aðgerða og fleiri verkefna samkvæmt stöðugleikasáttmálanum - 25.5.2010

Í tilefni af yfirlýsingum formannafundar ASI, um meint aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í atvinnumálum hefur forsætisráðuneytið tekið saman meðfylgjandi yfirlit yfir helstu verkefni til atvinnusköpunar sem unnið hefur verið að að undanförnu. Forsætisráðuneytið vísar því á bug tilhæfulausum staðfhæfingum um aðgerðarleysi í atvinnumálum. Lesa meira

Sumarfundur forsætisráðherra Norðurlanda - 21.5.2010

Forsætisráðherrar Norðurlandanna

Forsætisráðherra sótti í dag árlegan sumarfund forsætisráðherra Norðurlandanna sem haldinn var í Marienborg í Danmörku.

Lesa meira

Bank Crisis First-In Will Be First-Out - 21.5.2010

Jóhanna Sigurðardóttir

Grein Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra sem birtist á Bloomberg Businessweek.

Lesa meira

Stofnun upplýsingatæknimiðstöðvar undirbúin - 20.5.2010

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að hefja undirbúning fyrir stofnun upplýsingatæknimiðstöðvar. Sett verður á fót framkvæmdanefnd sem mun útfæra tillögur um skipulag og starfsemi miðstöðvarinnar og móta henni fjárhagsáætlun.

Lesa meira

Hnattvæðingarþing norrænu ráðherranefndarinnar - 20.5.2010

Forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir hélt til Danmerkur í gær þar sem hún mun taka þátt í hnattvæðingarþingi á vegum norrænu ráðherranefndarinnar og reglulegum fundi norrænu forsætisráðherranna. Lesa meira

Frumvarp um sanngirnisbætur samþykkt sem lög frá Alþingi - 19.5.2010

Frumvarp til laga um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum og heimilum fyrir börn var samþykkt samhljóða á Alþingi í gærkvöldi. Lesa meira

Nefnd um breytingar á viðlaga- og tryggingakerfinu - 18.5.2010

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að skipa nefnd til að gera tillögur að breytingum á viðeigandi lögum og reglugerðum sem tryggi að öll meiriháttar verðmæti falli innan viðlaga- og tryggingakerfis.

Lesa meira

Samþykkt ríkisstjórnar vegna auðlindamála - 18.5.2010

Ríkisstjórn Íslands áréttar vilja sinn til að standa vörð um sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum sínum. Einn af hornsteinum umhverfisstefnu ríkisstjórnarinnar er að þær séu nýttar með sjálfbærum hætti. Lesa meira

Horft til framtíðar Dagur upplýsingatækninnar 20. maí - 17.5.2010

Dagur upplýsingatækninnar, UT-dagurinn, verður haldinn fimmtudaginn 20. maí næstkomandi. Að þessu sinni verða haldnar tvær ráðstefnur þennan dag og í dagskrárlok verða í fyrsta skipti afhent upplýsingatækniverðlaun Skýrslutæknifélagsins.

Lesa meira

Mælt fyrir frumvarpi um fjármál stjórnmálasamtaka, frambjóðenda og upplýsingaskyldu þeirra - 11.5.2010

Forsætisráðherra mælti í gær fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra. Lesa meira

Rýmka á heimild til notkunar þjóðfánans við markaðssetningu - 11.5.2010

Samkvæmt frumvarpi sem forsætisráðherra hefur mælt fyrir verða heimildir til að nota þjóðfánann við markaðssetningu á íslenskri framleiðslu rýmkaðar frá því sem nú er. Lesa meira

Skýrsla starfshóps forsætisráðherra um viðbrögð stjórnsýslunnar við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis - 7.5.2010

Á ríkisstjórnarfundi í morgun kynnti forsætisráðherra skýrslu starfshóps um viðbrögð stjórnsýslunnar við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis: Aðdragandi og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengdir atburðir.

Lesa meira

Fjöldi nefnda og ráða stendur í stað á milli ára en launakostnaður lækkar - 7.5.2010

Nefndum og ráðum á vegum ríkisins fækkaði milli áranna 2008 og 2009, kostnaður minnkaði og kynjahlutfall jafnaðist. Þetta kemur fram í svari Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra við fyrirspurn Birkis Jóns Jónssonar þingmanns, sem lagt var fram á Alþingi í gær.

Lesa meira

Kostnaðarsöm töf á lausn Icesave - 28.4.2010

Ætla má að tafir á Icesave-viðræðum og framgangi efnhagsáætlunar íslenskra stjórnvalda hafi leitt til þess að samdráttur ársins 2010 verði nærri 2% meiri en áður var spáð. Það svarar til 30 milljarða króna og 1-2% meira atvinnuleysi en annars hefði verið.

Lesa meira

Ræða forsætisráðherra á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins - 21.4.2010

Í ræðu sinni á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins sem haldinn var í dag hvatti Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, samtökin til að koma aftur að stöðugleikasáttmálanum. Þá fjallaði hún einnig um hvað einkenna þurfi nýtt bankakerfi, á hvaða grunni atvinnulífið eigi að byggjast og hvernig umsókn að ESB sé óaðskiljanlegur hluti af endurreisn íslensks efnahagslífs.

Lesa meira

Yfirlýsing ríkisstjórnar vegna gossins í Eyjafjallajökli - 20.4.2010

Ríkisstjórnin ræddi ítarlega um málefni tengd eldgosinu í Eyjafjallajökli á fundi sínum í morgun. Ríkisstjórnin leggur áherslu á að upplýsingum sé skipulega komið til íbúa, þeim veitt sálgæsla og annar nauðsynlegur stuðningur. Í þessum tilgangi hefur verið komið á fót sérstökum þjónustumiðstöðvum á Heimalandi og í Vík.

Lesa meira

Yfirlýsing frá ríkisstjórn Íslands - 16.4.2010

Ríkisstjórnin hitti á fundi sínum í morgun ríkislögreglustjóra og deildarstjóra almannavarnadeildar þar sem þeir kynntu almannavarnaástand á svæðinu í grennd við eldgosið í Eyjafjallajökli. Lögreglan, Landhelgisgæslan, björgunarsveitir og viðbragðsaðilar allir eiga þakkir skildar fyrir þeirra framlag við að greiða fyrir störfum vísindamanna og almannavarna. Ríkisstjórnin sendir kveðju og þakkir til allra er lagt hafa hönd á plóg við að tryggja öryggi vegna gossins í Eyjafjallajökli. Lesa meira

Forsætisráðherra fundar með Evu Joly - 16.4.2010

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Eva Joly

Forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir átti fund með Evu Joly, ráðgjafa sérstaks saksóknarar í dag til að heyra hennar viðhorf um stöðu mála og nauðsynlegar aðgerðir við rannsókn efnahagsbrota í ljósi skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

Lesa meira

Forsætisráðherra fagnar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis - 12.4.2010

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra fagnar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsök falls íslensku bankanna árið 2008. Í umræðum á Alþingi í dag sagði forsætisráðherra skýrsluna meðal annars vera þungan áfellisdóm yfir stjórnkerfi, stjórnmálum, eftirlitsaðilum og fjármálastofnunum en um leið áskorun um heiðarlegt uppgjör, breyttar leikreglur í stjórnmálum og nýja og skýrari starfshætti í stjórnkerfinu.

Lesa meira

Samúðarkveðjur til pólsku þjóðarinnar - 10.4.2010

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sendi í dag forsætisráðherra Póllands, Donald Tusk, samúðarkveðju. Í bréfi til ráðherrans lýsir hún yfir dýpstu samúð ríkisstjórnarinnar og íslensku þjóðarinnar vegna hins hörmulega flugslyss í morgun þar sem forseti Póllands, eiginkona hans og fylgdarlið létust. Lesa meira

Stöðuskýrsla frá starfshópi um endurskoðun upplýsingalaga - 9.4.2010

Starfshópur um endurskoðun upplýsingalaga áformar að skila forsætisráherra frumvarpi að nýjum upplýsingalögum á næstu vikum.

Lesa meira

Helstu niðurstöður nefndar um fyrirkomulag leigu á vatns- og jarðhitaréttindum í eigu ríkisins - 8.4.2010

Nefnd um fyrirkomulag leigu á vatns- og jarðhitaréttindum í eigu ríkisins kynnti skýrslu sína 8. apríl 2010. Samandregnar niðurstöður nefndarinnar má lesa hér. Lesa meira

Skýrsla um leigu á vatns- og jarðhitaréttindum í eigu ríkisins - 7.4.2010

Nefnd um fyrirkomulag leigu á vatns- og jarðhitaréttindum í eigu ríkisins hefur lokið störfum. Verður skýrsla nefndarinnar kynnt á fundi í Þjóðmenningarhúsinu á morgun, fimmtudaginn 8. apríl, kl. 10.30.

Lesa meira

Fundur um stöðugleikasáttmálann haldinn í dag - 30.3.2010

Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra boðuðu í dag til fundar með aðilum stöðugleikasáttmálans. Fundinn sóttu fulltúar Alþýðusambands Íslands, Bandalags háskólamanna, Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Kennarasambands Íslands, Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Bændasamtaka Íslands.

Lesa meira

Mælt fyrir frumvarpi um sanngirnisbætur - 25.3.2010

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra mælti í dag á Alþing i fyrir frumvarpi til laga um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum og heimilum fyrir börn. Þar er kveðið á um bætur allt að 6 milljónum króna til handa einstaklingum sem urðu fyrir varanlegum skaða vegna illrar meðferðar eða ofbeldis á tilteknum stofnunum eða heimilum.

Lesa meira

Yfirlýsing ríkisstjórnar vegna afstöðu stjórnar SA til afgreiðslu skötuselsfrumvarpsins - 23.3.2010

Ríkisstjórnin lýsir vonbrigðum sínum og undrun með yfirlýsingar Samtaka atvinnulífsins varðandi stöðugleikasáttmálann. Ríkisstjórnin vísar því alfarið á bug að stöðugleikasáttmálanum hafi verið slitið af hálfu ríkisstjórnarinnar með samþykkt Alþingis á skötuselsfrumvarpinu svo kallaða.

Lesa meira

Ríkisstjórnin sendir kveðju til allra er lagt hafa hönd á plóg við að stuðla að bættu öryggi vegna gossins í Eyjafjallajökli - 22.3.2010

Ríkisstjórn Íslands fjallaði í morgun um stöðu mála vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Ríkisstjórnin lýsir yfir mikilli ánægju með framlag þeirra fjölmörgu sem lagt hafa hönd á plóg við að stuðla að bættu öryggi og afstýra hættu frá því að gosið hófst. Sendir ríkisstjórnin þeim kveðju sína með þakklæti og virðingu. Lesa meira

Forsætisráðherra heimsótti í dag samhæfingar- og stjórnstöð almannavarna og aðgerðarmiðstöðina að Hellu - 21.3.2010

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra heimsóttu í dag samhæfingar- og stjórnstöð almannavarna í Skógarhlíð vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Þær heimsóttu síðan aðgerðarmiðstöðina að Hellu. Lesa meira

Forsætisráðuneytið lokað eftir hádegi föstudaginn 19. mars vegna útfarar - 19.3.2010

Vegna útfarar Elísabetar Sigurðardóttur, lögfræðings í forsætisráðuneytinu, verður ráðuneytið lokað eftir hádegi í dag, föstudaginn 19. mars. Lesa meira

Umfangsmiklar aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna - 17.3.2010

Meðal þess helsta sem nú er lagt til af hálfu ríkisstjórnarinnar er stórbætt greiðsluaðlögunarfrumvarp sem bætir samningsstöðu lántakenda gagnvart sínum lánadrottnum. Samhliða nýju greiðsluaðlögunarfrumvarpi verður sett á fót embætti umboðsmanns skuldara sem  verður talsmaður lántakenda gagnvart lánardrottnum og er ekki hlutlaus. Ennfremur eru kynntar fleiri nýjungar sem bæta stöðu lántakenda enn frekar.

Lesa meira

Forsætisráðherra fundar með fulltrúum Evrópunefndar þýska þingsins - 12.3.2010

Forsætisráðherra fundar með fulltrúum Evrópunefndar þýska þingsins

Forsætisráðherra fundaði í dag með sendinefnd frá Evrópunefnd þýska þingsins. Nefndin mun fjalla um umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu, áður en kanslari Þýskalands tekur afstöðu til umsóknarinnar á fundi leiðtoga Evrópusambandsins.

Lesa meira

Forsætisráðherra fundar með Mohamed Nasheed, forseta Maldíveyja - 12.3.2010

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Mohamed Nasheed forseti Maldíveyja

Forsætisráðherra tók í dag á móti forseta Maldíveyja í heimsókn hans til Íslands. Forsetinn lýsti áhuga á nánara samstarfi ríkjanna, einkum við uppbyggingu þekkingar og tækni í sjávarútvegi, auk þess sem Maldíveyjar hafa sett sér stefnu um að nota í sem mestum mæli endurnýjanlega orkugjafa.

Lesa meira

Frumvarp um sanngirnisbætur afgreitt í ríkisstjórn - 12.3.2010

Frumvarp um sanngirnisbætur afgreitt í ríkisstjórn

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun frumvarp forsætisráðherra um sanngirnisbætur vegna misgjörða á stofnunum og heimilum sem falla undir lög nr. 26/2007.

Lesa meira

Stígamót 20 ára - Aðgerðir ríkisstjórnarinnar og Evrópuráðssamningur gegn kynbundnu ofbeldi  - 8.3.2010

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra minntist, í ávarpi í tilefni tvítugsafmælis Stígamóta, þeirra tímamóta sem urðu fyrir tuttugu árum þegar samtökin voru stofnuð og það mikilvæga og nauðsynlega starf sem þau hafa unnið upp frá því. Lesa meira

Stígamót 20 ára - Aðgerðir ríkisstjórnarinnar og Evrópuráðssamningur gegn kynbundnu ofbeldi - 8.3.2010

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra minntist, í ávarpi í tilefni tvítugsafmælis Stígamóta, þeirra tímamóta sem urðu fyrir tuttugu árum þegar samtökin voru stofnuð og það mikilvæga og nauðsynlega starf sem þau hafa unnið upp frá því.

Lesa meira

Anna Jóhannsdóttir - nýr ráðgjafi um utanríkismál í forsætisráðuneytinu - 8.3.2010

Anna Jóhannsdóttir, skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu, hefur tekið til starfa sem alþjóðafulltrúi í forsætisráðuneytinu. Hún tekur við störfum af Sturlu Sigurjónssyni sem hefur flust til starfa sem sendiherra í Kaupmannahöfn. Lesa meira

Áfram unnið að farsælli lausn Icesave-málsins - 6.3.2010

Fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslunni frá stofnun íslenska lýðveldisins er lokið. Íslensk stjórnvöld munu áfram vinna að farsælli lausn Icesave-málsins á sömu forsendum. Þjóðirnar hafa einsett sér að halda viðræðum áfram og leita lausnar í málinu. Lesa meira

Forsætisráðherra mælir fyrir frumvarpi um siðareglur - 26.2.2010

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra mælti í gær á Alþingi fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um Stjórnarráð Íslands og fleiri lögum.

Lesa meira

Sameining stofnana og endurskoðun á verkaskiptingu - 23.2.2010

Forsætisráðherra og fjármálaráðherra lögðu til á ríkisstjórnarfundi föstudaginn 19. febrúar að haldið yrði áfram á þeirri braut sem mörkuð er í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um stjórnkerfisbreytingar. Lesa meira

Forsætisráðherra mælti fyrir ályktun um Sóknaráætlun 20/20 - 19.2.2010

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra mælti fyrir tillögu til þingsályktunar fimmtudaginn 18. febrúar sl. þar sem Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að undirbúa sóknaráætlun til að efla atvinnulíf og samfélag um allt land.

Lesa meira

Forsætisráðherra hitti Diana Wallis, varaforseta Evrópuþingsins - 18.2.2010

Jóhanna Sigurðardóttir og Diana Wallis

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra átti fund með Diana Wallis, varaforseta Evrópuþingsins, í Stjórnarráðshúsinu í morgun. Á fundinum ræddu þær ýmis mál sem tengjast Icesave deilunni við Breta og Hollendinga.

Lesa meira

Áhyggjur af hækkun tryggingargjalds - 17.2.2010

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði á Viðskiptaþingi á Hótel Nordica í dag að samvinna ríkisstjórnar og atvinnulífsins væri lykilatriði í endurreisn efnahagslífsins.

Lesa meira

Þjóðfundur á Sauðárkróki - 12.2.2010

Þjóðfundur verður haldinn á morgun, laugardaginn 13. febrúar, í Fjölbrautaskóla Norð-Vesturlands á Sauðárkróki. Þar koma saman fulltrúar íbúa á svæðinu sem valdir eru með tilviljunarkenndu úrtaki úr þjóðskrá, og fulltrúar hagsmunaaðila. Lesa meira

Forsætisráðuneytið lokað eftir hádegi vegna útfarar Steingríms Hermannssonar - 8.2.2010

Forsætisráðuneytið verður lokað eftir hádegi þriðjudaginn, 9. febrúar. Lesa meira

110 manns hafa skráð sig á þjóðfund í Bolungarvík - 5.2.2010

Á morgun, laugardaginn 6. febrúar, verður haldinn þjóðfundur í Íþróttahúsinu á Bolungarvík þar sem koma saman fulltrúar íbúa á Vestfjörðum, sem valdir eru með tilviljunarkenndu úrtaki úr þjóðskrá, og fulltrúar hagsmunaaðila af svæðinu. Eitt hundrað og tíu manns hafa skráð sig til þátttöku. Lesa meira

Útför Steingríms Hermannssonar - 5.2.2010

Útför Steingríms Hermannssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, fer fram á vegum ríkisins næstkomandi þriðjudag 9. febrúar kl. 14.00, frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Lesa meira

Efnismikill og gagnlegur fundur Barroso og Jóhönnu í Brussel - 4.2.2010

Jóhanna Sigurðardóttir og Jose Manuel Barroso

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra átti í dag fund með Jose Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Olli Rehn, núverandi yfirmanni stækkunarmála.

Lesa meira

Fagnaðarfundur vegna komu landsliðsins hefst kl. 17:45 í stað 17:30 - 1.2.2010

Smávægileg seinkun verður á athöfninni vegna tafa á flugafgreiðslu í Kaupmannahöfn. Laugardalshöllin verður opnuð kl. 16:45 en athöfnin mun hefjast um kl. 17:45.

Lesa meira

Fagnaðarfundur íslensku þjóðarinnar með íslenska landsliðinu í handbolta - 1.2.2010

Ríkisstjórnin, Reykjavíkurborg og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands bjóða til fagnaðarfundar íslensku þjóðarinnar í dag, mánudaginn 1. febrúar í tilefni af heimkonu íslenska landsliðsins í handbolta og annarra þátttakenda á EM í handbolta sem fram fór í Austurríki. Lesa meira

Fyrsti þjóðfundur landshluta á Egilsstöðum - hlé gert til að horfa á leik Íslendinga og Frakka - 29.1.2010

Fyrsti þjóðfundur landshlutanna af átta verður haldinn á Hótel Héraði á Egilsstöðum á morgun. Á fundinum verður fólk hvaðanæva af Austurlandi frá Djúpavogi til Vopnafjarðar. Hlé verður gert á honum til þess að fundarmenn geti horft saman á leik Íslands og Frakklands í handbolta í undanúrslitum Evrópumótsins í Vín. Lesa meira

Undirbúningi stórverkefna miðar áfram, sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á fundi Sóknaráætlunar 20/20 í gær - 29.1.2010

Húsfyllir var á fundi Sóknaráætlunar 20/20 á Radisson SAS Hotel Sögu í gær þar sem horft var til framtíðar fyrir atvinnulíf og samfélag og kallað eftir sjónarmiðum samtaka, grasrótarhópa og hagsmunaaðla um það sem aukið gæti lífsgæði og samkeppnishæfni Íslands á komandi árum.

Lesa meira

Icesave fundur í Haag - 29.1.2010

Undanfarnar vikur hafa verið stöðug samskipti milli íslenskra, breskra og hollenskra stjórnvalda vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í Icesavemálinu. Síðdegis í dag er fyrirhugaður fundur í Haag þar sem fjármálaráðherra Hollands, aðstoðarfjármálaráðherra Bretlands, fjármálaráðherra Íslands og formenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks skiptast á upplýsingum og ræða stöðu málsins. Lesa meira

Sóknaráætlun kallar eftir sjónarmiðum hagsmunaaðila við mótun atvinnustefnu - 26.1.2010

Vinna við sóknaráætlun ríkisstjórnarinnar, 20/20 Sóknaráætlun, gengur samkvæmt áætlun. Í upphafi árs er lögð áhersla á að fá yfirsýn yfir þá stefnumótun sem gerð hefur verið á ýmsum sviðum samfélagsins frá hruni.

Lesa meira

Framlög til björgunarstarfs á Haíti - 22.1.2010

Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að leggja fram 35 milljónir króna vegna ferðar Íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar til Haítí. Ennfremur ákvað ríkisstjórnin að veita af ráðstöfunarfé sínu 15 milljónir króna til hjálpar- og uppbyggingarstarfs íslenskra félagasamtaka á Haítí og verður þeim úthlutað í samstarfi við félagasamtök. Lesa meira

Ávarp forsætisráðherra á fundi 20/20 Sóknaráætlunar á Selfossi - 21.1.2010

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra flutti í morgun ávarp á Selfossi, og sagði að þjóðin þyrfti að líta til landsliðsins í handbolta um fyrirmyndir í vörn og sókn í atvinnu- og efnahagsmálum á næstu árum. Lesa meira

Frumvarp forsætisráðherra um siðareglur samþykkt í ríkisstjórn - 19.1.2010

Í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er áformað að setja ráðherrum og stjórnsýslu ríkisins siðareglur. Setning siðareglna verður mikilvægur liður í að endurreisa traust til íslenska stjórnkerfisins. Lesa meira

Átta þjóðfundir í öllum landshlutum - 18.1.2010

Sóknaráætlun 20/20 er ætlað að ná fram samstöðu um lykilákvarðanir og framtíðarsýn fyrir atvinnulíf og samfélag sem skili okkur til móts við bjartari og betri tíma eins hratt og örugglega eins og kostur er.

Lesa meira

Hvað er spunnið í opinberavefi 2009? - 14.1.2010

Forsætisráðuneytið hefur látið gera úttekt á vefjum hátt í þrjú hundruð stofnana ríkis og sveitarfélaga. Þetta er í þriðja sinn sem slík úttekt er gerð. Niðurstöður eru birtar á UT-vefnum.

Lesa meira

Bréf forsætisráðherra til Dominique Strauss Kahn - 14.1.2010

Forsætisráðherra hefur í dag tilkynnt Dominique Strauss Kahn, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, bréflega að af hálfu íslenskra stjórnvalda sé lögð áhersla á að efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins haldi hindrunarlaust áfram, enda þótt fyrirsjáanlegt sé að lausn Icesave-málsins muni tefjast vegna fyrirhugaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu.

Lesa meira

Forsætisráðherra skipar nefnd sem gerir tillögur um viðbrögð ríkisstjórnar og Stjórnarráðs við skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis - 13.1.2010

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hefur skipað nefnd óháðra sérfræðinga sem gera mun tillögur til ríkisstjórnar og Stjórnarráðsins um viðbrögð af hálfu stjórnsýslunnar við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, sbr. lög nr. 142/2008, til þess að rannsaka aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða.

Lesa meira

Forsætisráðherra ræðir við starfsbræður - 11.1.2010

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ræddi í dag við forsætisráðherra Svíþjóðar, Finnlands og Noregs um stöðu mála hér á landi í kjölfar synjunar forseta Íslands á breytingu á lögum nr. 96/2009 með síðari breytingum. Lesa meira

Athugasemd vegna fjölmiðlaumfjöllunar - 11.1.2010

Í ljósi fjölmiðlaumfjöllunar um ábyrgð gistiríkja á eftirliti útibúa fjármálastofnana innan sinnar lögsögu er ástæða til að árétta nokkur atriði.

Lesa meira

Endurreisnaráætlun stjórnvalda sett í uppnám - 5.1.2010

Ríkisstjórn Íslands lýsir vonbrigðum með ákvörðun forseta að synja svo kölluðum Icesave-lögum staðfestingar og í ljósi þeirra alvarlegu áhrifa sem synjun forseta Íslands kann að hafa mun ríkisstjórnin nú meta stöðu mála og horfur varðandi þá endurreisnaráætlun sem hún hefur fylgt með góðum árangri. Lesa meira

Senda grein