Fréttasafn

Áramótaávarp forsætisráðherra  2011 - 31.12.2011

Áramótaávarp forsætisráðherra  2011

Forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, kom víða við í áramótaávarpi sínu. Hún fjallaði meðal annars um áframhaldandi lífskjarasókn og miklilvægi jöfnuðar, stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna og mótun framtíðarsýnar fyrir Ísland.

Lesa meira

Frá ríkisráðsritara - 31.12.2011

Á fundi ríkisráðs á Bessastöðum í dag var, að tillögu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, fallist á að gera breytingar á skipan ríkisstjórnar Íslands.

Lesa meira

Áramótagreinar forsætisráðherra - 31.12.2011

Í tilefni áramótanna ritaði forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, greinar í Fréttablaðið og Morgunblaðið. Í þeim fer hún yfir stöðu mála á þessum tímamótum og þann árangur sem náðst hefur á Íslandi á árinu sem er að líða.

Lesa meira

Ríkisráðsfundur á Bessastöðum 31. desember 2011 - 30.12.2011

Ríkisráð Íslands hefur verið kvatt saman á Bessastöðum laugardaginn 31. desember 2011, gamlársdag, kl. 09.30.

Lesa meira

Undirbúningur málsvarnar fyrir EFTA dómstólnum í Icesave málinu og fyrirsvar. - 20.12.2011

Ríkisstjórnin fjallaði á fundi sínum í morgun um undirbúning málsvarnar fyrir EFTA dómstólnum í Icesave málinu. Lögð var áhersla á mikilvægi víðtæks samráðs á undirbúningsstigi þannig að tryggja megi breiða og trausta samstöðu um málsvörnina.  

Lesa meira

Forsætisráðherra fundar með utanríkisráðherra Palestínu - 15.12.2011

Forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir og dr. Riad Malki, utanríkisráðherra Palestínu

Forsætisráðherra tók í morgun á móti dr. Riad Malki, utanríkisráðherra Palestínu í Stjórnarráðinu.

Lesa meira

Icesave fyrir EFTA dómstólinn - 14.12.2011

Eftirlitsstofnun EFTA hefur í dag gefið út fréttatilkynningu þar sem fram kemur að stofnunin hefur ákveðið að vísa til EFTA dómstólsins máli vegna meintra brota Íslands á tilskipun um innstæðutryggingar.

Lesa meira

Aðbúnaður fatlaðra barna sem vistuð hafa verið á vegum opinberra aðila hér á landi verði skoðaður - 10.12.2011

Ríkisstjórnin fjallaði á fundi sínum í gær um 3. áfangaskýrslu vistheimilanefndar um könnun á starfsemi Upptökuheimilis ríkisins og unglingaheimilis ríkisins og meðferðarheimilisins að Smáratúni og síðar á Torfastöðum.

Lesa meira

Hamingjuóskir til kvennalandsliðs Íslands í handknattleik - 10.12.2011

Forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir hefur sent kvennalandsliði Íslands í handknattleik meðfylgjandi kveðju. Lesa meira

Ríkisstjórnin styrkir góðgerðasamtök um sjö milljónir króna. - 9.12.2011

Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa sammælst um að senda ekki jólakort innanlands fyrir þessi jól í nafni embættis síns. Lesa meira

Könnun á starfsemi Upptökuheimilis ríkisins, Unglingaheimilis ríkisins og meðferðarheimilisins í Smáratúni og á Torfastöðum - 7.12.2011

Nefnd sem forsætisráðherra skipaði á grundvelli laga nr. 26/2007 (vistheimilanefnd) hefur skilað af sér áfangaskýrslu nr. 3.

Lesa meira

Ríkisstjórnin veitir stuðning til þjálfunar og eflingar færeyskra björgunarsveita í samstarfi við Landsbjörgu - 6.12.2011

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Kaj Leo Johannessen lögmaður Færeyja

Ríkisstjórnin samþykkti í dag tillögu forsætisráðherra um að veita fjármunum til stuðnings og eflingar björgunarsveitum í Færeyjum. Framlagið nemur samtals sex milljónum króna.

Lesa meira

Dagskrá á 150 ára fæðingarafmæli Hannesar Hafstein sunnudaginn 4. desember 2011 - 1.12.2011

Í tilefni afmælisins verður Ráðherrabústaðurinn við Tjarnargötu opinn almenningi og dagskrá verður í Þjóðmenningarhúsinu.

Lesa meira

Staða 222 verkefna í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar – 164 verkefni afgreidd eða afgreidd að mestu - 30.11.2011

Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs frá 10. maí 2009 birtast áherslur og markmið ríkisstjórnarinnar.

Lesa meira

Fræðslufundur um skýrslu umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2010 - 30.11.2011

Stjórnarráðið og umboðsmaður Alþingis efna á morgun, 1. desember, til opins fræðslufundar fyrir starfsfólk stjórnsýslunnar í tilefni af útkomu á skýrslu umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2010.

Lesa meira

Merkin sýna verkin - 26.11.2011

„Það kemur nú æ betur í ljós að lífskjarasókn er hafin á Íslandi. Merkin um efnahagsbatann eru skýr og eftir þeim hefur verið tekið.“

Lesa meira

Sóknaráætlanir landshluta – nýsköpun í vinnulagi – tilraunaári að ljúka - 25.11.2011

Ráðherranefnd um ríkisfjármál samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að leggja til að 11 verkefni sem þróuð voru í samráðsferli ríkis og sveitarfélaga vegna sóknaráætlana landshluta færu inn á fjárlög 2012.

Lesa meira

Endurskipað í úrskurðarnefnd um upplýsingamál - 18.11.2011

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur verið skipuð til fjögurra ára á grundvelli 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.

Lesa meira

Aukinn jöfnuður og bætt kjör – Ísland á réttri leið! - 18.11.2011

„Þrátt fyrir hrikalegar afleiðingar hrunsins kemur nú betur og betur í ljós hversu vel okkur Íslendingum hefur tekist til við björgunarstarfið þrátt fyrir allt.“ skrifar forsætisráðherra í grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag. „Efnahagslífið er að taka við sér með kröftugari hætti en í flestum nágrannalöndum okkar, kaupmáttur og atvinnuþátttaka vaxa hraðar og jöfnuður eykst jafnhliða stórum skrefum. Ísland er sannarlega á réttri leið!“

Lesa meira

Mælikvarðar Íslands 2020 birtir á vef forsætisráðuneytisins - 16.11.2011

Dæmi um myndræna framsetningu markmiðs og tengingu við mælikvarða

Í stefnumörkuninni Ísland 2020 voru sett fram 20 hlutlæg markmið til að fylgjast með því hvernig landinu miðar í þá átt að verða öflugra samfélag sem byggir á varanlegri velferð, þekkingu og sjálfbærni.

Lesa meira

Fundur forsætisráðherra með forsætisráðherra Belgíu - 8.11.2011

Forsætisráðherrar Íslands og Belgíu

Á fundinum var rætt var um efnahagsmál, meðal annars stöðu Íslands og Belgíu eftir efnahagserfiðleikana sem verið hafa á alþjóðavettvangi.

Lesa meira

Forsætisráðherra fundar með Jose Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins - 8.11.2011

Forsaetisradherra-og-Barosso-i-Brussel-081111

Aðildarviðræður Íslands við ESB var meginefni fundarins, rætt var um gott samstarf sem verið hefur við framkvæmdastjórnina í þeirri rýnivinnu sem lokið er, svo og við skipulagningu viðræðnanna.

Lesa meira

Forsætisráðherra fundar með forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins - 8.11.2011

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Herman Van Rompuy forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins

Forsætisráðherra átti í dag fund med Herman Van Rompuy, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, í Brussel.

Lesa meira

Forsætisráðherra til funda í Brussel - 4.11.2011

Forsætisráðherra fer eftir helgina til funda í Brussel. Þar mun hún eiga fundi með Herman van Rompuy, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins og Jose Manuel Barrosso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Lesa meira

Fundur forsætisráðherra með Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur - 1.11.2011

Forsætisráðherrar Danmerkur og Íslands

Rætt var meðal annars um aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins en Danir taka við formennsku í Evrópusambandinu um áramót.

Lesa meira

Fundir norrænna forsætisráðherra og leiðtogahluti Norðurlandaráðsþings - 1.11.2011

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra talar á 63. þingi Norðurlandaráðs

Forsætisráðherrarnir ákváðu að fela fagráðherrum á ákveðnum sviðum að útfæra og meta nánar tillögur um aukið norrænt samstarf á átta sviðum.

Lesa meira

Hnattvæðingarþing og fundur forsætisráðherra Norðurlanda og Eystrasaltríkja í dag - 31.10.2011

Forsætisráðherrar Norðurlandanna

Á þinginu fjölluðu forsætisráðherrarnir um stöðu mála samkvæmt norrænu hnattvæðingarvoginni og möguleika á samstarfsverkefnum tengdum grænum hagvexti.

Lesa meira

Forsætisráðherra fer til funda í Kaupmannahöfn - 28.10.2011

Forsætisráðherra fer til funda í Kaupmannahöfn sem haldnir verða á mánudag og þriðjudag í tengslum við þing Norðurlandaráðs.

Lesa meira

Hæstiréttur staðfestir forgang innstæðna á grundvelli neyðarlaganna - 28.10.2011

Með dómum Hæstaréttar, sem gengu í dag, er forgangur innstæðna við skipti á búum gömlu bankanna staðfestur, líkt og neyðarlögin frá því í október 2008 mæltu fyrir um.

Lesa meira

Aukinn jöfnuður og fjölgun starfa - 26.10.2011

Forsætisráðherra flutti ávarp á formannafundi ASÍ

Forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir færði ASÍ þakkir fyrir gott samstarf við endurreisn samfélagsins eftir hrun, í ávarpi sínu á formannafundi ASÍ sem haldinn var í dag.

Lesa meira

Jafnrétti er lífsgæði - 24.10.2011

„Kynbundið ofbeldi og launamunur kynjanna eru þau svið jafnréttismála þar sem hvað mest er að vinna“ segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, m.a. í blaðagrein í dag. 

Lesa meira

Heimsókn stækkunarstjóra Evrópusambandsins, Stefan Füle - 19.10.2011

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og Stefan Füle, yfirmaður stækkunarmála Evrópusambandsins

Forsætisráðherra tók í dag á móti Stefan Füle, yfirmanni stækkunarmála Evrópusambandsins, í Stjórnarráðinu. 

Lesa meira

Framkvæmdanefnd um launamun kynja skilar tillögum um tímasettar aðgerðir nú fyrir áramót - 14.10.2011

Ráðherranefnd um jafnrétti kynjanna fjallaði á fundi sínum í dag um launamun kynjanna og mögulegar aðgerðir gegn honum.

Lesa meira

Gott samstarf ríkis og sveitarfélaga skilar miklum árangri - 13.10.2011

Forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir flutti ávarp við upphaf fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún þakkaði mikilvægt framlag sveitarstjórnanna til að milda afleiðingar hrunsins og fagnaði því góða samstarfi sem verið hefði milli ríkis og sveitarfélaga í tíð þessarar ríkisstjórnar.

Lesa meira

Hugvitið er næsta stórvirkjun þjóðarinnar - 7.10.2011

Forsætisráðherra kom víða við í ávarpi sínu á Tækni- og hugverkaþingi í dag og hvatti atvinnulífið og menntastofnanir landsins til dáða, enda væru tækifærin til nýsköpunar lítt takmörkuð og hugvitið ætti að verða næsta stórvirkjun þjóðarinnar.

Lesa meira

Hagfræðistofnun HÍ metur kröfur Hagsmunasamtaka heimilana - 4.10.2011

Þann 1. október sl. afhenti formaður Hagsmunasamtaka heimilanna forsætisráðherra undirskriftalista með nöfnum 33.525 einstaklinga þar sem krafist er afnáms verðtryggingar og leiðréttingar á stökkbreyttum lánum til heimilanna.

Lesa meira

Sérfræðingahópur metur svigrúm banka og afskriftir á lánum heimila - 4.10.2011

Forsætisráðherra hefur ákveðið að kalla saman sérfræðingahópinn sem vann skýrslu um skuldavanda heimilanna. Hópnum er ætlað að fara yfir fyrirliggjandi gögn um afföll húsnæðislána heimilanna, þegar þau voru færð frá gömlu bönkunum yfir til nýju bankanna og meta hvernig það svigrúm til afskrifta sem þannig myndaðist hefur verið nýtt heimilum landsins til hagsbóta.

Lesa meira

Stefnuræða forsætisráðherra  - 3.10.2011

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína á 140. löggjafarþingi 3. október 2011.

Lesa meira

Forsætisráðherra fundar með utanríkisráðherra Noregs - 30.9.2011

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs

Forsætisráðherra tók í morgun á móti Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, í Stjórnarráðinu. 

Lesa meira

Forsetaúrskurðir um skipulag Stjórnarráðs Íslands. - 29.9.2011

Stjórnarráðshúsið við Lækjartorg

Forseti Íslands hefur samkvæmt tillögu forsætisráðherra gefið út tvo nýja forsetaúrskurði er varða skipulag Stjórnarráðs Íslands. Úrskurðirnir eiga sér stoð í 15. gr. stjórnarskrárinnar og nýjum lögum um Stjórnarráð Íslands.

Lesa meira

Forsætisráðherra skipar Einar Karl Hallvarðsson í embætti ríkislögmanns. - 28.9.2011

Einar Karl Hallvarðsson

Forsætisráðherra hefur í dag skipað Einar Karl Hallvarðsson, hæstaréttarlögmann, í embætti ríkislögmanns til fimm ára.

Lesa meira

Ný lög um Stjórnarráð Íslands - 19.9.2011

Alþingi hefur samþykkt frumvarp forsætisráðherra sem felur í sér heildarendurskoðun laga um Stjórnarráð Íslands.

Lesa meira

Forsætisráðherra tók á móti varaforseta kínverska ráðgjafarþingins í Stjórnarráðinu - 12.9.2011

Forsætisráðherra og varaforseti kínverska ráðgjafaþingsins

Forsætisráðherra átti fund með varaforseta kínverska ráðgjafarþingsins, Wang Gang, í Stjórnarráðinu í dag.

Lesa meira

Þjóðargjöf til Noregs og hátíðahöld vegna 50 ára afmælis styttu Ingólfs Arnarsonar - 12.9.2011

Mynd á forsíðu Tímans 22. september 1961 - Ingólfsstytta afhent Norðmönnum

Norsku þjóðinni verður afhent fyrsta eintak hátíðarútgáfu Morkinskinnu, sem er hluti af þjóðargjöf Íslendinga til Norðmanna í tilefni 100 ára afmælis endurreisnar konungsveldis þeirra árið 2005.

Lesa meira

Varaforsætisráðherra Víetnam í heimsókn ásamt viðskiptasendinefnd - 8.9.2011

Jóhanna Sigurðardóttir og varaforsaetisradherra Vietnam

Hoang Tsung Hai, varaforsætisráðherra Víetnam, er í vinnuheimsókn hér á landi 8.-9. september, ásamt viðskiptasendinefnd.

Lesa meira

Forsætisráðherra fundar með forseta króatíska þingsins - 6.9.2011

Luka Bebić forseti króatíska þingsins og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra
Forsætisráðherra tók á móti forseta króatíska þingsins, Luka Bebić, í Stjórnarráðinu í dag. Lesa meira

Forsætisráðherra fundar með Kuupik Kleist formanni landsstjórnar Grænlands - 5.9.2011

Kuupik Kleist formaður landsstjórnar Grænlands og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra

Á fundinum var meðal annars rætt um tvíhliða samskipti Grænlands og Íslands og þróun sjálfstæðismála á Grænlandi.

Lesa meira

Aðfinnslum SA vísað á bug - 3.9.2011

Í ræðu forsætisráðherra á Alþingi í gær 2. september lagði ráðherra ríka áherslu á að fyrirtækin í landinu færu varlega í verðhækkanir og veltu ekki launahækkunum að fullu yfir í verðlag. Benti ráðherra á að hlutur launa í landsframleiðslu hefði lækkað mikið og aldrei verið lægri.

Lesa meira

Góður árangur í efnahags- og atvinnumálum ótvíræður - 2.9.2011

Forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir flutti Alþingi skýrslu um stöðu efnahags- og atvinnumála við upphaf þingfundar í dag. Hún fjallaði um þann árangur sem náðst hefur í þeim málum og verkefni sem framundan eru við uppbyggingu atvinnulífs og samfélags.

Lesa meira

Góður árangur af samráðsvettvangi um eflingu atvinnu og byggðar á Vestfjörðum - Sameiginleg fréttatilkynning forsætisráðuneytisins og Fjórðungssambands Vestfirðinga - 30.8.2011

Í dag, þriðjudaginn 30. ágúst, er haldinn síðasti formlegi fundur á samstarfsvettvangi ráðuneyta og heimamanna á Vestfjörðum.

Lesa meira

Forsætisráðherra fundar með forseta Litháen - 26.8.2011

Forsætisráðherra ræðir við Daliu Grybauskaité forseta Litháen og José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar ESB á leiðtogafundi Eystrasaltsráðsins í Vilníus í júní 2010

Forsætisráðherra fundaði í kvöld með Daliu Grybuskaité, forseta Litháen, á Þingvöllum.

Lesa meira

Ísland útskrifast: Samstarf Íslands og AGS um efnahagsáætlun komið á leiðarenda - 26.8.2011

Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samþykkti í Washington í dag síðustu endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands sem þar með verður fyrsta ríkið til að útskrifast úr slíkri áætlun í yfirstandandi alþjóðafjármálakreppu.

Lesa meira

Forsætisráðherra sækir minningarathöfn í Osló - 21.8.2011

Forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir mun í dag sækja minningarathöfn sem haldin verður í Osló um þá sem létu lífið í Útey og við stjórnarráðsbyggingarnar í Osló, föstudaginn 22. júlí síðastliðinn Lesa meira

Embætti ríkislögmanns laust til umsóknar - 19.8.2011

Forsætisráðuneytið hefur auglýst laust til umsóknar embætti ríkislögmanns. Skarphéðinn Þórisson hrl., sem gegnt hefur embættinu frá 1. maí 1999, hefur óskað eftir lausn frá starfi.

Lesa meira

Einnar mínútu þögn, mánudaginn 25. júlí kl. 10:00 vegna harmleiksins í Noregi - 24.7.2011

Ísland mun sýna norsku þjóðinni samstöðu með því að hafa einnar mínútu þögn á sama tíma sem er kl. 10:00 í fyrramálið að íslenskum tíma. Lesa meira

Samúðarkveðjur til norsku þjóðarinnar - 22.7.2011

Forsætisráðherra hefur sent forsætisráðherra Noregs samúðarkveðjur fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og íslensku þjóðarinnar, vegna þeirra sorglegu atburða sem gerst hafa í Osló í dag.

Lesa meira

Ríkisstjórnin þakkar fyrir skjót og góð viðbrögð vegna hlaupsins í Múlakvísl - 20.7.2011

Ríkisstjórn Íslands sendir Vegagerðinni, Almannavörnum ríkisins, lögreglunni, björgunarsveitum, vísindamönnum, sveitarstjórnum á viðkomandi svæði sem og öllum þeim fjölmörgu aðilum öðrum sem komu að aðgerðum vegna hlaupsins í Múlakvísl, kærar þakkir fyrir skjótar og markvissar aðgerðir til að tryggja öryggi vegfarenda og koma á vegsambandi yfir fljótið á ný.

Lesa meira

Hringvegurinn þegar opinn að hluta með ferjutengingum; vegtenging mögulega um miðja næstu viku - 12.7.2011

Ríkisstjórnin fjallaði í morgun á aukafundi um afleiðingar hlaupsins úr Mýrdalsjökli sem tók af brúna yfir Múlakvísl.

Lesa meira

Forsætisráðherra fundar með kanslara Þýskalands - 11.7.2011

Jóhanna Sigurðardóttir og Angela Merkel kanna heiðursvörð á leið til fundar

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra átti í dag fund með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands í Berlín. 

Lesa meira

Skipun nefndar um stefnumörkun ríkisins í auðlindamálum - 8.7.2011

Forsætisráðherra hefur í dag skipað nefnd sem hefur það hlutverk að setja fram almenna og heildstæða stefnumörkun varðandi ráðstöfun nýtingarréttar á auðlindum og ráðstöfun ýmissa réttinda sem ríkið ræður yfir. Lesa meira

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur þegið boð Angelu Merkel, kanslara um heimsókn til Þýskalands - 8.7.2011

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur þegið boð Angelu Merkel, kanslara um heimsókn til Þýskalands. Þær munu funda næstkomandi mánudag, 11. júlí, í Berlín.

Lesa meira

Stofnunum og ráðuneytum þegar fækkað um 15% - 1.7.2011

Í yfirliti forsætisráðherra um sameiningar stofnana og ráðuneyta sem lagt var fram í ríkisstjórn í morgun kemur fram að ráðuneytum og stofnunum ríkisins hefur nú fækkað um 30.

Lesa meira

Í tilefni af skýrslu Ríkisendurskoðunar - 30.6.2011

Forsætisráðuneytið fagnar því að fram komi með skýrum hætti í skýrslu Ríkisendurskoðunar um greiðslur ráðuneyta til starfsmanna félagsvísindasviðs Háskóla Íslands að Ríkisendurskoðun hefur enga ástæðu til þess að ætla að upplýsingum hafi vísvitandi verið leynt með svari forsætisráðherra. Jafnframt kemur fram með skýrum hætti í skýrslunni að beiðni forsætisnefndar Alþingis var víðtækari en upphafleg fyrirspurn Alþingis.

Lesa meira

Ávarp forsætisráðherra á Hrafnseyri 17. júní 2011 - 17.6.2011

Opnun sýningar á Hrafnseyri 17. júní 2011

„Dagurinn í dag, 17. júní árið 2011, er stór í huga okkar allra, en þó ekki síst í huga Vestfirðinga og þeirra fjölmörgu sem eru saman komnir hér í dag. Í dag minnumst við hetjunnar sem fæddist hér á Hrafnseyri fyrir tveimur öldum.“

Lesa meira

Ávarp forsætisráðherra á Austurvelli 17. júní 2011 - 17.6.2011

„Það þarf annað en hjalið tómt til að hrinda Íslandi á fætur aftur, það þarf atorku og ráðdeild og framsýni og þollyndi.“

Lesa meira

Aldarafmælissjóður Háskóla Íslands stofnaður með það að markmiði að stórefla rannsóknir hér á landi. - 15.6.2011

Jóhanna Sigurðardóttir lýsti því yfir á sérstökum þingfundi til minningar um Jón Sigurðsson í morgun að Alþingi og ríkisstjórn hefðu samþykkt að heiðra Háskóla Íslands í tilefni af 100 ára afmæli hans með stofnun Aldarafmælissjóðs Háskóla Íslands.

Lesa meira

Ríkisstjórnin samþykkir fjárveitingar vegna fyrstu aðgerða í kjölfar eldgossins í Grímsvötnum. - 10.6.2011

Ríkisstjórnin fjallaði á fundi sínum í morgun um ýmsar aðgerðir í kjölfar eldgosa. Samþykkt var að veita nú 54,3 milljónir króna til úrbóta í kjölfar eldgosa í Grímsvötnum, Eyjafjallajökli og á Fimmvörðuhálsi.

Lesa meira

Ríkisstjórnin samþykkir tímasetta áætlun helstu aðgerða Ísland 2020 áætlunarinnar - 1.6.2011

Ísland 2020 – sókn fyrir atvinnulíf og samfélag

Á fundi sínum í gær samþykkti ríkisstjórnin skipulag, tímaáætlun og vinnulag þriggja aðgerða í tengslum við Ísland 2020.

Lesa meira

Nefnd falið að fjalla um stofnun auðlindasjóðs og stefnumörkum í auðlindamálum ríkisins. - 31.5.2011

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu forsætisráðherra og fjármálaráðherra um að skipuð verði nefnd um stefnumörkun í auðlindamálum ríkisins.

Lesa meira

Forsætisráðherra og innanríkisráðherra heimsækja hamfarasvæðin. - 24.5.2011

Forsætisráðherra og innanríkisráðherra funduðu í morgun með aðgerðastjórn og almannavarnanefnd á Hellu og fóru yfir stöðu mála vegna eldgossins í Grímsvötnum.

Lesa meira

Opið upp á gátt hjá ríki og sveitarfélögum - Ráðstefna UT-dagsins haldin á morgun, miðvikudaginn 25. maí - 24.5.2011

Dagur upplýsingatækninnar, UT-dagurinn, verður haldinn miðvikudaginn 25. maí næstkomandi. Af því tilefni er boðað til ráðstefnu þar sem athyglinni verður beint að vefgáttum opinberra aðila, bæði ríkis og sveitarfélaga.

Lesa meira

Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar vegna eldgossins í Grímsvötnum 23. maí 2011 - 23.5.2011

Ríkisstjórn Íslands fjallaði í morgun um stöðu mála vegna eldgossins í Grímsvötnum en íbúar á Suðurlandi og landsmenn allir glíma enn á ný við afleiðingar eldgosa og nú á enn stærra svæði en þegar gaus á Fimmvörðhálsi og í Eyjafjallajökli síðastliðið vor.

Lesa meira

Niðurstaða rýnihóps í tilefni af úrskurði kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 3/2010 og næstu skref - 10.5.2011

Niðurstaða kærunefndar jafnréttismála hefur verið tekin til ítarlegrar skoðunar af hálfu forsætisráðuneytisins, ríkislögmanns og sérstaks rýnihóps sérfræðinga sem hefur skilað greinargerð.

Lesa meira

Yfirlýsing ríkisstjórnar vegna kjarasamninga til þriggja ára - 5.5.2011

Með yfirlýsingunni leggja stjórnvöld sitt af mörkum til að kjarasamningar yrðu gerðir til þriggja ára á íslenskum vinnumarkaði.

Lesa meira

Verkefni Samráðsvettvangs sveitarfélaga á Suðurnesjum og stjórnvalda um eflingu atvinnu og byggðar - 2.5.2011

Aðalsteinn Þorsteinsson og Gunnar Þórarinsson

Á lokafundi vettvangsins skrifuðu SSS og Byggðastofnun f.h. stjórnvalda undir samning um stofnun atvinnuþróunarfélags.

Lesa meira

Villandi umræða um upplýsingalög - 23.4.2011

Grein eftir Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra sem birtist í Fréttablaðinu 23. apríl 2011 þar sem hún fjallar um frumvarp til nýrra upplýsingalaga.

Lesa meira

Vesturport hlýtur evrópsku leiklistarverðlaunin - 17.4.2011

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðhera sendi í dag leikhópnum Vesturporti heillaóskir í tilefni af því að hópurinn veitti viðtöku evrópsku leiklistaverðlaununum. Lesa meira

Grein eftir forsætisráðherra í erlendum fjölmiðlum - 13.4.2011

Grein eftir forsætisráðherra í Guardian

Forsætisráðherra hefur ritað grein í breska dagblaðið Guardian vegna niðurstöðu í atkvæðagreiðslunni 9. apríl s.l.

Lesa meira

Brugðist við rannsóknarskýrslu með frumvarpi til laga um Stjórnarráð Íslands - 12.4.2011

Frumvarp til nýrra laga um Stjórnarráð Íslands hefur verið lagt fram á Alþingi.

Lesa meira

Yfirlýsing ríkisstjórnar Íslands í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-samninga - 10.4.2011

Í gær, 9. apríl 2011, fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla um frambúðargildi laga nr. 13/2011 um heimild til handa fjármálaráðherra til að staðfesta samninga vegna Icesave. Atkvæðagreiðslan var haldin á grundvelli 26. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands. Lesa meira

Ávarp forsætisráðherra á aðalfundi SA - 7.4.2011

Í ávarpi sínu fjallaði forsætisráðherra um mikilvægi þess fyrir efnahagsleg endurreisn og uppbygging atvinnulífs og fjárhags heimila landsins að Ísland væri fullgildur þátttakandi í alþjóðlegu efnahagsumhverfi viðskipta og fjármála.

Lesa meira

Atkvæðagreiðslan um Icesave snýst um lífskjör á Íslandi - 7.4.2011

“Atkvæðagreiðslan snýst ekki um ríkisstjórnina, ekki einstaka flokka eða forystumenn þeirra, ekki um ESB, EES eða AGS. Atkvæðagreiðslan snýst um lífskjör á Íslandi og hversu hratt við vinnum okkur út úr efnahagshruninu sem hér varð.“

Lesa meira

Efling atvinnu og byggðar á Vestfjörðum - 5.4.2011

Í dag, þriðjudaginn 5. apríl, hélt ríkisstjórn Íslands fund á Ísafirði. Á fundinum voru samþykkt 16 verkefni er snúa að eflingu byggðar og atvinnusköpun í landshlutanum. Lesa meira

Frumvarp til nýrra laga um Stjórnarráð Íslands - 25.3.2011

Ríkisstjórnin samþykkti í dag að leggja fyrir Alþingi frumvarp til nýrra laga um Stjórnarráð Íslands en núgildandi lög eru frá árinu 1969. Hefur frumvarpið verið sent þingflokkum stjórnarflokkanna til umfjöllunar og afgreiðslu.

Lesa meira

Greinargerð mannauðsráðgjafa í tilefni af úrskurði kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 3/2010 - 23.3.2011

Í tilefni af úrskurði kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 3/2010 hefur Arndís Ósk Jónsdóttir, mannauðsráðgjafi, sem vann að ráðningarferli við skipun í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í forsætisráðuneytinu sent frá sér meðfylgjandi greinargerð sem hér með er gerð opinber.

Lesa meira

Yfirlýsing forsætisráðuneytisins í tilefni af úrskurði kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 3/2010. - 23.3.2011

Forsætisráðuneytið telur að faglega hafi verið staðið að undirbúningi og skipun skrifstofustjóra á nýrri skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í forsætisráðuneytinu. Mannauðsráðgjafi sem hefur unnið að fjölmörgum ráðningum hér á landi og erlendis á faglegum forsendum og komið að smíði nýrrar mannauðsstefnu Stjórnarráðsins vann að ferlinu í heild allt frá gerð auglýsingar til undirbúnings skipunar.

Lesa meira

Siðareglur ráðherra samþykktar í ríkisstjórn - 22.3.2011

Forsætisráðherra gaf í dag út siðareglur fyrir ráðherra ríkisstjórnarinnar.

Lesa meira

Samúðarkveðjur til Japan - 11.3.2011

Forsætisráðherra hefur sent forsætisráðherra Japans, Naoto Kan, samúðarkveðjur fyrir hönd ríkisstjórnar og íslensku þjóðarinnar. Lesa meira

Vitundarvakning á alþjóðavettvangi um mænuskaða - 9.3.2011

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að fela utanríkis-, velferðar- og innanríkisráðherrum að kanna hvernig Ísland getur stuðlað að vitundarvakningu á alþjóðavettvangi vegna mænuskaða.
Lesa meira

Alþingi skipi stjórnlagaráð - 24.2.2011

Í kjölfar þess að Hæstiréttur ákvað að ógilda kosningu til stjórnlagaþings sem fram fór 27. nóvember sl. skipaði forsætisráðherra, samráðshóp um viðbrögð við ákvörðun Hæstaréttar. Hópurinn skilaði af sér í dag til forsætisráðherra.

Lesa meira

Vel staðið að sameiningu ráðuneyta - 23.2.2011

Ríkisendurskoðun telur að um flest hafi verið vel staðið að sameiningu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis og dómsmála- og mannréttindaráðuneytis annars vegar og heilbrigðisráðuneytisins og félags- og tryggingamálaráðuneytisins hins vegar.

Lesa meira

Samúðarkveðjur til forsætisráðherra Nýja-Sjálands - 23.2.2011

Forsætisráðherra hefur sent samúðarkveðjur fyrir hönd ríkisstjórnar og íslensku þjóðarinnar til John Key, forsætisráðherra Nýja-Sjálands.

Lesa meira

Mælt fyrir frumvarpi til nýrra upplýsingalaga - 17.2.2011

Forsætisráðherra mælti í dag á Alþingi fyrir frumvarpi til upplýsingalaga sem er afrakstur af heildarendurskoðun gildandi laga. Helstu breytingar sem felast í frumvarpinu eru þær að gildissvið upplýsingalaga verður víkkað með þeim hætti að þau taki til fleiri aðila en nú er.

Lesa meira

Ávarp forsætisráðherra á Viðskiptaþingi 2011 - 16.2.2011

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra flutti í dag ávarp á Viðskiptaþingi 2011 og sagði þá meðal annars.

Lesa meira

Samstarfsvettvangur um atvinnumál hefur störf - 11.2.2011

Ríkisstjórnin hefur að tillögu forsætisráðherra ákveðið að setja á fót samstarfsvettvang um aðgerðir í atvinnu- og vinnumarkaðsmálum. Samstarfsvettvangurinn byggir á stefnumörkunarskjalinu Ísland 2020 – sókn fyrir atvinnulíf og samfélag.

Lesa meira

Ísland 2020:  Stefnumörkun fyrir atvinnulíf og samfélag - 2.2.2011

Morgunverðarfundur á Grand hótel Reykjavík miðvikudaginn 2. febrúar kl. 8:30-10:00. Morgunmatur frá kl. 8:00.

Lesa meira

Reglur um sölu ríkisins á eignarhlutum í fyrirtækjum - 26.1.2011

Ráðherranefnd um efnahagsmál samþykkti í gær að skipaður verði starfshópur til að yfirfara hvort  jafnræði og gagnsæi við sölu á fyrirtækjum í eigu ríkisins sé tryggt í lögum og reglum.

Lesa meira

Gengið til viðræðna við Reykjanesbæ um kaup á jarðhitaréttindum - 25.1.2011

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að ganga til viðræðna við Reykjanesbæ um kaup á jarðhitaréttindum þeim sem HS-Orka nýtir vegna Reykjanesvirkjunar samkvæmt leigusamningi við sveitarfélagið.

Lesa meira

Velferð og grænn hagvöxtur í London - 21.1.2011

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og David Cameron forsætsiráðherra Bretlands á fundi leiðtoga Norðurlanda, Eystrasalts og Bretlands 19. janúar 2011

Á fundi leiðtoga Norðurlanda, Eystrasaltsríkja og Bretlands í gær lýstu forsætisráðherrarnir allir mikilli ánægju með árangur fundarins.

Lesa meira

Forsætisráðherra sækir leiðtogafund í London - 19.1.2011

Forsætisráðherrar Norðurlandanna, Eystrasaltsríkja og Bretlands sækja leiðtogafund í London 19.-20. janúar næstkomandi.

Lesa meira

Ný skýrsla frá GRECO – Ísland í fremstu röð - 14.1.2011

GRECO, samtök ríkja gegn spillingu, hefur birt nýja matsskýrslu um Ísland þar sem m.a. er fjallað um gagnsæi fjárframlaga til stjórnmálaflokka hér á landi og um frammistöðu íslenskra stjórnvalda við innleiðingu 9 tilmæla um úrbætur.

Lesa meira

Opnun sýningarinnar „Óskabarn – Æskan og Jón Sigurðsson“ - 14.1.2011

Jón Sigurðsson - afmælismerki

Sýningin Óskabarn – Æskan og Jón Sigurðsson verður opnuð í Þjóðmenningarhúsinu laugardaginn 15. janúar nk. kl. 15.

Lesa meira

Ný ráðherranefnd í atvinnumálum - 7.1.2011

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögu forsætisráðherra um að sett verði á fót ráðherranefnd í atvinnumálum sem fjallar um atvinnu- og vinnumarkaðsmál m.a. í tengslum við markmið sem sett eru fram í stefnunni Ísland 2020. Lesa meira

Hvatningarátakið „Allir vinna“ framlengt - 7.1.2011

Hvatningarátakið „Allir vinna“

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að framlengja hvatningarátakinu „Allir vinna“, sem stjórnvöld hafa staðið að í samvinnu við Alþýðusamband Íslands, Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins og fleiri.

Lesa meira

Ísland 2020 - Framtíðarsýn og tillögur um fyrstu aðgerðir samþykkt í ríkisstjórn - 7.1.2011

Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögur stýrihóps Sóknaráætlunar undir heitinu Ísland 2020. Ísland 2020 er stefnumarkandi skjal sem felur í sér framtíðarsýn til ársins 2020.

Lesa meira

Afmælistíðindi komin út - 6.1.2011

Afmælistíðindi 1. árg. 1. tbl.

Kynningarrit afmælisnefndar forsætisráðuneytisins vegna 200 ára afmælis Jóns Sigurðssonar forseta 17. júní 2011 er komið út.

Lesa meira

Þjóðskrá Íslands tekur við rekstri Ísland.is - 4.1.2011

Upplýsinga- og þjónustuveitan island.is

Frá 1. janúar 2011 hefur Þjóðskrá Íslands tekið að sér þróun og rekstur vefsvæðisins Ísland.is sem er upplýsinga- og þjónustuveita fyrir ríki og sveitarfélög.

Lesa meira

Merking styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli - 4.1.2011

Merking styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli

Á nýársdag rann upp afmælisár Jóns Sigurðssonar forseta en hann fæddist á Hrafnseyri við Arnarfjörð 17. júní 1811. 

Lesa meira

Senda grein