Fréttasafn

Áramótaávarp forsætisráðherra 2013 - 31.12.2013

Forsætisráðherra flytur áramótaávarp 2013

Áramótaávarp Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, 31. desember 2013.

Lesa meira

Ríkisráðsfundi lokið - 31.12.2013

Ríkisráðsfundi á Bessastöðum 31. desember 2013 er lokið.

Lesa meira

Ríkisráðsfundur á Bessastöðum - 30.12.2013

Ríkisráð Íslands hefur verið kvatt saman á Bessastöðum þriðjudaginn 31. desember n.k. kl. 10.30.

Lesa meira

Ákvarðanir ríkisstjórnar í tengslum við niðurstöðu kjaraviðræðna - 21.12.2013

Ríkisstjórnin hefur í dag sent Samtökum atvinnulífsins og Alþýðusambandi Íslands bréf þar sem fram koma þær ráðstafanir sem hún mun beita sér fyrir í tengslum við niðurstöðu kjaraviðræðna á almennum vinnumarkaði. 

Lesa meira

Ríkisstjórnin kaupir netbirtingarrétt á Íslendingasögnum - 17.12.2013

Á fundi sínum í dag ákvað ríkisstjórn Íslands að festa kaup á netbirtingarrétti á þremur nýjum heildarútgáfum Íslendingasagna og þátta á dönsku, norsku og sænsku.

Lesa meira

Nýjar handbækur Stjórnarráðsins um stefnumótun og áætlanagerð, verkefnastjórnun o.fl. - 17.12.2013

Forsætisráðuneytið  hefur fyrir hönd Stjórnarráðs Íslands gefið út tvær handbækur um verklag innan ráðuneyta. Tilgangurinn með þeim er að bæta og samræma verklag. 

Lesa meira

Ný skrifstofa menningararfs í forsætisráðuneytinu - 17.12.2013

Margrét Hallgrímsdóttir

Á vegum forsætisráðuneytisins hefur að undanförnu verið unnið að skipulagsbreytingum vegna flutnings verkefna frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. 

Lesa meira

Leggur til breytingu á gjöldum af póstsendingum - 13.12.2013

Starfshópur vegna samkeppnisstöðu póstverslunar hefur skilað forsætisráðherra skýrslu sinni. Helstu tillögur starfshópsins eru þær að lagt er til að erlendum fyrirtækjum, sem selja vörur og póstleggja til Íslands, verði heimilt að innheimta og skila virðisaukaskatti og aðflutningsgjöldum af þeim vörum sem seldar eru til landsins. 

Lesa meira

Sérfræðingahópur skilar niðurstöðum í janúar  - 13.12.2013

Sérfræðingahópur um afnám verðtryggingar af nýjum neytendalánum mun skila niðurstöðum sínum í janúar 2014. Vinna hópsins er á áætlun. Lesa meira

Tilkynning frá forsætisráðherra vegna fráfalls Nelson Mandela - 6.12.2013

Nelson Mandela

„Í mínum huga var Nelson Mandela táknmynd frelsis, vonar, mannúðar og fyrirgefningar og með fráfalli hans er ekki einungis genginn helsti leiðtogi Suður Afríku, heldur heimsbyggðarinnar allrar."

Lesa meira

Aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar um höfuðstólslækkun húsnæðislána - 30.11.2013

Höfuðstólslækkun húsnæðislána

Ríkisstjórnin kynnir í dag aðgerðaáætlun með það að markmiði að lækka húsnæðisskuldir heimila í landinu.

Lesa meira

Aðgerðaáætlun um höfuðstólslækkun húsnæðislána afgreidd í ríkisstjórninni - 29.11.2013

Sérfræðingahópur um höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána skilaði ráðherranefnd um úrlausnir í skuldamálum heimilanna niðurstöðum sínum á fundi klukkan níu í morgun. Að því búnu kynnti forsætisráðherra tillögurnar í ríkisstjórn.

Lesa meira

Óskað eftir umsögnum vegna breytinga á stjórnsýslulögum - 18.11.2013

Forsætisráðuneytið óskar eftir umsögnum vegna fyrirhugaðra breytinga á stjórnsýslulögum. Fyrir liggja drög að frumvarpi þar sem lagðar eru til breytingar á ákvæðum um þagnarskyldu opinberra starfsmanna. Lesa meira

Kjarasamningar með áherslu á kaupmátt stuðla að stöðugleika - 15.11.2013

Forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra hafa í dag sent heildarsamtökum á vinnumarkaði minnisblað í tengslum við yfirstandandi kjarasamningalotu á almennum vinnumarkaði og væntanlega samningalotu á opinberum vinnumarkaði. 

Lesa meira

Danadrottning viðstödd hátíðardagskrá í Þjóðleikhúsinu - 14.11.2013

Við lok hátíðardagskrár í Þjóðleikhúsinu

Viðamikil hátíðardagskrá var í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi í tilefni af 350 ára afmæli Árna Magnússonar og var Margrét II Danadrottning sérstakur hátíðargestur. 

Lesa meira

Jólastyrkur til góðgerðarsamtaka - 12.11.2013

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun, að tillögu forsætisráðherra, að veita samtals 8. millj. kr. styrk í tilefni jóla til tíu góðgerðasamtaka sem starfa hér á landi. 

Lesa meira

Nýr aðstoðarmaður forsætisráðherra - 12.11.2013

Ásmundur Einar Daðason

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur í dag ráðið Ásmund Einar Daðason, alþingismann og formann hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar, sem aðstoðarmann sinn.

Lesa meira

Óháð ráð gefi umsagnir um lagabreytingar sem hafa áhrif á atvinnulíf og samkeppni - 11.11.2013

Forsætisráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um aðgerðir til að draga úr reglubyrði atvinnulífsins og efla samkeppni. Er framlagning frumvarpsins liður í að hrinda í framkvæmd stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þar sem segir að hún muni beita sér fyrir endurskoðun regluverks atvinnulífsins með einföldun og aukna skilvirkni að leiðarljósi. 

Lesa meira

Ítarlegar tillögur frá hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar - 11.11.2013

Hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar hefur skilað frá sér tillögum sínum en þær taka til allra helstu þátta ríkisrekstrarins og allra stærri þjónustu- og stjórnsýslukerfa ríkisins. Hagræðingarhópurinn hefur ekki lagt áherslu á beinar niðurskurðartillögur heldur á kerfisbreytingar sem beinast að breytingum á áherslum, aðferðum og skipulagi.

Lesa meira

Ríkisstjórn Íslands styður Hrókinn og Kalak - 9.11.2013

Á fundi sínum í gær ákvað ríkisstjórn Íslands að styðja Skákfélagið Hrókinn og Vinafélag Íslands og Grænlands, Kalak, um tvær milljónir króna, eða sem nemur einni milljón króna til hvors félags.

Lesa meira

Skýrsla forsætisráðherra um aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi - 7.11.2013

Forsætisráðherra flutti í dag Alþingi skýrslu um aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi. Sérfræðingahópur var skipaður í ágúst undir formennsku Sigurðar Hannessonar og hefur hópurinn unnið að tillögum um útfærslu á höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána.

Lesa meira

Forsætisráðherra skipar stjórnarskrárnefnd - 6.11.2013

Forsætisráðherra skipaði í dag nýja stjórnarskrárnefnd í samræmi við samkomulag allra þingflokka frá því í sumar. Í nefndinni sitja fulltrúar tilnefndir af þeim stjórnmálaflokkum sem sæti eiga á Alþingi, nánar tiltekið fjórir fulltrúar tilnefndir af ríkisstjórnarflokkunum og fjórir af stjórnarandstöðu. 

Lesa meira

Skýrsla um framkvæmd ályktana Alþingis 2012 lögð fram á Alþingi - 6.11.2013

Alþingishúsið við Austurvöll

Forsætisráðherra hefur lagt fram á Alþingi árlega skýrslu um meðferð og framkvæmd ályktana Alþingis. Skýrslan nær til ályktana sem Alþingi samþykkti á árinu 2012. 

Lesa meira

Forsætisráðherra kynnir formennskuáætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni - 29.10.2013

Gróska - lífskraftur Formennskuáætlun Íslands í Norrænu Ráðherranefndinni 2014

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sat í dag þing Norðurlandaráðs og tók þátt í umræðu um ungt fólk og samkeppnishæfni á Norðurlöndunum. Þá kynnti hann formennskuáætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni fyrir árið 2014 sem ber yfirskriftina „Gróska og lífskraftur“. 

Lesa meira

Forsætisráðherra afhendir forsætisráðherra Noregs þjóðargjöf til Norðmanna - 28.10.2013

Forsætisráðherra Íslands afhendir forsætisráðherra Noregs þjóðargjöf Íslendinga til Norðmanna

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra afhenti Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs þjóðargjöf Íslendinga til Norðmanna í tilefni af því að árið 2005 voru 100 ár liðin frá endurreisn norska konungdæmisins. 

Lesa meira

Forsætisráðherra afhendir þjóðargjöf til Norðmanna og sækir Norðurlandaráðsþing - 27.10.2013

Norðurlandaráð

Á þinginu mun forsætisráðherra meðal annars taka þátt í þemaumræðu um ungt fólk á Norðurlöndunum og kynna formennskuáætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni fyrir árið 2014.

Lesa meira

Fundur forsætisráðherra og varaforsætisráðherra Kína - 27.10.2013

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra átti síðla gærdags fund með Ma Kai varaforsætisráðherra Kína. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sat ennfremur fundinn, en með varaforsætisráðherra Kína í för voru m.a. varautanríkisráðherra og varaiðnaðarráðherra landsins. 

Lesa meira

Varaforsætisráðherra Kína heimsækir Ísland  - 25.10.2013

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mun á morgun, laugardag, eiga fund með Ma Kai varaforsætisráðherra Kína, sem hingað kemur til lands í boði forsætisráðherra.  Lesa meira

Jafnréttissjóður veitir styrki til fimm verkefna - 25.10.2013

Styrkhafar og fulltrúar úr stjórn Jafnréttissjóðs

Í gær, á kvennafrídaginn 24. október, var úthlutað styrkjum úr Jafnréttissjóði á málþingi sjóðsins þar sem jafnframt var gerð grein fyrir rannsóknum sem sjóðurinn styrkti á liðnu ári. 

Lesa meira

Afgreiðsla undanþága frá upplýsingalögum - 23.10.2013

Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um veitingu undanþága frá upplýsingalögum til fyrirtækja í meirihlutaeigu hins opinbera, sem starfa í samkeppni á markaði, vill forsætisráðuneytið taka fram að allar slíkar undanþágur voru veittar á grundvelli tillagna frá viðkomandi ráðherra eins og mælt er fyrir um í upplýsingalögum. 

Lesa meira

Undanþága frá gildissviði upplýsingalaga vegna tiltekinna fyrirtækja í meirihlutaeigu hins opinbera - 21.10.2013

Undanfarið hafa nokkuð verið til umræðu upplýsingalög nr. 140/2012 og undanþágur sem heimilt er að veita frá gildissviði þeirra skv. 3. mgr. 2. gr. laganna. Sem innlegg í umræðuna og til skýringar eru hér raktar helstu reglur og staðreyndir málsins.

Lesa meira

Forsætisráðherra ávarpar ráðstefnu um þróun orkumála á norðurslóðum - Ráðherranefnd um málefni norðurslóða sett á fót - 10.10.2013

Í erindi sínu ræddi forsætisráðherra meðal annars þær öru breytingar sem eiga sér stað á norðurslóðum og mikilvægi heildstæðrar nálgunar til að nýta tækifærin og takast á við þær áskoranir sem í þeim felast. Lesa meira

Ríkisráðsfundi á Bessastöðum 1. október 2013 er lokið - 1.10.2013

Á fundi ríkisráðs á Bessastöðum í dag voru endurstaðfestar ýmsar afgreiðslur, sem fram höfðu farið utan ríkisráðsfundar.

Lesa meira

Forsætisráðherra á aðalfundi samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi eystra - 30.9.2013

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, flytur ávarp á aðalfundi Eyþings, samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi eystra 27. september 2013

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, flutti ávarp og tók þátt í umræðum á aðalfundi Eyþings, samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi eystra sem fram fór á Grenivík föstudaginn 27. september sl. 

Lesa meira

Ríkisráðsfundur á Bessastöðum - 30.9.2013

Ríkisráð Íslands hefur verið kvatt saman á Bessastöðum þriðjudaginn 1. október n.k. kl. 11.00. Lesa meira

Forsætisráðherra heimsækir Þjóðminjasafn Íslands - 25.9.2013

Heimsókn forsætisráðherra á Þjóðminjasafn Íslands
Forsætisráðherra heimsótti Þjóðminjasafn Íslands síðdegis í gær og hitti starfsfólk safnsins og fræddist um starfsemi þess. Lesa meira

Nýr upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar - 25.9.2013

Sigurður Már Jónsson
Sigurður Már Jónsson hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar. Lesa meira

Forsætisráðherra ávarpar fjárfestingaráðstefnu í Lundúnum - 19.9.2013

Í ræðu sinni útlistaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra helstu áhersluþætti í efnahags- og fjárfestingastefnu ríkisstjórnarinnar, meðal annars er snúa að umhverfi efnahags- og fjármála á Íslandi og auknum möguleikum til fjárfestinga

Lesa meira

Aðgerðaáætlun um einfaldara og skilvirkara regluverk fyrir atvinnulífið og skipun ráðgjafarnefndar  - 18.9.2013

Forsætisráðherra hefur skipað nefnd til ráðgjafar um eftirlit á vegum hins opinbera og framkvæmd laga um opinberar eftirlitsreglur. Lögum samkvæmt hefur nefndin það hlutverk að veita ráðuneytum, þeim sem eftirlit beinist að og öðrum sem hagsmuni hafa af opinberu eftirliti ráð um útfærslu á reglum þar að lútandi. 

Lesa meira

Ríkisstjórnin samþykkir styrkveitingu vegna 350 ára afmælis Árna Magnússonar 2013 - 18.9.2013

350 ára afmæli Árna Magnússonar 2013

Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt styrkveitingu að upphæð tólf milljónir króna til Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. 

Lesa meira

Nýr formaður skipaður fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál - 18.9.2013

Hafsteinn Þór Hauksson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, hefur verið skipaður formaður úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá 30. september 2013 og til 18. nóvember 2015.

Lesa meira

Næstu skref í byggðamálum og áætlanagerð landshluta - 14.9.2013

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, flutti ávarp og tók þátt í umræðum á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi. Í ávarpi sínu fjallaði hann um stefnu ríkisstjórnarinnar í byggðamálum sem m.a. gerir ráð fyrir að áfram verði unnið að samþættingu opinberra áætlana og gerð landsáætlana.

Lesa meira

Norrænir leiðtogar funduðu með Bandaríkjaforseta - 4.9.2013

Leiðtogar Norðurlandanna ásamt forseta Bandaríkjanna

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fundaði í kvöld með leiðtogum Norðurlandanna og forseta Bandaríkjanna í Stokkhólmi. Meðal umræðuefna voru efnahagsmál, loftslagsmál, málefni norðurslóða og utanríkis- og öryggismál.

Lesa meira

Forsætisráðherra heimsækir Hagstofu Íslands - 30.8.2013

Frá heímsókn forsætisráðherra til Hagstofu Íslands

Með breytingum sem gerðar voru á forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna í Stjórnarráði Íslands í maí síðastliðnum færðist Hagstofa Íslands undir forsætisráðuneytið.

Lesa meira

Benedikt ráðinn efnahagsráðgjafi forsætisráðherra og ráðherranefnda ríkisstjórnarinnar - 27.8.2013

Benedikt Árnason

Benedikt Árnason hefur verið ráðinn efnahagsráðgjafi forsætisráðherra og ráðherranefnda ríkisstjórnarinnar. Benedikt er 47 gamall hagfræðingur frá Háskóla Íslands og með meistaragráður í hagfræði og MBA frá University of Toronto. 

Lesa meira

Einfaldara og skilvirkara regluverk fyrir atvinnulífið - hvað getum við lært af reynslu annarra þjóða? - 23.8.2013

Forsætisráðuneytið og Viðskiptaráð Íslands efna til hádegisverðarfundar um einfaldara og skilvirkara regluverk fyrir atvinnulífið, mánudaginn 2. september næstkomandi á Grand Hótel Reykjavík. 

Lesa meira

Tveir sérfræðingahópar skipaðir um skuldavanda heimila - 16.8.2013

Forsætisráðherra hefur í dag skipað í sérfræðingahópa um skuldavanda heimila í samræmi við þingsályktun um aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi sem samþykkt var á Alþingi í lok júní síðastliðinn.

Lesa meira

Nýr samstarfsráðherra Norðurlandanna - 16.8.2013

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra

Á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun, 16. ágúst, var Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, falið að vera í fyrirsvari fyrir ríkisstjórnina gagnvart norræna ríkisstjórnarsamstarfinu og sjá um það fyrir hönd forsætisráðherra. 

Lesa meira

Yfirlýsing ríkisstjórnar Íslands vegna hótana Evrópusambandsins í garð Færeyinga og Íslendinga - 16.8.2013

Ísland á mikilla hagsmuna að gæta hvað varðar stjórnun ýmissa sameiginlegra fiskistofna á Norðaustur-Atlantshafi. Íslensk fiskveiðistjórnun hefur um langt árabil tryggt sjálfbæra nýtingu sjávarauðlindarinnar ólíkt því sem gildir um fiskveiðistefnu ESB. Lesa meira

Forsætisráðherra fundar með Bandaríkjaforseta og leiðtogum Norðurlandanna - 15.8.2013

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mun eiga vinnukvöldverð hinn 4. september næstkomandi með Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, og leiðtogum Norðurlandanna í Svíþjóð. Lesa meira

Ábendingar til hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar - 14.8.2013

Á vef forsætisráðuneytisins hefur verið komið upp svæði þar sem almenningi er boðið að koma á framfæri hugmyndum og ábendingum til hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar um hluti sem betur mega fara í rekstri ríkisins.

Lesa meira

Forsætisráðherra ræðir stöðu Norðurlandanna í Evrópu - 12.8.2013

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hélt í dag erindi og tók þátt í umræðum um stöðu Norðurlandanna í Evrópu í Arendal, Noregi. Var viðburðurinn liður í dagskrá Arendalsvikunnar, sem er vettvangur stjórnmála- og atvinnulífs í Noregi til umræðu og skoðanaskipta.

Lesa meira

Forsætisráðherrahjón heiðursgestir á Íslendingahátíðum í Gimli og Mountain - 2.8.2013

Dagana 2.-6. ágúst heimsækja Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og eiginkona hans, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, Íslendingaslóðir í Kanada og Bandaríkjunum.
Lesa meira

Styrkur til Afrekssjóðs ÍSÍ vegna árangurs Anítu Hinriksdóttur - 25.7.2013

Forsætisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra ásamt Anítu Hinriksdóttur

Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í morgun að veita Afrekssjóði ÍSÍ tveggja milljóna kr. styrk árlega fram að Ólympíuleikunum sem haldnir verða í Ríó de Janeiro árið 2016, samtals átta milljónir kr. til að styðja við Anítu Hinriksdóttur.

Lesa meira

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, átti í dag fund með Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins - 16.7.2013

forsætisráðherra og Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins

Forsætisráðherra ræddi meðal annars við framkvæmdastjórann um framtiðaráskoranir bandalagsins, til dæmis vegna nýrra ógna, breyttra landfræðilegra áherslna og aukinna krafna um hagkvæmni og hagræðingu þegar kreppir að í efnahag bandalagsríkja.

Lesa meira

Forsætisráðherra fundar í Brussel - 16.7.2013

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og José Manuel Barroso forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, fundaði í dag með José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Herman van Rompuy, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins.

Lesa meira

Kveðja til Anítu Hinriksdóttur heimsmeistara í 800 metra hlaupi kvenna - 14.7.2013

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hefur sent kveðju til Anítu Hinriksdóttur, sem í dag varð heimsmeistari í 800 metra hlaupi kvenna á heimsmeistaramóti 17 ára og yngri.

Lesa meira

Ríkisstjórnin setur á fót sérstakan hagræðingarhóp - 5.7.2013

Í morgun samþykkti ríkisstjórnin erindisbréf hagræðingarhóps sem leggja skal til aðgerðir til þess að hagræða, forgangsraða og auka skilvirkni í rekstri stofnana ríkisins. Lesa meira

Forsætisráðherra tók á móti aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna - 3.7.2013

Sigmundur-og-Ban Ki-moon

Forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, tók á móti Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, á Þingvöllum í morgun. Gengið var frá Hakinu, niður Almannagjá og að Þingvallabústaðnum, en Þingvellir eru á heimsminjaskrá UNESCO.

Lesa meira

Alþingi samþykkir þingsályktunartillögu um aðgerðir vegna skuldavanda heimila - 28.6.2013

Í þingsályktuninni er kveðið á um markvissar aðgerðir til þess að mæta skuldavanda íslenskra heimila, sem til er kominn vegna hinnar ófyrirsjáanlegu höfuðstólshækkunar verðtryggðra húsnæðislána, sem leiddi af hruni fjármálakerfisins.

Lesa meira

Jafnréttissjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki - 28.6.2013

Jafnréttissjóður

Tilgangur Jafnréttissjóðs er að efla kynjarannsóknir og stuðla þannig að bættri stöðu kvenna og karla og framgangi jafnréttis. Umsóknarfrestur er til 1. september 2013.

Lesa meira

Forsætisráðherra fundar með lögmanni Færeyja - 24.6.2013

Forsætisráðherra og lögmaður Færeyja

Á fundinum var rætt um ýmis sameiginleg hagsmunamál landanna og kynnti forsætisráðherra lögmanni stefnu íslensku ríkisstjórnarinnar um aukna áherslu á samstarf við Norðurlönd.

Lesa meira

Fundur forsætisráðherra með Helle Thorning-Schmidt forsætisráðherra Danmerkur - 24.6.2013

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Helle Thorning-Schmidt forsætisráðherra Danmerkur
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, átti í dag fund með forsætisráðherra Danmerkur, Helle Thorning-Schmidt, í Kaupmannahöfn.
Lesa meira

Fundur forsætisráðherra með Frederik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar - 19.6.2013

Forsætisráðherrar Íslands og Svíþjóðar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, átti í dag hádegisverðarfund með forsætisráðherra Svíþjóðar, Frederik Reinfeldt, í Stokkhólmi.  Þeir héldu einnig sameiginlegan blaðamannafund.

Lesa meira

Forsætisráðherra fundar með forsætisráðherra Svíþjóðar - 18.6.2013

Forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á fund með Frederik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar á morgun, 19. júní.
Lesa meira

Ávarp forsætisráðherra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, á Austurvelli 17. júní 2013 - 17.6.2013

Forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, flytur hátíðarávarp á Austurvelli 17. júní 2013

„Á þessum tímamótum stöndum við frammi fyrir bæði ógnum og óþrjótandi tækifærum. Óhjákvæmilegt er að ytri skilyrði, efnahagsástand og alþjóðaumhverfi hafi áhrif á afkomu okkar. Við búum við einstakar auðlindir og legu landsins sem mikil tækifæri felast í. En dýrmætastur er þó mannauðurinn, sem býr meðal þjóðarinnar sjálfrar.“

Lesa meira

Hagstofu gert kleift að afla áreiðanlegra upplýsinga um skuldastöðu heimila - 14.6.2013

Hagstofa Íslands
Forsætisráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 163/2007, um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð.
Lesa meira

Forsætisráðherra leggur fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna - 11.6.2013

Í þingsályktuninni forsætisráðherra er lagt til að Alþingi álykti að ríkisstjórnin skuli með markvissum aðgerðum taka á skuldavanda íslenskra heimila, sem til er kominn vegna hinnar ófyrirsjáanlegu höfuðstólshækkunar verðtryggðra húsnæðislána, sem leiddi af hruni fjármálakerfisins. Lesa meira

Stefnuræða forsætisráðherra - 10.6.2013

Forsætisráðherra flytur stefnuræðu við upphaf 142. löggjafarþings

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, flutti stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld, 10. júní  2013. Forsætisráðherra sagði að bjartsýni, kjarkur og þor væru forsendur framfara og árangurs.

Lesa meira

Forsætisráðherra fundaði með formanni landsstjórnar Grænlands - 7.6.2013

Formaður landsstjórnar Grænlands og forsætisráðherra

Forsætisráðherra fundaði í morgun með Alequ Hammond, formanni landsstjórnar Grænlands, en hún er hér á landi í stuttri vinnuheimsókn.

Lesa meira

Leiðtogafundi Barentsráðsins í Kirkenes lauk í dag - 4.6.2013

Fulltrúar ríkja Barentsráðsins á leiðtogafundi í Kirkenes í Noregi

Forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, tók þátt í leiðtogafundi Barentsráðsins í dag. Fundurinn markar 20 ára samstarf ríkja Barentsráðsins. 

Lesa meira

Forsætisráðherra átti tvíhliða fundi með forsætisráðherra Noregs og Finnlands - 4.6.2013

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Jens Stoltenberg

Forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, átti í gær, mánudag, tvíhliða fundi með forsætisráðherra Noregs, Jens Stoltenberg og með forsætisráðherra Finnlands, Jyrki Katainen.

Lesa meira

Forsætisráðherra fundaði með forsætisráðherra Rússlands - 4.6.2013

Forsætisráðherrar Íslands og Rússlands

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, fundaði með Dmitry Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, mánudaginn 3. júní í tengslum við leiðtogafund sem þeir sóttu í Kirkenes í Noregi.

Lesa meira

Forsætisráðherra sækir hátíðarfund leiðtoga Barentsráðsins - 2.6.2013

Barentsráðið (Barents Euro-Arctic Council)

Forsætisráðherra sækir hátíðarfund leiðtoga Barentsráðsins (Barents Euro-Arctic Council) á mánudag og þriðjudag. Fundurinn er haldinn í Kirkenes í Noregi, en þar er fastaskrifstofa ráðsins og samstarfsyfirlýsing Barentsráðsins var undirrituð þar fyrir 20 árum.

Lesa meira

Fundur forsætisráðherra með forseta Finnlands - 29.5.2013

Forseti Finnlands, forsætisráðherra Íslands og eiginkonur þeirra

Forsætisráðherra átti í dag fund með forseta Finnlands, en opinber heimsókn hans til Íslands hófst í gær. Fundurinn var haldinn í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu.

Lesa meira

Jóhannes Þór ráðinn aðstoðarmaður forsætisráðherra - 24.5.2013

Jóhannes Þór Skúlason

Jóhannes Þór Skúlason hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Hann hefur verið aðstoðarmaður formanns Framsóknarflokksins frá 2011.

Lesa meira

Fyrsti ríkisstjórnarfundur ráðuneytis Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar haldinn í dag - 24.5.2013

Ríkisstjórn Íslands sat fyrsta ríkisstjórnarfund sinn undir forsæti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í dag, 24. maí 2013. Á fundinum var stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins lögð fram og samþykkt.
Lesa meira

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson nýr forsætisráðherra - 24.5.2013

Nýr ráðherra tekur við lyklum að Stjórnarráðshúsinu

Nýr forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tók í gær, 23. maí 2013, við embætti af Jóhönnu Sigurðardóttur, sem gengt hefur starfi forsætisráðherra frá 1. febrúar 2009.

Lesa meira

Fyrsta ráðuneyti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar - 23.5.2013

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar 23. maí 2013

Á fundi ríkisráðs sem haldinn var síðdegis í dag féllst forseti Íslands á tillögu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar alþingismanns um skipun fyrsta ráðuneytis hans. Forseti gaf út úrskurð um skiptingu starfa ráðherra og um skiptingu stjórnarmálefna á milli ráðuneyta.

Lesa meira

Ríkisráðsfundir á Bessastöðum fimmtudaginn 23. maí 2013 - 22.5.2013

Ríkisráð Íslands verður kvatt saman til tveggja funda á Bessastöðum á morgun Lesa meira

Samráðsvettvangur: Hagvaxtartillögur verkefnisstjórnar - 13.5.2013

Samráðsvettvangur um aukna hagsæld

Á 3. fundi Samráðsvettvangs um aukna hagsæld, sem haldinn var 8. maí sl, voru lagðar fram og kynntar tillögur sjálfstæðrar verkefnisstjórnar varðandi hagvaxtarmarkmið, opinbera þjónustu, innlenda þjónustu, auðlindageira og alþjóðageira.

Lesa meira

Ísland 2020: Ný stöðuskýrsla - 30.4.2013

Ísland 2020 – sókn fyrir atvinnulíf og samfélag

Gefin hefur verið út ný skýrsla um Stefnumörkunina Ísland 2020, sem fjallar um framtíðarsýn um öflugra atvinnulíf og samfélag. Slík skýrsla var síðast gefin út í apríl 2012 þar sem stöðu verkefnanna í Ísland 2020 var lýst.

Lesa meira

Tillögur að upplýsinga- og samskiptastefnu  Stjórnarráðsins - Umsagna leitað um tillögurnar til 31. maí 2013 - 29.4.2013

Drög að fyrstu upplýsinga- og samskiptastefnu Stjórnarráðs Íslands eru nú birt hér á vef ráðuneytisins til umsagnar og samráðs, í samræmi við samþykkt ríkisstjórnarinnar 23. apríl sl. Lesa meira

Nær 9 af hverjum 10 verkefnum ríkisstjórnarinnar lokið - 26.4.2013

Við lok kjörtímabilsins hafði 204 verkefnum verið lokið af 222 (græn). Mál sem lokið var að hluta og teljast enn í vinnslu eru 16 talsins (gul). Aðeins 2 málum er ólokið (rauð).

Lesa meira

Fé til uppbyggingar á friðlandinu í Þjórsárverum - 24.4.2013

Að tillögu forsætisráðherra samþykkti ríkisstjórnin á fundi sínum 23. apríl 2013 að 40 milljónum króna verði varið til uppbyggingar í stækkuðu friðlandi í Þjórsárverum. Samkvæmt ákvæði laga um þjóðlendur (4. mgr. 3. gr. nr. 58/1998) skal verja tekjum af leyfum til nýtingar lands innan þjóðlenda til landbóta, umsjónar, eftirlits og sambærilegra verkefna innan þjóðlendna eftir nánari ákvörðun forsætisráðherra.

Lesa meira

Aukin vernd neytenda á fjármálamarkaði - 23.4.2013

Neytendavernd á  fjármálamarkaði

Nefnd, sem skipuð var af hálfu forsætisráðuneytisins í október 2012 hefur skilað skýrslu og tillögum um bætta neytendavernd á fjármálamarkaði.

Lesa meira

Fundir forsætisráðherra með formanni utanríkismálanefndar Kína og fyrrverandi forsætisráðherra Kína - 16.4.2013

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Fu Ying, formaður utanríkismálanefndar kínverska alþýðuþingsins

Á öðrum degi opinberrar heimsóknar sinnar í Kína tók forsætisráðherra á móti Fu Ying, sem er fyrsta konan sem gegnir stöðu formanns utanríkismálanefndar kínverska alþýðuþingsins.

Lesa meira

Forsætisráðherra hittir forseta Kína og setur viðskiptaþing - 16.4.2013

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra Íslands og Xi Jinping forseti Kína

Annar dagur opinberrar heimsóknar forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, hófst með opnun viðskiptaþings sem haldið var í samstarfi sendiráðs Íslands í Kína, Íslandsstofu og CCPIT.

Lesa meira

Forsætisráðherrar Kína og Íslands gefa út sameiginlega yfirlýsingu - 15.4.2013

Forsætisráðherrahjónin í skoðunarferð  í Forboðnu borginni, í fylgd kínverska sendiherrans á Íslandi og eiginkonu hans, auk fylgdarliðs

Opinber dagskrá heimsóknar Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, í boði Li Keqiangs, forsætisráðherra Kína, hófst í dag.

Lesa meira

Meðferð arðs af auðlindum þjóðarinnar - 9.4.2013

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag tillögu forsætisráðherra um að fela starfshópi fjögurra ráðuneyta að hefja undirbúning að stofnun auðlindasjóðs. Hópnum verður jafnframt falið að gera tillögu að nýrri skilgreiningu á núgildandi  stjórnskipulagi auðlindamála og þjóðlendna.

Lesa meira

Samúðarkveðja vegna fráfalls Margaret Thatcher - 9.4.2013

Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands

Forsætisráðherra hefur sent samúðarkveðju vegna fráfalls Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. 

Lesa meira

Opinber heimsókn forsætisráðherra til Kína - 6.4.2013

Forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir og eiginkona hennar, Jónína Leósdóttir, verða í opinberri heimsókn í Kína 15.-18. apríl næstkomandi. Boði kínverskra stjórnvalda um heimsóknina var komið á framfæri af þáverandi forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao, í opinberri heimsókn hans til Íslands í apríl á síðasta ári.

Lesa meira

Til athugunar að koma á fót Þjóðhagsstofnun og hagráði - 5.4.2013

Til skoðunar hefur verið í forsætisráðuneytinu að stofna sérstakt hagsráð óháðra sérfræðinga til að leggja mat á efnahagsáætlanir. Jafnframt að setja á fót sjálfstæða stofnun í stað Þjóðhagsstofnunar sem lögð var niður fyrir 11 árum síðan.

Lesa meira

Aðgerðir sökum neyðarástands vegna kynferðisbrota gegn börnum - 5.4.2013

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að verja nú þegar 79 milljónum kr. til að fjármagna forgangsaðgerðir til að bregðast við neyðarástandi í kynferðisbrotum gegn börnum. Þá hefur ríkisstjórnin lagt til að 110 milljón kr. aukafjárveiting verði varið í kaup á nýju Barnahúsi en sú tillaga er háð samþykki Alþingis. Samanlagt er um að ræða 189 milljónir kr.

Lesa meira

Heillaóskir til nýs formanns landsstjórnar Grænlands - 27.3.2013

Grænlenski fáninn
Forsætisráðherra sendi í dag heillaóskir til nýs formanns landsstjórnar Grænlands, Alequ Hammond, en tilkynnt var í gær um nýja ríkisstjórn sem hún leiðir á Grænlandi.
Lesa meira

Ríkisstjórnin samþykkir 5 milljóna króna styrk til uppbyggingar tónlistarhúss í Kulusuk á Grænlandi - 26.3.2013

Föstudaginn 8. mars sl. brann tónlistarhús barnaskóla í Kulusuk á Grænlandi ásamt hljóðfærum og tækjabúnaði sem þar var.

Lesa meira

Skýrsla um ráðstöfun lands og landsréttinda innan þjóðlendna - 22.3.2013

Forsætisráðherra hefur gefið Alþingi skýrslu um ráðstöfun lands og landsréttinda innan þjóðlendna og tekna af gjöldum fyrir slík réttindi í samræmi við 5. mgr. 3. gr. laga nr. 58/1998 um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta. Skýrsla þessi er önnur í röðinni, á jafn mörgum árum.

Lesa meira

Nýsköpun í stjórnsýslu – kaflaskipti í samskiptum ríkis og sveitarfélaga - 22.3.2013

Sóknaráætlanir, landið skiptist í átta landshluta

Undirritaðir voru í dag samningar um sóknaráætlanir í átta landshlutum. Með samningunum er brotið í blað í sögu samskipta landshlutanna við Stjórnarráðið að því er varðar  úthlutun opinberra fjármuna til einstakra verkefna um land allt.

Lesa meira

Heillaóskir til nýs forsætisráðherra Kína - 15.3.2013

Forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir og fyrrv. forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao, í opinberri heimsókn hans til Íslands í apríl 2012

Forsætisráðherra hefur sent nýkjörnum forsætisráðherra Kína, Li Keqiang, árnaðaróskir með embættið. 

Lesa meira

Forsætisráðherra á leiðtogafundi Northern Future Forum í Riga, Lettlandi - 27.2.2013

Riga, höfuðborg Lettlands

Á fundinum er ætlunin að skiptast á skoðunum og miðla reynslu þjóðanna varðandi tvö meginefni; hvort grænn hagvöxtur geti verið samkeppnishæfur og hvernig haga megi upplýsingatækni þannig að borgararnir hafi sem bestan og greiðastan aðgang að stjórnsýslu og upplýsingum.

Lesa meira

Grunnur lagður að grænu hagkerfi - 26.2.2013

Efling græna hagkerfisins á Íslandi

Verkefnastjórn undir forystu forsætisráðuneytisins, hefur skilað skýrslu um forgangsröðun verkefna sem sem miða að því marki að efla grænt hagkerfi á Íslandi.

Lesa meira

Þriggja milljóna króna styrkur til Lífs styrktarfélags - Vilborg Arna Gissurardóttir suðurskautsfari heiðruð - 3.2.2013

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, afhenti í dag Lífi, styrktarfélagi Kvennadeildar Landspítalans, þriggja milljóna króna styrk fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Hann er veittur í tilefni af afreki Vilborgar Örnu Gissurardóttur, sem náði því markmiði að ganga á suðurskautið til styrktar Lífi styrktarfélagi.

Lesa meira

Veflesari á vefjum Stjórnarráðsins - 30.1.2013

Skrifað undir samning um notkun á veflesaranum

Forsætisráðuneytið hefur undirritað samning við Blindrafélagið um að bjóða upplestur á efni á vefsíðum Stjórnarráðs Íslands með svonefndum veflesara.

Lesa meira

EFTA-dómstóllinn sýknar Ísland – Icesave-málinu lokið - 28.1.2013

Dómur EFTA-dómstólsins í Icesave- málinu felur í sér að Ísland er sýknað af kröfum ESA um að vera lýst brotlegt við EES-samninginn. Dómstóllinn hafnar því að íslensk stjórnvöld hafi brotið gegn tilskipun um innstæðutryggingar eða mismunað innstæðueigendum. Lesa meira

Samráðsvettvangur um aukna hagsæld á Íslandi - 25.1.2013

Settur hefur verið á fót þverpólitískur og þverfaglegur samráðsvettvangur um aukna hagsæld á Íslandi. Á vettvangnum sitja formenn allra stjórnmálaflokka sem eiga sæti á Alþingi, helstu hagsmunasamtök launþega og atvinnurekenda, fulltrúar háskólasamfélagsins, sveitarfélaga og stjórnendur fyrirtækja úr ýmsum atvinnugreinum.

Lesa meira

Nýtt gosminjasafn í Vestmannaeyjum - 25.1.2013

Ríkisstjórnin á Selfossi

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum á Selfossi í dag að veita 10 milljónum króna til styrktar nýju gosminjasafni í Vestmannaeyjum sem hafinn er undirbúningur að, en þann 23. janúar sl. voru 40 ár liðin frá því gos hófst í Heimaey.

Lesa meira

Ný sýn, breytingar á vísinda- og nýsköpunarkerfinu - 24.1.2013

Ný sýn - Breytingar á vísinda- og nýsköpunarkerfinu

Skýrslan, Ný sýn, breytingar á vísinda- og nýsköpunarkerfinu, hefur verið gefin út. Í skýrslunni er dregin upp mynd af vísinda- og nýsköpunarkerfinu.

Lesa meira

Tillaga um stofnun nýs hamfarasjóðs vegna náttúruhamfara hér á landi - 22.1.2013

Í nóvember 2010 skipaði forsætisráðherra nefnd sem ætlað var að gera tillögur um bætur samkvæmt föstum verklagsreglum til tjónþola í náttúruhamförum til þess að fyrirbyggja að ríkissjóður standi frammi fyrir óvæntum útgjöldum í kjölfar náttúruhamfara.

Lesa meira

Heillaóskir til forseta Bandaríkjanna - 21.1.2013

Forsætisráðherra hefur sent Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, kveðjur og hamingjuóskir fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands, í tilefni af innsetningu hans í forsetaembættið næsta kjörtímabil.

Lesa meira

Samráðshópur gegn kynferðislegu ofbeldi - 11.1.2013

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að settur verði á fót samráðshópur um samhæfða framkvæmd stjórnvalda til þess að sporna gegn kynferðislegu ofbeldi, treysta burði réttarvörslukerfisins til þess að koma lögum yfir kynferðisbrotamenn og að tryggja skilvirk úrræði fyrir þolendur kynferðisbrota og markvissar forvarnaraðgerðir. Lesa meira

Reglur um starfshætti ríkisstjórnar - 9.1.2013

Ríkisstjórnin samþykkti 8. janúar sl., á grundvelli laga nr. 115/2011 um Stjórnarráð Íslands, meðfylgjandi reglur um starfshætti ríkisstjórnar.

Lesa meira

Ný upplýsingalög hafa tekið gildi - 3.1.2013

Nú um áramótin tóku gildi ný upplýsingalög nr. 140/2012, sem koma í stað upplýsingalaga nr. 50/1996. Þar er að finna fjölmargar breytingar sem rýmka rétt almennings til aðgangs að gögnum hjá opinberum aðilum og varðandi meðferð opinbers fjár.

Lesa meira

Senda grein