Fréttasafn

Áramótaávarp forsætisráðherra 2016 - 31.12.2016

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra flytur áramótaávarp

Áramótaávarp Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra 31. desember 2016.

Lesa meira

Samkeppnishæfni þjóðarbúsins í ljósi styrkingar krónunnar - 20.12.2016

Ráðherranefnd um efnahagsmál hefur fjallað um viðvarandi styrkingu krónunnar og vaxandi hættu á ójafnvægi í hagkerfinu. Ákveðið hefur verðið að fela sérfræðingum að greina stöðuna og koma með tillögur til að stemma stigu við þensluhættu og þeirri hættu sem steðjar að samkeppnishæfni þjóðarbúsins. 

Lesa meira

Alþingi kvatt saman þriðjudaginn 6. desember nk. - 30.11.2016

Forseti Íslands hefur fallist á tillögu forsætisráðherra um að þing verði kallað saman þriðjudaginn 6. desember nk. kl. 13.30.

Lesa meira

Skýrsla starfshóps um eflingu byggðar og atvinnulífs á svæðinu milli Markarfljóts og Öræfa - 18.11.2016

Forsætisráðherra skipaði þann 9. september 2016 starfshóp sem ætlað var að móta framtíðarsýn fyrir svæðið frá Markarfljóti að Öræfum.

Lesa meira

Heillaóskir forsætisráðherra til nýkjörins forseta Bandaríkjanna - 9.11.2016

Forsætisráðherra hefur sent nýkjörnum forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, heillaóskabréf vegna sigurs hans í forsetakosningum í Bandaríkjunum í gær. 

Lesa meira

Staðgengill forsætisráðherra á Norðurlandaráðsþingi og tengdum ráðherrafundum - 2.11.2016

Norðurlandaráðsþing 2016

Eygló Harðardóttir,  félags- og húsnæðismálaráðherra, samstarfsráðherra Norðurlanda og staðgengill forsætisráðherra á þingi Norðurlandaráðs, tók í gær og í dag þátt í störfum Norðurlandaráðsþings í Kaupmannahöfn. 

Lesa meira

Ríkisráðsfundur á Bessastöðum - 20.10.2016

Ríkisráð Íslands hefur verið kvatt saman á Bessastöðum föstudaginn 21. október næstkomandi kl. 14.00.

Lesa meira

Forsætisráðherra fundar með aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna - 8.10.2016

Ban Ki-moon aðalframkvæmdastjóri Sameinðu þjóðanna og Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra

Sigurður Ingi Jóhannsson fundaði í dag með Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóra Sameinðu þjóðanna. Á fundinum voru rædd ýmis alþjóða- og öryggismál.

Lesa meira

Forsætisráðherra fundaði með fyrsta ráðherra Skotlands - 7.10.2016

Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands og Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra fundaði í dag með Nicola Sturgeon fyrsta ráðherra Skotlands. 

Lesa meira

Yfirlýsing Ríkisstjórnar Íslands vegna frumvarps um almannatryggingar - 7.10.2016

Lágmarksbætur einstæðra eldri borgara verði 300 þúsund krónur og frítekjumarki komið á

Lesa meira

Forsætisráðherra fundaði með forsætisráðherra Quebecfylkis í Kanada - 6.10.2016

Forsætisráðherra fundaði með Philippe Couillard forsætisráðherra Quebecfylkis í Kanada í dag. Á fundinum voru rædd málefni norðurslóða, loftslagsmál og sjálfbær þróun. 

Lesa meira

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra fundar með utanríkisráðherra Finnlands - 6.10.2016

Timo Soini utanríkisráðherra Finnlands og Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra átti í dag fund með Timo Soini utanríkisráðherra Finnlands. 

Lesa meira

Alþjóðleg ráðstefna um stjórnarskrárendurskoðun - 21.9.2016

Dagana 23.-24. september næstkomandi fer fram á Akureyri alþjóðleg og þverfagleg ráðstefna um stjórnarskrárendurskoðun. Ráðstefnan er haldin í samstarfi forsætisráðuneytis, stjórnarskrárnefndar og Háskólans á Akureyri. 

Lesa meira

Ríkisstjórnin samþykkir lista yfir forgangsmál fyrir hagsmunagæslu Íslands í EES-samstarfinu - 20.9.2016

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun, að tillögu forsætisráðherra og utanríkisráðherra, forgangslista fyrir hagsmunagæslu í EES-samstarfinu. Þar eru skilgreind helstu hagsmunamál Íslands á meðal þeirra málefna sem eru í lagasetningarferli innan Evrópusambandsins.

Lesa meira

Aðgerðaáætlun fyrir Vestfirði - 20.9.2016

Nefnd sem vann aðgerðaráætlun á sviði samfélags- og atvinnuþróunar fyrir Vestfirði hefur skilað ríkisstjórninni skýrslu. Nefndin leggur  áherslu á að flýta þurfi uppbyggingu innviða á Vestfjörðum. 

Lesa meira

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra fundar með Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur - 12.9.2016

Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra Íslands og Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur

Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra er í opinberri heimsókn í Danmörku. Hann fundaði í dag með Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, þar sem þeir ræddu meðal annars góð samskipti landanna, ríka sameiginlega sögu og menningararfleifð. 

Lesa meira

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra fer í opinbera heimsókn til Danmerkur - 11.9.2016

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra heldur af stað í dag í opinbera heimsókn til Danmerkur í boði Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur.

Lesa meira

Starfshópur um eflingu byggðar og atvinnulífs á svæðinu frá Markarfljóti að Öræfum - 9.9.2016

Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í morgun að settur verði á fót starfshópur sem fái það verkefni að móta framtíðarsýn fyrir svæðið frá Markarfljóti að Öræfum.

Lesa meira

Hagsmunir Íslands á norðurslóðum - 8.9.2016

Forsíða skýrslunnar „Hagsmunir Íslands á norðurslóðum - Tækifæri og áskoranir“

Mat á hagsmunum Íslands vegna norðurslóða var kynnt á fundi í háskólanum á Akureyri í dag, 8. september. Markmiðið með útgáfu hagsmunamatsins er að kortleggja helstu hagsmuni Íslands í margslungnu umhverfi norðurslóða. Má þar helst nefna alþjóðapólitísk og efnahagsleg tækifæri sem og áskoranir þeim tengdam – einkum er lúta að umhverfinu.

Lesa meira

Umbótatillögur á skattkerfinu - 6.9.2016

Verkefnisstjórn um breytingar og umbætur á skattkerfinu hefur skilað af sér skýrslu til Samráðsvettvangs um aukna hagsæld um hvernig hægt sé að einfalda skattkerfið og gera það skilvirkara. Um er að ræða 27 tillögur sem snúa að breytingum á skattkerfinu í heild sinni.

Lesa meira

Peningaútgáfa - valkostir í peningakerfum - 5.9.2016

Í dag var gefin út skýrslan Money Issuance – alternative monetary systems sem KPMG vann fyrir forsætisráðuneytið. Að því tilefni stóðu forsætisráðuneytið og KPMG fyrir ráðstefnu um efnið í morgun.

Lesa meira

Forsætisráðherra leggur fram frumvarp til stjórnarskipunarlaga - 25.8.2016

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra lagði í dag fram á Alþingi frumvarp til stjórnarskipunarlaga . Frumvarpið er lagt fram sem þingmannafrumvarp. Það er efnislega samhljóða tillögum þverpólitískrar stjórnarskrárnefndar sem afhentar voru forsætisráðherra í júlí síðastliðnum.

Lesa meira

Forsætisráðherra sendir samúðarkveðjur vegna jarðskjálftans á Ítalíu - 25.8.2016

Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra hefur sent Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, samúðarkveðjur frá ríkisstjórninni og íslensku þjóðinni vegna gríðarmikillar eyðileggingar og mannfalls af völdum jarðskjálftans á Ítalíu í gær.

Lesa meira

Kortlagning hagsmuna Íslands á norðurslóðum - 19.8.2016

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun, að tillögu forsætisráðherra, skýrslu sem unnið hefur verið að um nokkurt skeið og ber heitið „Hagsmunir Íslands á norðurslóðum – Tækifæri og áskoranir“.  

Lesa meira

Kaup á fyrstu fasteign auðvelduð - 15.8.2016

Fasteignakaup verða auðveldari og afborganir léttari fyrir nýja kaupendur á fasteignamarkaði verði tillögur ríkisstjórnarinnar í frumvarpi til laga um stuðning við kaup á fyrstu íbúð samþykktar.

Lesa meira

Forsætisráðherra verndari herferðar Women in Parliaments Global Forum - 9.8.2016

Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, hefur fallist á að gerast verndari herferðar Women in Parliaments Global Forum – WIP Leadership Campaign, en hugmyndina að herferðinni má rekja til HeForShe herferðar UN Women þar sem forsætisráðherra er í hópi 10 þjóðarleiðtoga sem eru í farabroddi þess átaks. Um leið samþykkti ríkisstjórnin að veita fjórum milljónum króna af ráðstöfunarfé sínu til herferðar WIP. 

Lesa meira

Almenningur boðinn velkominn á Austurvöll - 30.7.2016

Athöfn vegna embættistöku forseta Íslands fer fram í Dómkirkjunni og Alþingishúsinu mánudaginn 1. ágúst og hefst dagskrá kl. 15.30. Ríkisútvarpið verður með beina útvarpssendingu frá athöfninni í kirkju og beina sjónvarpsútsendingu frá athöfninni í þinghúsi. 

Lesa meira

Ríkisráðsfundi á Bessastöðum 28. júlí 2016 er lokið - 28.7.2016

Ríkisráðsfundi á Bessastöðum 28. júlí 2016 er lokið.

Á fundinum voru m.a. endurstaðfestar ýmsar afgreiðslur sem fram höfðu farið utan ríkisráðsfundar.

 

Lesa meira

Ríkisráðsfundur á Bessastöðum 28. júlí 2016 - 28.7.2016

Ríkisráð Íslands hefur verið kvatt saman á Bessastöðum í dag 28. júlí kl. 11.00.

Lesa meira

Forsætisráðherra sendir samúðarkveðjur vegna árásar í Nice - 15.7.2016

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra, hefur sent Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, samúðarkveðjur frá ríkisstjórninni og íslensku þjóðinni vegna árásanna í Nice í gær. 

Lesa meira

Samstaða á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins - 9.7.2016

Viðbúnaður og varnir í Evrópu, samskiptin við Rússland og áskoranir úr suðri voru meðal umræðuefna á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Varsjá í dag. Fundinn sóttu fyrir Íslands hönd Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra. 

Lesa meira

Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins í Varsjá - 8.7.2016

Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins (NATO) var settur í Varsjá í Póllandi í dag að viðstöddum Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra  og Lilju Dögg Alfreðsdóttur utanríkisráðherra. Viðbúnaður og varnir í Evrópu voru meðal helstu umræðuefna.

Lesa meira

Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins í Varsjá - 7.7.2016

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) sem haldin er í Varsjá 8. og 9. júlí.

Lesa meira

Fundargerð fyrsta fundar Þjóðhagsráðs - 7.7.2016

Þjóðhagsráð kom saman til fyrsta fundar 8. júní sl. en hlutverk ráðsins er að greina stöðu efnahagsmála og ræða samhengi ríkisfjármála, peningastefnu og vinnumarkaðar í tengslum við helstu viðfangsefni hagstjórnar hverju sinni.

Lesa meira

Stjórnarskrárnefnd skilar tillögum til forsætisráðherra - 7.7.2016

 Stjórnarskrárnefnd hefur afhent forsætisráðherra frumvörp til stjórnarskipunarlaga um þjóðareign á náttúruauðlindum, umhverfis- og náttúruvernd og þjóðaratkvæðagreiðslur að kröfu hluta kjósenda. 

Lesa meira

Hátíð í dag í tilefni af heimkomu íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu - 4.7.2016

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu kemur heim til Íslands í dag, mánudaginn 4. júlí, eftir frækilegan árangur í Evrópukeppninni í knattspyrnu. Af því tilefni er boðið til fagnaðarfundar íslensku þjóðarinnar með landsliðshópnum í miðbæ Reykjavíkur.

Lesa meira

Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, fundar með forsætisráðherra Svartfjallalands - 29.6.2016

Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, átti í dag fund með Milo Đukanović, forsætisráðherra Svartfjallalands, sem sækir Ísland heim í tilefni af því að tíu ár eru liðin frá því að stofnað var til sjálfstæðs ríkis Svartfjallalands. 

Lesa meira

Ríkisstjórnin styrkir Evrópumót kvennalandsliða í golfi - 28.6.2016

Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að veita 1,5 milljón króna af ráðstöfunarfé sínu til Golfsambands Íslands vegna Evrópumóts kvennalandsliða í golfi. 

Lesa meira

Nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum - 27.6.2016

Á fundi ríkisstjórnarinnar 31. maí 2016 var samþykkt að skipa nefnd til að vinna aðgerðaráætlun á sviði samfélags- og atvinnuþróunar fyrir Vestfirði. Vinnan er undir forystu forsætisráðuneytisins en mun fara fram í nánu samstarfi við þau ráðuneyti sem við eiga og í samráði við stýrihóp ráðuneytanna um byggðamál. 

Lesa meira

Viðbrögð við ákvörðun Breta um úrsögn úr ESB - 24.6.2016

Ríkisstjórn Íslands ræddi á fundi sínum í morgun þá ákvörðun Breta að ganga úr Evrópusambandinu. Bretland er eitt mikilvægasta viðskiptaland Íslands og grundvallast samskiptin á EES-samningnum. 

Lesa meira

Heimsókn forsætisráðherra í franska þingið - Áfram Ísland! - 22.6.2016

Lionel Tardy tekur við landsliðstreyju úr hendi Sigurðar Inga

Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, átti í dag fund í franska þinghúsinu með Íslandsvinafélagi franskra þingmanna. Fyrir þeim hópi þingmanna fer Lionel Tardy.

Lesa meira

Forsætisráðherra fundar með aðstoðarframkvæmdastjóra OECD - 21.6.2016

Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og Mari Kiviniemi, aðstoðarframkvæmdastjóri OECD

Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra,  átti í dag fund með Mari Kiviniemi, fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands, sem nú gegnir stöðu aðstoðarframkvæmdastjóra Efnahags- og framfarastofnunarinnar í París (OECD).

Lesa meira

Forsætisráðherra sækir þriðja leik Íslands á EM í knattspyrnu í París - 20.6.2016

Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra sækirþriðja leik Íslands á Evrópumótinu í knattspyrnu karla sem nú fer fram í Frakklandi. Leikurinn verður á Stade de France á miðvikudaginn.

Lesa meira

Margt sem auðgar íslenskt mannlíf - 17.6.2016

„17. júní komum við saman og gleðjumst með fjölskyldu og vinum, hefjum fánann á loft og minnumst þess sem sameinar okkur sem þjóð, sem saman fetar veginn í gleði og sorg, leik og starfi.“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra í ávarpi sínu á Austurvelli í dag.

Lesa meira

Svar við fyrirspurn Jafnréttisstofu um Þjóðhagsráð - 15.6.2016

Forsætisráðuneytið hefur svarað fyrirspurn Jafnréttisstofu þar sem þess er farið á leit að ráðuneytið geri grein fyrir því hvernig staðið var að tilnefningum og skipan í Þjóðhagsráð og hvort og hvernig skipan ráðsins samrýmist ákvæðum jafnréttislaga. 

Lesa meira

Ríkisstjórnin styrkir verkefni í tengslum við lítil eyþróunarríki - 14.6.2016

Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun, að veita 10. milljónum kr. af ráðstöfunarfé ríkistjórnarinnar til Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna sem varið verði til verkefna í tengslum við lítil eyþróunarríki.

Lesa meira

Fyrsta skýrsla forsætisráðherra um framkvæmd upplýsingalaga - 10.6.2016

Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra hefur lagt fyrir Alþingi skýrslu um framkvæmd upplýsingalaga. Þar er einkum fjallað um meðferð upplýsingabeiðna hjá aðilum sem falla undir upplýsingalög, meðferð kærumála hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál, birtingu upplýsinga að frumkvæði stjórnvalda og endurnot opinberra upplýsinga. 

Lesa meira

Þjóðhagsráð kemur saman - 8.6.2016

Frá fyrsta fundi Þjóðhagsráðs

Fulltrúar ríkisstjórnar Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Samtaka atvinnulífsins og Seðlabanka Íslands komu saman í morgun á fyrsta fundi Þjóðhagsráðs. 

Lesa meira

Aðgerðaáætlun fyrir Vestfirði - 31.5.2016

Vestfirðir

Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun, að tillögu forsætisráðherra, að skipa nefnd undir forystu forsætisráðuneytisins sem vinni aðgerðaáætlun fyrir Vestfirði. 

Lesa meira

Grunnur lagður að næstu skrefum til losunar hafta á einstaklinga og fyrirtæki - 20.5.2016

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra sem markar næstu skref til losun fjármagnshafta á Íslandi. Bjarni Benediktsson mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi nú síðdegis.

Lesa meira

Heimsókn Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra og annarra leiðtoga Norðurlanda í Washington DC heldur áfram - 14.5.2016

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Elsa Ingjaldsdóttir kona hans við athöfnina í Arlington

John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, bauð leiðtogum Norðurlandanna og sendinefndum til hádegisverðar í gær, að loknum fundi leiðtoganna með Barack Obama. 

Lesa meira

Leiðtogafundur Bandaríkjanna og Norðurlandanna í Washington DC - 13.5.2016

Forsætisráðherrar Norðurlanda ásamt forseta Bandaríkjanna

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra sátu í dag leiðtogafund Norðurlandanna og Bandaríkjanna í Hvíta húsinu í boði Baracks Obama forseta Bandaríkjanna. Á fundinum var rætt um samvinnu Bandaríkjanna og Norðurlandanna á ýmsum sviðum. 

Lesa meira

Forsætisráðherra sækir leiðtogafund Bandaríkjanna og Norðurlanda í Washington DC - 12.5.2016

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra sækir leiðtogafund Norðurlandanna og Bandaríkjanna, sem haldinn verður í Hvíta húsinu í Washington 13. maí 2016. Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra mun jafnframt sækja fundinn. 

Lesa meira

Auglýsing um liti íslenska fánans - 10.5.2016

Gefin hefur verið út ný auglýsing um liti íslenska fánans. Tilefni útgáfunnar er að fastsetja reglur um prent- og skjáliti íslenska fánans en í eldri auglýsingu eru einungis textíl-litir fánans ákvarðaðir. 

Lesa meira

Samtal stjórnmála og aðila vinnumarkaðarins um nýtt vinnumarkaðslíkan - 4.5.2016

Forsætisráðherra boðaði leiðtoga stjórnmálaflokka sem fulltrúa eiga á Alþingi og forsvarsmenn ASÍ, BSRB, SA og Sambands íslenskra sveitarfélaga á fund í morgun í Ráðherrabústaðnum til að ræða samspil stjórnmála og aðila vinnumarkaðarins og vinnu við þróun nýs vinnumarkaðslíkans. 

Lesa meira

Ríkisstjórnin samþykkir siðareglur ráðherra - 3.5.2016

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun siðareglur ráðherra í samræmi við lög um Stjórnarráð Íslands. Siðareglurnar byggjast á siðareglum sem settar voru árið 2011.

Lesa meira

Jöfnuður tekna aldrei meiri á Íslandi - 3.5.2016

Nýjar tölur frá Eurostat, hagstofu ESB, sýna að ekkert Evrópuríki býr við jafnmikinn tekjujöfnuð og Ísland. Samanburður Eurostat er byggður á upplýsingum um tekjur á árinu 2013. Jöfnuður tekna hefur aldrei verið meiri á Íslandi en á árinu 2014.

Lesa meira

Starfshópur vegna skattaundanskota og skattaskjóla - 29.4.2016

Ríkisstjórn Íslands ákvað á fundi sínum í morgun, að tillögu fjármála- og efnahagsráðherra, að skipaður verði sérstakur starfshópur til að gera tillögur að breytingum á lögum, reglugerðum eða verklagsreglum sem saman myndi aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda gegn skattaundanskotum og nýtingu skattaskjóla almennt.

Lesa meira

Forsætisráðherra með lokaávarp á ráðstefnu um samkeppnishæfni - 28.4.2016

Forsætisráðherra benti á það í ræðu sinni að það ætti ekki að koma neinum á óvart að Ísland væri á meðal fremstu þjóða þegar stuðst væri við mælikvarða sem mæla gæði samfélagsins almennt. 

Lesa meira

Starfshópur fjalli um ákvörðun ESA varðandi ríkisaðstoð við orkufyrirtæki - 26.4.2016

Á ríkisstjórnarfundi í morgun var ákveðið að setja á fót starfshóp fjögurra ráðuneyta undir forystu forsætisráðuneytisins til að undirbúa viðbrögð við nýlegri ákvörðun Eftirlitsstofnunar Efta (ESA) er varðar nýtingu náttúruauðlinda í þágu rafmagnsframleiðslu.

Lesa meira

Heimilt að merkja íslenskar vörur með íslenska þjóðfánanum - 22.4.2016

Íslenski fáninn

Alþingi hefur samþykkt frumvarp forsætisráðherra um breytingar á lögum um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið. Samkvæmt lögunum er nú heimilt, án sérstaks leyfis, að merkja íslenskar vörur með íslenska þjóðfánanum. 

Lesa meira

Svarbréf til umboðsmanns Alþingis - 19.4.2016

Forsætisráðuneytið hefur í dag svarað erindi umboðsmanns Alþingis þar sem óskað var eftir upplýsingum um viðbrögð við bréfi umboðsmanns Alþingis til forsætisráðherra, dagsett 22. janúar 2015, sem sent var í framhaldi af athugun hans á samskiptum fyrrverandi innanríkisráðherra við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu. 

Lesa meira

Ríkisstjórnin leggur 13 milljónir af ráðstöfunarfé sínu í úttekt á skattkerfinu - 15.4.2016

Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun, að tillögu forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra, að leggja 13 milljónir króna af ráðstöfunarfé sínu í úttekt á skattkerfinu sem Samráðsvettvangur um aukna hagsæld stendur nú að.

Lesa meira

Ríkisstjórnin kemur til móts við ófyrirséð útgjöld sveitarfélaga vegna flóða og óveðurs - 15.4.2016

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita sveitarfélögum og stofnunum fjárstyrk af óskiptum fjárheimildum ríkisins á árinu 2016 til að mæta óvæntum og ófyrirséðum útgjöldum þeirra vegna brýnustu viðbragða og framkvæmda í kjölfar óveðursins og sjávarflóða í lok síðasta árs og vegna afleiðinga síðasta Skaftárhlaups.

Lesa meira

Benedikt Sigurðsson ráðinn aðstoðarmaður forsætisráðherra - 12.4.2016

Benedikt Sigurðsson

Benedikt Sigurðsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar, forsætisráðherra. Benedikt fylgir Sigurði Inga úr atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

Lesa meira

Ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar tekur við - 7.4.2016

Ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar

Á fundi ríkisráðs á Bessastöðum í dag féllst forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, á tillögu forsætisráðherra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, um að veita ráðuneyti hans lausn frá störfum. Á öðrum fundi ríkisráðs féllst forseti Íslands á tillögu Sigurðar Inga Jóhannssonar um skipun fyrsta ráðuneytis hans og gaf út úrskurð um skiptingu starfa ráðherra. 

Lesa meira

Ríkisráðsfundir á Bessastöðum fimmtudaginn 7. apríl 2016 - 7.4.2016

Ríkisráð Íslands verður kvatt saman til tveggja funda á Bessastöðum í dag.  

Lesa meira

Fundur forsætisráðherra og forseta Íslands - 5.4.2016

Forsætisráðherra og forseti Íslands áttu fund á Bessastöðum nú laust fyrir hádegi í dag. Á fundinum upplýsti forsætisráðherra forseta um stöðu mála í stjórnmálum hér á landi og greindi jafnframt frá áformum sínum um að leggja til við forseta að þing yrði rofið og boðað yrði til almennra alþingiskosninga ef í ljós kæmi að meirihluta stuðningur við ríkisstjórnina væri brostinn.

Lesa meira

Forsætisráðherra sendir samúðarkveðjur vegna hryðjuverkaárásanna í Brussel - 22.3.2016

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hefur sent Charles Michel, forsætisráðherra Belgíu, samúðarkveðjur frá ríkisstjórninni og íslensku þjóðinni vegna hryðjuverkaárásanna í Brussel í morgun.  Lesa meira

Opinber heimsókn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra og annarra leiðtoga Norðurlandanna til Bandaríkjanna 13. maí 2016 - 18.3.2016

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hefur þegið boð Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, um að sækja leiðtogafund Norðurlandanna og Bandaríkjanna, sem haldinn verður í Hvíta Húsinu í Washington 13. maí 2016. Um er að ræða opinbera heimsókn leiðtoga Norðurlandanna með viðhafnarkvöldverði þeim til heiðurs. 

Lesa meira

Benedikt Árnason skipaður skrifstofustjóri - 1.3.2016

Forsætisráðherra hefur ákveðið að skipa Benedikt Árnason skrifstofustjóra á nýrri skrifstofu þjóðhagsmála í forsætisráðuneytinu sbr. breytingar á skipuriti forsætisráðuneytisins sem tilkynnt var um þann 20. október sl. 

Lesa meira

Ríkisstjórnin styrkir ,,Handverk og hönnun“ - 1.3.2016

Ríkisstjórn Íslands ákvað á fundi sínum í morgun að veita 6 m. kr. af ráðstöfunarfé sínu til verkefnisins ,,Handverk og hönnun“ með það að markmiði að stuðla að eflingu handverks og listiðnaðar hér á landi. „Handverk og hönnun“ var í upphafi verkefni sem hrint var af stað af forsætisráðuneytinu árið 1994.

Lesa meira

Ríkisstjórnin styrkir ráðstefnu um stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu - 1.3.2016

Ríkisstjórn Íslands ákvað á fundi sínum í morgun, að tillögu forsætisráðherra, að  veita 500 þúsund krónum af ráðstöfunarfé sínu til að styrkja ráðstefnuna ,,Enginn er eyland  – staða og framtíð Íslands í samfélagi þjóðanna“.

Lesa meira

Unnin verði greiningarskýrsla um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna - 26.2.2016

Ríkisstjórn Íslands ákvað á fundi sínum í morgun, að tillögu forsætisráðherra, að veita fimm milljónum króna af ráðstöfunarfé sínu til þess að kosta gerð greiningarskýrslu fyrir Ísland vegna heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun til ársins 2030.

Lesa meira

Ríkisstjórnin styrkir komu San Francisco ballettsins - 26.2.2016

Ríkisstjórn Íslands ákvað á fundi sínum í morgun að veita Hörpu styrk að upphæð fimm milljónir kr. af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinar til að standa straum af komu San Francisco ballettsins hingað til lands.

Lesa meira

Þjóðminjasafn Íslands og Minjastofnun Íslands sameinuð - 22.2.2016

Stýrihópur á vegum forsætisráðherra um endurskipulagningu verkefna Minjastofnunar Íslands og Þjóðminjasafns Íslands hefur skilað af sér frumvarpi til laga þar sem lagt er til að Þjóðminjasafn Íslands og Minjastofnun Íslands verði sameinuð í eina stofnun, Þjóðminjastofnun. Lesa meira

Stjórnarskrárnefnd birtir drög að þremur nýjum stjórnarskrárákvæðum - 19.2.2016

Stjórnarskrárnefnd birtir í dag drög að þremur frumvörpum til stjórnarskipunarlaga. Frestur til að gera athugasemdir við frumvarpsdrögin er til þriðjudagsins 8. mars 2016. 

Lesa meira

Ríkisstjórnin ákveður stofnun hamfarasjóðs - 16.2.2016

Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í dag að stofnaður verði sérstakur sjóður, hamfarasjóður, sem hafi það hlutverk að sinna forvörnum og samhæfingu verkefna á sviði náttúruvár en verkefni á sviði forvarna verða aukin. Hamfarasjóður mun jafnframt hafa umsjón með greiðslu tiltekins kostnaðar opinberra aðila og bóta í ákveðnum takmörkuðum tilvikum vegna tjóns sem verður af völdum náttúruhamfara.  Lesa meira

Ríkisstjórnin styður tillögu um að Akureyri hýsi skrifstofu Alþjóðlegu norðurskautsvísindanefndarinnar - 16.2.2016

Ríkisstjórn Íslands ákvað á fundi sínum í morgun, að tillögu forsætisráðherra, að veita fjármagni til reksturs Alþjóðlegu norðurskautsvísindanefndarinnar til næstu 5 ára.  

Lesa meira

Aukin verðmætasköpun er forsenda aukinnar velferðar - 11.2.2016

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ávarpaði Viðskiptaþing 2016

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ávarpaði Viðskiptaþing Viðskiptaráðs Íslands í dag.

Lesa meira

Forsætisráðherra ávarpar leiðtogafund í London til stuðnings Sýrlandi og nágrannaríkjum - 5.2.2016

Blaðamannafundur forsætisráðherra Norðurlandanna í London

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ávarpaði í gær leiðtogafund í London til stuðnings Sýrlandi og nágrannaríkjum. Í ávarpi forsætisáðherra kom fram að Ísland hyggst leggja 500 miljónir íslenskra króna til hjálparstarfs og uppbyggingar á svæðinu í ár, til viðbótar við 250 m.kr. framlag síðasta árs. 

Lesa meira

Forsætisráðherra sækir leiðtogafund um aðstoð við Sýrland og nágrannalönd - 4.2.2016

Forsætisráðherra ræddi við Karl Bretaprins

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mun á fundinum meðal annars greina frá framlagi Íslands til aðstoðar við flóttamenn frá Sýrlandi og nágrannalönd átakanna vegna þess mikla vanda sem stríðsátök og flóttamannastraumurinn frá Sýrlandi hefur skapað.   

Lesa meira

Fundir og heimsókn í flóttamannabúðir í Zahle í Líbanon - 2.2.2016

Forsætisráðherra fundaði með yfirmönnum Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) í flóttamannabúðunum í Zahle

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hélt í dag áfram heimsókn sinni í Líbanon.

Lesa meira

Forsætisráðherra heimsótti Rauða krossinn og flóttamannabúðir í Líbanon í dag - 1.2.2016

Sigmundur Davíð heimsótti heilsugæslu á hjólum

Sigmundur  Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra,  hóf daginn í Líbanon á því að funda með Georges Kettaneh, framkvæmdastjóra Rauða krossins í Líbanon, og heimsótti strax í framhaldinu eina af sjö svonefndum heilsugæslum á hjólum sem Íslendingar hafa styrkt.

Lesa meira

Forsætisráðherra kynnir sér aðstæður flóttamanna í Líbanon og sækir leiðtogafund um málefni Sýrlands í London - 30.1.2016

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ferðast í dag til í Líbanon þar sem hann mun kynna sér aðstæður flóttamanna á svæðinu og starf stofnana Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins á svæðinu. 

Lesa meira

Landstólpar þróunarfélag býður Stjórnarráðinu aðkomu að Austurbakka 2 - 21.1.2016

Samkomulagið var undirritað af Stefáni Thors Húsameistara ríkisins og Gísla Steinari Gíslasyni fyrir hönd Landstólpa þróunarfélags

Landstólpar þróunarfélag ehf. hefur haft frumkvæði að því að bjóða Stjórnarráði Íslands að leigja allt skrifstofuhúsnæði á reit 2 á lóðinni Austurbakka 2 í Reykjavík en hugmyndir þar að lútandi voru fyrst kynntar árið 2014.

Lesa meira

Forsætisráðherra tók á móti flóttamönnum - 19.1.2016

Forsætisráðherra tekur á móti flóttamönnum

Fyrsti hópur sýrlenska flóttafólksins, sem boðin hefur verið búseta á Íslandi, kom til landsins í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, tóku á móti fjölskyldunum.

Lesa meira

Fer úr velferðarráðuneytinu í forsætisráðuneytið - 18.1.2016

Matthías Pál Imsland

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hefur ráðið Matthías Pál Imsland sem aðstoðarmann sinn. Matthías er 41 árs. 

Lesa meira

Skýrsla um efnahagsleg áhrif innflutningsbanns Rússlands á íslenska hagsmuni - 12.1.2016

Fyrirtækið Reykjavik Economics hefur unnið skýrslu um efnahagsleg áhrif innflutningsbanns Rússlands á íslenska hagsmuni. Var skýrslan unnin að beiðni samráðshóps stjórnvalda og hagsmunasamtaka á Rússlandsmarkaði.

Lesa meira

Skýrsla stýrihóps um framkvæmd EES-samningsins: Þunginn í vinnu stjórnvalda verði færður framar í ferlið. - 8.1.2016

Stýrihópur um framkvæmd EES-samningsins hefur skilað forsætisráðherra skýrslu sem kynnt var í ríkisstjórn í morgun. Þar kemur fram að meginþunginn í vinnu stjórnvalda sé við innleiðingu laga og reglna, en síður við að fylgjast með þegar reglurnar eru samdar á vettvangi Evrópusambandsins (ESB).

Lesa meira

Senda grein