Fréttasafn

Framlag Íslands mikils metið - 26.5.2017

Forsætisráðherra Bjarni Benediktsson og Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, fundaði í dag með Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, í tengslum við fund leiðtoga bandalagsins sem fram fór í Brussel.  Á fundinum var rætt um þróun öryggismála, aukinn varnarviðbúnað og framlög til öryggis- og varnarmála. 

Lesa meira

Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins funda í Brussel - 25.5.2017

Fjölskyldumynd af leiðtogum Atlantshafsbandalagsins

Þróun öryggismála, efling sameiginlegra varna og baráttan gegn hryðjuverkum voru meðal umræðuefna á fundi leiðtoga Atlantshafsbandalagsins í Brussel í dag. 

Lesa meira

Forsætisráðherra sækir leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Brussel - 24.5.2017

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sækir leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) sem haldin er í Brussel 25. maí.  

Lesa meira

Forsætisráðherra sendir samúðarkveðju vegna árásarinnar í Manchester - 23.5.2017

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hefur í dag fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands vottað fórnarlömbum og aðstandendum árásarinnar í Manchester samúð sína. 

Lesa meira

Fundargerð 2. fundar Þjóðhagsráðs - 22.5.2017

Þjóðhagsráð kom saman til annars fundar 6. apríl sl. en hlutverk ráðsins er að greina stöðu efnahagsmála og ræða samhengi ríkisfjármála, peningastefnu og vinnumarkaðar í tengslum við helstu viðfangsefni hagstjórnar hverju sinni.

Lesa meira

Þjóðaröryggisráð kemur saman í fyrsta sinn - 22.5.2017

Þjóðaröryggisráð kom saman í fyrsta sinn í dag en lög um þjóðaröryggisráð voru samþykkt á þingi í september á síðasta ári.

Lesa meira

Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum ýtt úr vör - 5.5.2017

Frá undirritun samstarfsyfirlýsingarinnar

Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands skrifuðu í dag undir samstarfsyfirlýsingu um gerð aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum sem liggja skal fyrir í lok ársins.

Lesa meira

Ný jafnréttisáætlun Stjórnarráðsins - 28.4.2017

Ráðuneytisstjórar hafa samþykkt nýja jafnréttisáætlun Stjórnarráðsins fyrir árin 2017-2020. Leiðarljós áætlunarinnar er að Stjórnarráðið sé eftirsóknarverður vinnustaður þar sem jafnrétti og jafnræði kynjanna er virt í hvívetna og konur og karlar hafi jöfn tækifæri til að nýta eigin atorku og þroska hæfileika sína óháð kyni.

Lesa meira

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fundar með Aksel V. Johannesen lögmanni Færeyja - 25.4.2017

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Aksel V. Johannesen lögmaður Færeyja

Á fundi sínum í dag ræddu Bjarni og Aksel meðal annars um stjórnmálaástandið, stöðu efnahagsmála og sjávarútvegs- og viðskiptamál. Farið var yfir ýmsa þætti er varða samskipti landanna, meðal annars mál tengd Hoyvíkursamningnum, samvinnu Íslands og Færeyja.

Lesa meira

Forsætisráðherra sendir samúðarkveðjur vegna árásar í Stokkhólmi - 7.4.2017

Forsætisráðherra hefur í dag sent  fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands Stefani Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar samúðarkveðjur og samstöðu, vegna árásar í Stokkhólmi fyrr í dag.

Lesa meira

Ný ráðuneyti dómsmála og samgöngu- og sveitarstjórnarmála sett á fót. - 7.4.2017

Forseti Íslands hefur í dag staðfest tillögur forsætisráðherra um breytt skipulag Stjórnarráðs Íslands. Breytingarnar fela í sér að í stað innanríkisráðuneytis komi annars vegar dómsmálaráðuneyti og hins vegar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, en með því fjölgar ráðuneytum úr átta í níu.

Lesa meira

Bætt launatölfræði - 6.4.2017

Í tengslum við fund Þjóðhagsráðs, sem haldinn var í dag, vann Hallgrímur Snorrason, fyrrum hagstofustjóri, greinargerð fyrir forsætisráðuneytið um launatölfræði í Noregi og á Íslandi. 

Lesa meira

Aðhald, ábyrgð og efnahagsstjórn – 2. fundur Þjóðhagsráðs - 6.4.2017

Frá öðrum fundi þjóðhagsráðs

Þjóðhagsráð kom til fundar í dag til að fjalla um stöðu  efnahagsmála og samspil  opinberra fjármála við peningastefnu og kjaramál. 

Lesa meira

Nýr aðstoðarmaður forsætisráðherra tekur til starfa í dag - 4.4.2017

Páll Ásgeir Guðmundsson

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hefur ráðið Pál Ásgeir Guðmundsson sem aðstoðarmann sinn.

Lesa meira

Framkvæmd Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun efld - 24.3.2017

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun, að tillögu forsætisráðherra, að skipuð verði verkefnastjórn sem haldi utan um greiningu, innleiðingu og kynningu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. 

Lesa meira

Verkefnisstjórn um endurmat peningastefnu skipuð - 12.3.2017

Markmið með endurmati peningastefnunnar er að finna þann ramma peninga- og gjaldmiðilsstefnu sem til lengri tíma litið er heppilegastur til að styðja við efnahagslegan og fjármálalegan stöðugleika með tilliti til hagvaxtar, verðbólgu, vaxta, gengis og atvinnustigs.

Lesa meira

Fjármagnshöft afnumin - 12.3.2017

Öll fjármagnshöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verða afnumin með nýjum reglum Seðlabanka Íslands um gjaldeyrismál. Samhliða afnámi hafta á innlenda aðila hefur stærsti hluti vanda sem stafað hefur af svokallaðri snjóhengju aflandskróna verið leystur með samkomulagi Seðlabanka Íslands við eigendur krónanna

Lesa meira

Bættur undirbúningur lagasetningar - 10.3.2017

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun nýjar reglur um undirbúning stjórnarfrumvarpa og stjórnartillagna. Markmiðið er einkum að auka gagnsæi í vinnsluferli frumvarpa, efla samráð milli ráðuneyta og stuðla almennt að vandaðri undirbúningi, sbr. stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.

Lesa meira

Forsætisráðherra tekur þátt í HeForShe viðburði hjá Alþjóðabankanum í Washington - 9.3.2017

Forsætisráðherra ásamt Jim Yong Kim, Phumzile og Edgar Ramirez

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tók í dag þátt í viðburði á vegum UN Women og Alþjóðabankans í Washington, þar sem forseti Alþjóðabankans, Jim Yong Kim, var boðinn velkominn í hóp HeForShe leiðtoga á vegum alþjóðastofnana.

Lesa meira

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna 2017- forsætisráðherra tekur þátt í viðburðum hjá Sameinuðu þjóðunum í New York – HeForShe - 8.3.2017

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og einn tíu málsvara HeForShe átaks UN Women úr hópi þjóðarleiðtoga tók í dag þátt í viðburðum á vegum UN Women í New York.  

Lesa meira

Forsætisráðherra tekur þátt í viðburðum á vegum Sameinuðu þjóðanna á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars - 6.3.2017

HeForShe

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra er kominn til Bandaríkjanna þar sem hann mun næstu daga meðal annars taka þátt í viðburðum á vegum Sameinuðu þjóðanna í New York og Alþjóðabankans í Washington 

Lesa meira

Nýjar reglur um starfshætti ríkisstjórnar - 3.3.2017

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun nýjar reglur um starfshætti ríkisstjórnar. Reglurnar fela í sér veigamiklar breytingar á eldri reglum um sama efni, en markmiðið með breytingunum er að stórefla efnislegan undirbúning fyrir ríkisstjórnarfundi með auknu samráði og samhæfingu á milli ráðherra. 

Lesa meira

Forsætisráðherra endurskipar Dr. Katrínu Ólafsdóttur í peningastefnunefnd Seðlabankans - 28.2.2017

Forsætisráðherra hefur endurskipað Dr. Katrínu Ólafsdóttur, lektor við Háskólann í Reykjavík, fulltrúa í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands samkvæmt ákvæði í lögum nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands.

Lesa meira

Forsætisráðherra einn af tíu þjóðarleiðtogum í forsvari jafnréttisátaks UN Women - 17.2.2017

Frá ríkisstjórnarfundi þar sem jafnréttismál voru rædd

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur tekið ákvörðun um verða við beiðni um að vera einn af tíu þjóðarleiðtogum í forsvari fyrir átaki UN Women sem miðar að því að fá karlmenn um allan heim til þess að taka þátt í baráttunni fyrir jafnrétti.

Lesa meira

Yfirlýsing forsætisráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar - 10.2.2017

Yfirlýsing forsætisráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar vegna skýrslu nefndar samkvæmt lögum nr. 26/2007 – könnun á vistun barna á Kópavogshæli 1952–1993.

Lesa meira

Forsætisráðherra fjallar um stofnun nýs þjóðaröryggisráðs á fundi Varðbergs - 10.2.2017

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flutti ávarp á fundi Varðbergs í Norræna húsinu 9. febrúar 2017 – sem haldinn var undir yfirskriftinni „Þjóðaröryggisráð – ný viðhorf í utanríkismálum“.

Lesa meira

Sérfræðingahópur um stöðuleikasjóð skipaður - 9.2.2017

Í stjórnarsátttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um stofnun stöðugleikasjóðs sem haldi utan um arð af orkuauðlindum í eigu ríkissjóðs, tryggi komandi kynslóðum hlutdeild í ávinningi af sameiginlegum auðlindum og geti verið sveiflujafnandi fyrir efnahagslífið.

Lesa meira

Sérfræðinganefnd um gengisstyrkingu: Níu leiðir til meiri stöðugleika - 8.2.2017

Sérfræðingar sem unnið hafa að greiningu á samkeppnishæfni þjóðarbúsins í ljósi styrkingar krónunnar hafa skilað greinargerð til ráðherranefndar um efnahagsmál. 

Lesa meira

Breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands - 25.1.2017

Forsætisráðherra hefur lagt fram á Alþingi meðfylgjandi tillögu til þingsályktunar um breytta skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

Lesa meira

Fyrsta stefnuræða Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra - 24.1.2017

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína á Alþingi

Í kvöld flutti Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fyrstu stefnuræðu sína á Alþingi. Í ræðu sinni fór forsætisráðherra yfir leiðarstef nýrrar ríkisstjórnar og til hvaða aðgerða ríkisstjórnin hyggst grípa til að stuðla að bæði jafnvægi og framsýni. 

Lesa meira

Heillaóskir forsætisráðherra til forseta Bandaríkjanna - 20.1.2017

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hefur sent Donald Trump, kveðjur og hamingjuóskir fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands, í tilefni af innsetningu hans í forsetaembætti Bandaríkjanna.

Lesa meira

Ráðuneyti Bjarna Benediktssonar - 11.1.2017

Ríksstjórn Bjarna Benediktssonar á fyrsta ríkisráðsfundi með forseta Íslands

Á öðrum fundi ríkisráðs sem haldinn var sama dag féllst forseti Íslands á tillögu Bjarna Benediktssonar alþingismanns um skipun fyrsta ráðuneytis hans og gaf út úrskurð um skiptingu starfa ráðherra.

Lesa meira

Ríkisráðsfundir á Bessastöðum miðvikudaginn 11. janúar 2017 - 10.1.2017

Ríkisráð Íslands hefur verið kvatt saman til tveggja funda á Bessastöðum miðvikudaginn 11. janúar 2017.

Lesa meira

Senda grein