Fréttasafn

Forsætisráðherra tekur þátt í viðburðum á vegum Sameinuðu þjóðanna á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars

6.3.2017

HeForShe
HeForShe

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra er komin til Bandaríkjanna þar sem hann mun næstu daga meðal annars taka þátt í viðburðum á vegum Sameinuðu þjóðanna í New York og Alþjóðabankans í Washington tengt HeForShe leiðtogahlutverki hans og eiga fundi með helstu ráðamönnum stofnananna tveggja, forseta allsherjarþingsins og yfirmönnum undirstofnana Sameinuðu þjóðanna.

Forsætisráðherra er einn af tíu þjóðarleiðtogum í forsvari fyrir átaki UN Women sem miðar að því að fá karlmenn um allan heim til þess að taka þátt í baráttunni fyrir jafnrétti „HeforShe 10x10x10 Impact Champions“. Um er að ræða 10 þjóðarleiðtoga, 10 forstjóra alþjóðlegra fyrirtækja og 10 háskólarektora. 

Sjá nánar á vef heforshe.org/en/impact

Til baka Senda grein