Hoppa yfir valmynd
21. desember 2001 Forsætisráðuneytið

Gengið til viðræðna við TDC

Reykjavík, 21. desember 2001

Gengið til viðræðna við TDC um kaup
á hlutabréfum í Landssíma Íslands hf.

Fréttatilkynning

Hinn 7. desember sl. bárust framkvæmdanefnd um einkavæðingu tvö tilboð í svokallaðan "kjölfestuhlut" í Landssíma Íslands hf. Um er að ræða 25% hlut og heimild til að kaupa 10% til viðbótar á næsta ári. Tilboðin voru frá TeleDanmark í Danmörku eða TDC eins og fyrirtækið kallast nú og bandaríska fjárfestingarsjóðnum Providence.
Frá því tilboðin bárust hefur verið farið yfir innihald þeirra í samráði við ráðgjafa nefndarinnar. Þá hafa nefndinni borist bréf frá báðum aðilum og á grundvelli þeirra og upphaflegra tilboða hefur verið ákveðið að ganga til viðræðna við TDC. Munu þær viðræður hefjast í janúar.

Framkvæmdanefnd um einkavæðingu

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum