Hoppa yfir valmynd
1. desember 2003 Forsætisráðuneytið

Úthlutun styrkja úr Kristnihátíðarsjóði 2003


Kristnihátíðarsjóður úthlutar við athöfn í Þjóðmenningarhúsi 1. desember 94 milljónum kr. til 66 verkefna sem tengjast menningar- og trúararfi þjóðarinnar og fornleifarannsóknum.

Kristnihátíðarsjóður, sem starfar samkvæmt lögum nr. 12 frá 28. febrúar 2001, var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár eru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Hlutverk sjóðsins er tvíþætt:

- að efla fræðslu og rannsóknir á menningar- og trúararfi þjóðarinnar og stuðla að umræðum um lífsgildi hennar, siðferði og framtíðarsýn;

- að kosta fornleifarannsóknir á helstu sögustöðum þjóðarinnar, m.a. á Þingvöllum, í Skálholti og á Hólum í Hjaltadal.

Starfstími sjóðsins er til ársloka 2005. Ríkissjóður leggur sjóðnum til 100 milljónir kr. fyrir hvert starfsár.

Stjórn Kristnihátíðarsjóðs auglýsti í ágúst sl. eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Í samræmi við hlutverk sjóðsins eru styrkir veittir til tveggja sviða, menningar- og trúararfs og fornleifarannsókna. Verkefnisstjórnir meta styrkhæfi umsókna, hvor á sínu sviði, og gera tillögur til Kristnihátíðarsjóðs um afgreiðslu þeirra. Verulegur hluti þeirra verkefna sem hlutu styrk í ár fengu úthlutað í fyrra, enda uppfylltu þau kröfur um framvindu og árangur.

Stjórn Kristnihátíðarsjóðs skipa Anna Soffía Hauksdóttir, formaður, Anna Agnarsdóttir og Þorsteinn Gunnarsson.


Menningar- og trúararfur
Sjóðurinn veitir styrki til að efla þekkingu og vitund um menningar- og trúararf þjóðarinnar. Einkum er litið til margvíslegra verkefna er tengjast almenningsfræðslu, umræðum og rannsóknum og skulu verkefnin:

a. miðla fróðleik um siðferðis- og trúarhugmyndir sem mótað hafa þjóðina, t.d. með gerð fræðslu- og námsefnis;

b. stuðla að umræðum um lífsgildi þjóðarinnar, siðferði og framtíðarsýn,
fyrir tilstilli mennta- og menningarstofnana eða fjölmiðla;

Verkefnisstjórn um trúar- og menningararf bárust 128 umsóknir og sótt var um 260 milljónir kr. samtals. Verkefnin sem sótt var um styrki til voru fjölbreytileg og flest féllu að markmiðum sjóðsins.
Við mat sitt á umsóknum byggði verkefnisstjórnin á þeim viðmiðunum sem koma fram í lögum og reglugerð um Kristnihátíðarsjóð, lagði mat á gæði umsókna og hvernig þær féllu að markmiðum sjóðsins. Stjórn Kristnihátíðarsjóðs hefur samþykkt að 57 umsækjendum verði veittur styrkur, samtals að fjárhæð 42.3 milljónir kr.

Stjórn Kristnihátíðarsjóðs hefur, að tillögu verkefnisstjórnar, samþykkt að hæstu styrkina hljóta Sólveig Anna Bóasdóttir, Rannsóknarstofu í kvennafræðum, 1.6 millj. kr. fyrir verkefnið Réttlæti og ást og Þórunn Valdimarsdóttir, 1.6. millj. kr. fyrir verkefnið Saga Matthíasar Jochumsonar.

Verkefnisstjórn Kristnihátíðarsjóðs á sviði menningar- og trúararfs skipa Guðmundur Heiðar Frímannsson, formaður, Guðmundur K. Magnússon og séra Lára G. Oddsdóttir.


Fornleifarannsóknir
Sjóðurinn veitir styrki til fornleifarannsókna, auk kynningar á niðurstöðum þeirra. Einkum er litið til rannsóknarverkefna er varða:

a. mikilvæga sögustaði þjóðarinnar, m.a. Þingvelli, Skálholt og Hóla í Hjaltadal;
b. aðra staði tengda sögu kristni á Íslandi, m.a. klaustur og kirkjustaði;
c. aðra mikilvæga sögustaði, svo sem verslunarstaði, miðaldabæi, kuml og þingstaði.

Einnig er tekið tillit til samvinnu umsækjenda við innlendar og erlendar rannsóknarstofnanir eða fræðimenn og áhersla er lögð á þjálfun og handleiðslu ungra vísindamanna á sviði fornleifafræði á Íslandi.

Verkefnisstjórn á sviði fornleifarannsókna bárust 10 umsóknir, samtals að fjárhæð 121.2 milljónir kr. Við mat á umsóknum byggði verkefnisstjórnin á þeim viðmiðunum sem koma fram í lögum og reglugerð um Kristnihátíðarsjóð, lagði mat á gæði umsókna og hvernig þær féllu að markmiðum sjóðsins.

Stjórn Kristnihátíðarsjóðs hefur samþykkt að 9 umsækjendum verði veittur styrkur samtals að upphæð 51.7 milljónir kr. Rannsóknir á sviði fornleifafræði munu fara fram á Þingvöllum, á Hólum í Hjaltadal, í Skálholti, á Kirkjubæjarklaustri, á Skriðuklaustri, í Reykholti og á Gásum í Eyjafirði. Auk þess er veittur styrkur til rannsóknar á kumlum á Íslandi, en markmið þeirrar rannsóknar er að varpa ljósi á hvaða vitnisburð þau geyma um samfélag og byggð á 9. og 10. öld. Uppgröfturinn á fornum gröfum í Keldudal í Hegranesi fær einnig styrk. Hæsti styrkurinn, 11 milljónir kr., fer til fornleifarannsóknar á Hólum í Hjaltadal.

Verkefnisstjórn Kristnihátíðarsjóðs á sviði fornleifarannsókna skipa Guðmundur Hálfdanarson, formaður, Árný E. Sveinbjörnsdóttir og Hjalti Hugason.



Rannsóknir á sviði fornleifafræði sem hlutu styrk úr Kristnihátíðarsjóði árið 2003:

1. Hólarannsókn. – Umsækjendur eru Ragnheiður Traustadóttir, Hólaskóli, Byggðasafn Skagfirðinga og Þjóðminjasafn Íslands. Verkefnisstjóri er Ragnheiður Traustadóttir. Styrkupphæð er 11 m. kr.

2. Kuml og samfélag. Umsækjandi og verkefnisstjóri er Adolf Friðriksson fornleifastofnun Íslands. Styrkupphæð er 2 m. kr.

3. Rannsókn kirkjunnar í Reykholti. – Umsækjendur eru Þjóðminjasafn Íslands og fornleifastofnun Íslands. Verkefnisstjóri er Guðrún Sveinbjarnardóttir. Styrkupphæð er 4 m. kr.

4. Rannsókn á rústum nunnuklaustursins á Kirkjubæ. – Umsækjandi er Kirkjubæjarstofa. Verkefnisstjóri er Bjarni F. Einarsson. Styrkupphæð er 7 m. kr.

5. Skálholt – höfuðstaður Íslands í 700 ár. – Umsækjandi er Fornleifastofnun Íslands. Verkefnisstjóri er Mjöll Snæsdóttir. Styrkupphæð er 10 m. kr.

6. Skriðuklaustur – híbýli helgra manna. – Umsækjandi er Skriðuklausturrannsóknir. Verkefnisstjóri er Steinunn Kristjánsdóttir. Styrkupphæð er 7 m. kr.

7. Úrvinnsla og greining beina úr kirkjugarðinum í Keldudal, Hegranesi. Umsækjandi er Byggðasafn Skagfirðinga. Verkefnisstjóri er Guðný Zoëga. Styrkupphæð er 1.2 m. kr.

8. Þingvellir og þinghald til forna. – Umsækjandi er Fornleifastofnun Íslands (í umboði Þingvallanefndar). Verkefnisstjóri er Adolf Friðriksson. Styrkupphæð er 5 m. kr.

9. Þverfaglegar rannsóknir og kynning á Gásum í Eyjafirði. – Umsækjandi er Minjasafnið á Akureyri ásamt Þjóðminjasafni Íslands. Verkefnisstjóri er Guðrún M. Kristinsdóttir. Styrkupphæð er 4.5 m. kr.



Úthlutun úr Kristnihátíðarsjóði 2003 (verkefnisstjórn um menningar- og trúararf).
1. Réttlæti og ást. Til móts við nýja kynlífssiðfræði, Sólveig Anna Bóasdóttir (Rannsóknarstofa í Kvennafræðum), 1.6 millj. kr.

2. Saga Matthíasar Jochumssonar – kristnin og nútíminn, Þórunn Valdimarsdóttir, 1.6 millj. kr.

3. Fræðileg útgáfa á sálmum og kvæðum Hallgríms Péturssonar, Svanhildur Óskarsdóttir og Margrét Eggertsdóttir (Stofnun Árna Magnússonar), 1,2 millj. kr.

4. Að rækta lífsgildi í lýðræðislegu þjóðfélagi. Uppeldissýn kennara, Sigrún Aðalbjarnardóttir, 1 millj. kr.

5. Bannfæringar á Íslandi á síðmiðöldum, Lára Magnúsardóttir, 1 millj. kr.

6. "Guði treysti ég!" Rannsókn á trúarhugmyndum íslenskra kvenna á fyrri hluta 19. aldar eins og þær birtast í bréfum og öðrum frumheimildum kvenna frá þeim tíma, Karítas Kristjánsdóttir, 1 millj. kr.

7. Heilagra manna sögur, Sverrir Tómasson, Guðrún Nordal og Einar Sigurbjörnsson (Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands / Guðfræðistofnun Háskóla Íslands), 1 millj. kr.

8. Hvernig eru Evrópubúar? Fjölþjóða samanburðarrannsókn, Friðrik H. Jónsson (Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands), 1 millj. kr.

9. Íslensk biblíuguðfræði. Rómverjabréfið í skýringum íslenskra guðfræðinga, Clarence E. Glad, 1 millj. kr.

10. Jarðeignir kirkjunnar og tekjur af þeim 1000-1550, Árni Daníel Júlíusson, 1 millj. kr.

11. Katla gamla, Sigurður Ingi Ásgeirsson, 1 millj. kr.

12. Kristin trú og kvenhreyfingar, Arnfríður Guðmundsdóttir (Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands), 1 millj. kr.

13. Kristinréttur Árna Þorlákssonar biskups - vísindaleg útgáfa, Magnús Lyngdal Magnússon, 1 millj. kr.

14. Rannsókn á íslenskum söngarfi, Guðrún Laufey Guðmundsdóttir, 1 millj. kr.

15. Saga biskupsstólanna, Gunnar Kristjánsson (Skálholtsstaður), 1 millj. kr.

16. Suðurganga Nikulásar og pílagrímaferðir Íslendinga, Sumarliði R. Ísleifsson (Penna sf), 1 millj. kr.

17. Trúarlíf Íslendinga og tækifæri kirkjunnar á nýjum tímum, Sigurður Árni Þórðarson (verkefnisstjóri Pétur Pétursson), 1 millj. kr.

18. Trúarmenning og siðfræði íslenskra bændakvenna á 19. öld, Inga Huld Hákonardóttir (Guðfræðistofnun Háskóla Íslands), 1 millj. kr.

19. Trúfrelsi, þjóðkirkja, samband ríkis og kirkju 1874–1997, Sigurjón Árni Eyjólfsson, 1 millj. kr.

20. Trúhneigð og trúrækni ungra Íslendinga. Rannsókn á trúarlífi og áhrifum þess á andlega og félagslega velferð unglinga, Þóroddur Bjarnason og Inga Dóra Sigfúsdóttir (Rannsóknir og greining ehf), 1 millj. kr.

21. Upplýsing og rómantík. Trúarleg umræða á Íslandi á fyrri hluta 19. aldar, Torfi K. Stefánsson Hjaltalín, 1 millj. kr.

22. Þórbergur Þórðarson. Trúarviðhorf og deilur um kristindóminn, Soffía Auður Birgisdóttir, 1 millj. kr.

23. Þýdd guðsorðarit á Íslandi á 17. öld, Einar Sigurbjörnsson (Guðfræðistofnun Háskóla Íslands), 1 millj. kr.

24. Saga hvítasunnuhreyfingarinnar, Michael Fitzgerald (Lindin kristileg fjölmiðlun), 1 millj. kr.

25. Kirkjutónlist á Íslandi, Páll Steingrímsson (Kvik Kvikmyndagerð), 800 þús. kr.

26. Nýtt aðgengi að skjalasöfnum kirkjunnar, Björk Ingimundardóttir (Þjóðskjalasafn Íslands), 800 þús. kr.

27. Sálmur Hiskía. Bókmenntafræðileg rannsókn á Jesaja 38, 9-20, Jón Ásgeir Sigurvinsson, 800 þús. kr.

28. Sé ég eld yfir þér, Sigurður Halldórsson (Voces Thules), 800 þús. kr.

29. "Gömlu lögin" við Passíusálma Hallgríms Péturssonar, Smári Ólason, 800 þús. kr.

30. Adrenalín gegn rasisma, Jóna Hrönn Bolladóttir, 600 þús. kr.

31. Fræðsluefni fyrir sumarbúðir þroskaheftra, Jóhanna I. Sigmarsdóttir (Kirkjumiðstöð Austurlands), 600 þús. kr.

32. Hjónanámskeið, Þórhallur Heimisson (Biskupsstofa, fræðslusvið), 600 þús. kr.

33. Lífsleikni og sjálfstyrking fyrir ungt fólk, Petrína Mjöll Jóhannesdóttir (Biskupsstofa, fræðslusvið), 600 þús. kr.

34. Nálægð Guðs í tilverunni, Gyða Karlsdóttir (Landssamband KFUM & KFUK), 600 þús. kr.

35. Saga KFUM & KFUK í Reykjavík 1908-1918, Þórarinn Björnsson, 600 þús. kr.

36. Sköpunartexti og sköpunartrú. Þóris Kr. Þórðarsonar fyrirlestrar veturinn 2003-2004, Kristinn Ólason, 600 þús. kr.

37. Trú og kvikmyndir. Trúar- og siðferðisstef í barnamyndum, Stefán Már Gunnlaugsson, (Deus ex cinema), 600 þús.

38. Myndlist og tónlist í handritum Landsbókasafn Íslands, Hringur Hafsteinsson (Collegium Musicum), 600 þús. kr.

39. Sr. Hallgrímur Pétursson og fermingarbörn í Vatnaskógi, Halldór Elías Guðmundsson (Skógarmenn KFUM Vatnaskógi), 600 þús. kr.

40. Kirkjur og dýrlingar á Íslandi á miðöldum, Margaret Cormack, 500 þús. kr

41. Lífsviðhorf og gildismat unglinga, Gunnar J. Gunnarsson (Gunnar J. Gunnarsson og Gunnar Finnbogason), 500 þús. kr.

42. Syng mín sál með glaðværð góðri, Margrét Bóasdóttir, 500 þús. kr.

43. Um Auðunarstofu, Guðmundur Guðmundsson (Hólanefnd), 500 þús. kr.

44. Fjölþjóðasamfélagið og trúarbrögð þess, Ragnheiður Sverrisdóttir (Biskupsstofa), 400 þús. kr.

45. Fornir textar fá líf að nýju. Miðlun sálma og söngva úr íslenskum trúararfi, Steingrímur Þórhallsson (Neskirkja), 400 þús. kr.

46. Fræðsluefni fyrir þjálfun leiðtogaefna, Stefán Már Gunnlaugsson (Samráðshópur um leiðtogaefnisþjálfun), 400 þús. kr.

47. Gagnvirkt net-kennsluforrit um kristni á Íslandi, Sigurður Ingi Friðleifsson (Íslensk kennsluforrit ehf), 400 þús. kr.

48. Guðfræði og siðfræði nýrra miðla, Irma Sjöfn Óskarsdóttir (Biskupsstofa, upplýsingasvið), 400 þús. kr.

49. Kirkja og skóli á 20. öld, Sigurður Pálsson, 400 þús. kr.

50. Kirkjunetið, Hannes Björnsson (Vindós ehf ), 400 þús. kr.

51. Skálholtsdiskar, Helga Ingólfsdóttir (Sumartónleikar í Skálholtskirkju), 400 þús. kr.

52. Glíman – óháð tímarit um guðfræði og samfélag, Stefán Karlsson, 300 þús. kr.

53. Í kirkju með Bjarti og Birtu, Hrafnhildur Valgarðsdóttir (KRASS ehf), 300 þús. kr.

54. Íslensk-niðurlensk tengsl um kirkju og kristnihald frá öndverðu til siðaskipta, Leo J. W. Ingason, 300 þús. kr.

55. Íslenskt kristniboð í Eþíópíu í 50 ár, Ragnar Gunnarsson (Samband íslenskra kristniboðsfélaga), 300 þús. kr.

56. Útgáfa á prestastefnubók Brynjólfs Sveinssonar 1639-1674, Már Jónsson, 270 þús. kr.

57. Námsefni til fermingarfræðslu, Jóhann Björnsson (Siðmennt félag um borgaralegar athafnir), 200 þús. kr.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum