Hoppa yfir valmynd
10. desember 2003 Forsætisráðuneytið

Auðlindir Norðurlanda

Tákn formennskuárs fyrir menningu
Formennska 2004 - Menning

Stefna Íslendinga í norrænu samstarfi komin á Netið

Vefur um formennskuáætlun Íslendinga í Norrænu ráðherranefndinni hefur verið opnaður. Þar eru allar upplýsingar um helstu stefnumál í norrænu samstarfi á næsta ári, áætlanir sviða, verkefni, ráðstefnur og fundir.

Á formennskutímanum leggja Íslendingar megináherslu á að Vestur-Norðurlönd fái aukið vægi í norrænu samstarfi og að tekið verði upp samstarf við grannsvæði við Norður-Atlantshaf. Verndun hafsins og leiðir til að styrkja lýðræðið verða jafnframt í brennidepli. Yfirskrift verkefnaáætlunarinnar er Auðlindir Norðurlanda og eru leiðarstefin þrjú; lýðræði, menning og náttúra.

Norðurlandaskrifstofa hefur umsjón með vefnum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum