Hoppa yfir valmynd
11. mars 2002 Forsætisráðuneytið

Forstaða Þjóðhagsstofnunar

Frétt nr.; 8/2002

Forstaða Þjóðhagsstofnunar

Að undanförnu hefur verið unnið að breyttri verkaskiptingu stofnana ríkisins á sviði efnahagsmála. Hér er um viðamikla endurskipulagningu að ræða, sem einkum lítur að því að færa verkefni Þjóðhagsstofnunar til annarra stofnana. Þegar ljóst er hvernig því verður hagað í einstökum atriðum verður frumvarp þar að lútandi lagt fyrir Alþingi.

Þórði Friðjónssyni forstjóra Þjóðhagsstofnunar hefur að eigin ósk verið veitt lausn frá því embætti frá 31. mars nk. Forsætisráðherra hefur í dag sett Sigurð Guðmundsson skipulagsfræðing til að taka við embætti hans frá sama tíma til þriggja mánaða meðan unnið er að undirbúningi áðurnefndra breytinga. Sigurður Guðmundsson hefur starfað á Þjóðhagsstofnun undanfarin þrjú ár, en var áður starfsmaður Byggðastofnunar.

Í Reykjavík, 11. mars 2002

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum