Hoppa yfir valmynd
26. mars 2002 Forsætisráðuneytið

Upplýsingar af fundum ríkisstjórnarinnar

26. mars 2002
Frétt nr.: 9/2002

Meðferð gagna sem undirbúin eru fyrir ríkisstjórnina og miðlun upplýsinga af fundum hennar.

Forsætisráðherra hefur að fengnu áliti prófessors Páls Hreinssonar, um dóm hæstaréttar frá 14. mars sl. í málinu nr. 397/2001 og fordæmisgildi hans fyrir stjórnsýsluframkvæmd á sviði upplýsingalaga, í dag gefið út hjálagt umburðarbréf til allra ráðuneyta um gögn, sem undirbúin eru fyrir ráðherrafundi og áritun þeirra um trúnað. Álit þetta og umburðarbréfið er hvorttveggja aðgengilegt á vef forsætisráðuneytisins.

Jafnframt hefur verið tekin ákvörðun um að hefja á ný útgáfu tilkynninga til fjölmiðla um dagskrá ríkisstjórnarinnar að loknum fundum hennar.

Umburðarbréf
Álit Páls Hreinssonar (Word)
Álit Páls Hreinssonar (Acrobat)
Í Reykjavík, 26. mars 2002.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum