Hoppa yfir valmynd
3. mars 2004 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra til Danmerkur

Davíð Oddsson forsætisráðherra
Davíð Oddsson

Davíð Oddsson, forsætisráðherra og Ástríður Thorarensen, eiginkona hans, verða í opinberri heimsókn í Danmörku dagana 3.-6. mars. Í heimsókninni mun forsætisráðherra eiga fund með Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur. Meðan á heimsókninni stendur munu forsætisráðherrahjónin vera við opnun sýningar um Jón Sigurðsson og sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Einnig mun forsætisráðherra ávarpa ráðstefnu sem haldin verður í tilefni af hundrað ára afmæli heimastjórnarinnar.

Í Reykjavík, 3. mars 2004.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum