Hoppa yfir valmynd
16. apríl 2002 Forsætisráðuneytið

Norrænir búferlaflutningar

Reykjavík, 15. apríl 2002

Fréttatilkynning:

Norrænir búferlaflutningar - enn er margt ógert

Sú var tíðin að Norðurlöndin voru í forystu annarra þjóða við að ryðja landamærahindrunum úr vegi, þökk sé samstarfssamningum milli þeirra. Nú bendir ýmislegt til þess að samningarnir hafi að einhverju leyti glatað áhrifamætti sínum.

Þessa niðurstöðu setur Ole Norrback fram í skýrslu sinni ,,Réttindi Norðurlandabúa - lokaskýrsla" sem hann afhendir samstarfsráðherrum Norðurlanda á þemaþingi Norðurlandaráðs ,,Lýðræði árið 2020", í dag kl. 13:00. Skýrslan var unnin fyrir Norrænu ráðherranefndina að frumkvæði samstarfsráðherra Norðurlanda.

Norrback telur ástæðuna meðal annars vera að ósamræmi sé milli þess sem yfirvöld halda og þeirra erfiðleika sem almenningur lendir í við búferlaflutninga. Skýrsluvinnan fólst meðal annars í því að aflað var gagna hjá þeim stofnunum og yfirvöldum sem hafa með framkvæmd norrænna samninga að gera. Í ljós kom að yfirvöld á Norðurlöndum líta almennt svo á að norrænir borgarar geti hindrunarlítið flust milli landanna. Þetta er í ósamræmi við þann fjölda af bréfum og símtölum sem bárust Ole Norrback meðan á athuguninni stóð, auk umkvartana í fjölmiðlum, þar sem fram kom að hinn almenni borgari á oft á tíðum í erfiðleikum þegar kemur að búferlaflutningum innan Norðurlanda. Norrback segir að ástæðuna megi einkum rekja til kunnáttuleysis hjá embættismönnum og starfsmönnum opinberra þjónustustofnana.

Aldamótanefnd Norrænu ráðherranefndarinnar (Vismannspanelet) benti á það í skýrslu sinni árið 2001 að hvert og eitt af norrænu ríkjunum hefðu augljósan hag af því að norræn samvinna styrktist samfara því að alþjóðleg samvinna dafnaði. Norðurlandaráð hefur í samþykktum sínum tekið rækilega undir þetta sjónarmið. Ole Norrback, sem er sendiherra Finnlands í Noregi, segir að nú þurfi þjóðþing landanna að sýna þennan vilja í verki.



Nánari upplýsingar: Ole Norrback, +47-95 88 43 14, Hanne Skui, +45-20 61 75 43. Skýrsluna er einnig að finna á Netinu: www.norden.org

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum