Hoppa yfir valmynd
15. apríl 2004 Forsætisráðuneytið

Samtal forsætisráðherra við George Bush Bandaríkjaforseta

Davíð Oddsson forsætisráðherra og George W. Bush Bandaríkjaforseti töluðust við í síma í dag, fimmtudaginn 15. apríl. Bandaríkjaforseti hringdi í forsætisráðherra, sem er staddur í New York, þar sem hann ávarpaði aðalfund Íslensk-ameríska verslunarráðsins í gær. Í samtali forsætisráðherra og Bandaríkjaforseta var rætt um varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna. Einnig var fjallað um Írak og baráttuna gegn hryðjuverkum.

                                                                                                      Í Reykjavík, 15. apríl 2004.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum