Hoppa yfir valmynd
4. júlí 2002 Forsætisráðuneytið

Niðurstöður í hönnunarsamkeppni um nýja ráðuneytisbyggingu kynntar

Frétt nr.: 27/2002

Í dag kynnti forsætisráðherra niðurstöðu dómnefndar í hönnunarsamkeppni um nýja ráðuneytisbyggingu á stjórnarráðsreitnum. Byggingin sem mun rísa við Sölvhólsgötu í Reykjavík á að hýsa dóms- og kirkjumálaráðuneytið, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið og umhverfisráðuneytið.

Dómnefnd var einhuga um niðurstöðuna og ákvað að eftirtaldar tillögur yrðu verðlaunaðar sem hér segir:

Fyrstu verðlaun hlutu Franken Architekten GmbH. Bernhard Franken, Carsten Trojan, Kirstin Fried.

Önnur verðlaun hlutu Arkís ehf. Aðalsteinn Snorrason, arkitekt FAÍ, Björn Guðbrandsson, arkitekt FAÍ, Birgir Teitsson, arkitekt FAÍ, Gísli Gíslason, arkitekt FAÍ, Guðrún Ingvarsdóttir, arkitekt FAÍ, Halldór Jón Karlsson, byggingarfræðingur BFFÍ.

Þriðju verðlaun hlutu Erik W. Nielsen, Arnar Þór Jónsson og Hallgrímur Þór Sigurðsson.

<Þá ákvað dómnefnd að fengnu samþykki forsætisráðuneytisins að veita tillögu Sigrúnar Birgisdóttur, AAdip, Cherie Yeo, RIBA, Michele Ragozzino, RIBA, Simon Molesworth, RIBA, Marie-Pierre Vandeputte, Penny Tand, Marie Sundberg, Christopher Hartshorne og Kalle Soderman sérstaka viðurkenningu.

Sýning á innsendum tillögum verður opin almenningi í Kennaraháskóla Íslands daganna 8.-12. júlí nk. kl. 13-16. Verðlaunatillögur og tillögur sem vöktu sérstaka athygli dómnefndar eru ásamt greinargerð dómnefndar aðgengilegar á netinu, slóðin er www.forsaetisraduneyti.is.

Reykjavík, 4. júlí 2002

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum