Hoppa yfir valmynd
15. september 2004 Forsætisráðuneytið

Breytingar á skipan ráðherraembætta

Ráðuneyti Halldórs Ásgrímssonar 15. september 2004
Ráðuneyti Halldórs Ásgrímssonar 15. september 2004

Frétt nr.: 38/2004

Á fundi ríkisráðs á Bessastöðum í dag var að tillögu Davíðs Oddssonar forsætisráðherra fallist á að veita Siv Friðleifsdóttur lausn frá embætti ráðherra í ríkisstjórn Íslands og að skipa Sigríði Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherra í hennar stað.

Jafnframt var að tillögu Davíðs Oddssonar forsætisráðherra fallist á að veita honum og Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra lausn frá þeim embættum og að skipa Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra í hans stað.

Ennfremur var að tillögu Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra fallist á að skipa Davíð Oddsson utanríkisráðherra.

Þá staðfesti forseti Íslands svohljóðandi úrskurð um skiptingu starfa ráðherra:

„Samkvæmt tillögu forsætisráðherra og með skírskotun til 15. gr. stjórnarskrárinnar, laga og reglugerða um Stjórnarráð Íslands, er störfum þannig skipt með ráðherrum:

  • Halldór Ásgrímsson fer með forsætisráðuneytið.
  • Davíð Oddsson fer með utanríkisráðuneytið og Hagstofu Íslands.
  • Árni Magnússon fer með félagsmálaráðuneytið.
  • Árni M. Mathiesen fer með sjávarútvegsráðuneytið.
  • Björn Bjarnason fer með dóms- og kirkjumálaráðuneytið.
  • Geir Hilmar Haarde fer með fjármálaráðuneytið.
  • Guðni Ágústsson fer með landbúnaðarráðuneytið.
  • Jón Kristjánsson fer með heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið.
  • Sigríður Anna Þórðardóttir fer með umhverfisráðuneytið.
  • Sturla Böðvarsson fer með samgönguráðuneytið.
  • Valgerður Sverrisdóttir fer með iðnaðarráðuneytið og viðskiptaráðuneytið.
  • Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fer með menntamálaráðuneytið.


Með úrskurði þessum falla úr gildi eldri ákvæði um skiptingu starfa ráðherra.“

Ennfremur voru endurstaðfestar í ríkisráði ýmsar afgreiðslur, sem fram höfðu farið utan ríkisráðsfundar.


Ríkisráðsritari, 15. september2004.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum