Hoppa yfir valmynd
20. september 2002 Forsætisráðuneytið

Greinargerð um störf nefnda, ráða og stjórna á vegum ríkisins árið 2000

Frétt nr.: 35/2002

Forsætisráðuneytinu hefur nú borist greinargerð Ríkisendurskoðunar sem tekin er saman í framhaldi af fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur, alþingismanns, um nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkisins árið 2000. Fyrirspurn Jóhönnu var lögð fram á Alþingi sl. vor og beint til forsætisráðherra, en þá hafði Ríkisendurskoðun birt skýrslu, sem stofnunin tók saman um starf nefnda, ráða og stjórna á vegum ríkisins árið 2000. Niðurstöður þeirrar skýrslu vöktu nokkra athygli, ekki síst sú, að af alls 910 nefndum, ráðum og stjórnum hafi 18% ekkert starfað á árinu 2000 og að árangur af starfi þeirra hafi enginn verið.

Sem áður segir vísaði forsætisráðuneytið fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur til Ríkisendurskoðunar, með ósk um að stofnunin skilaði ráðuneytinu umsögn og greinargerð um efnisliði fyrirspurnarinnar. Fyrirspurnin og greinargerð Ríkisendurskoðunar eru birt á upplýsingavef stjórnarráðsins (raduneyti.is).

Við samantekt greinargerðarinnar nú leitaði Ríkisendurskoðun eftir upplýsingum frá ráðuneytunum um störf allra nefnda, ráða og stjórna á árinu 2000. Svör ráðuneytanna leiða í ljós að um 2% nefndar, ráðs og stjórna störfuðu ekki á árinu 2000, en það svarar til alls 17 nefnda, ráða og stjórna. Ástæður þessa eru ýmsar, svo sem lesa má í greinargerð Ríkisendurskoðunar. Skoðun Ríkisendurskoðunar leiðir jafnframt í ljós að ekki voru greidd laun fyrir störf viðkomandi nefnda, ráða og stjórna.

Í Reykjavík, 20. september, 2002

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum