Hoppa yfir valmynd
14. nóvember 2002 Forsætisráðuneytið

Lokaskýrsla nefndar um jafnrétti kynjanna við opinbera stefnumótun kynnt

Frétt nr.: 43/2002


Þann 30. nóvember árið 2000 skipaði forsætisráðherra nefnd sem var falið það verkefni að kanna hvort og með hvaða hætti opinber stefnumótun taki mið af jafnrétti kynjanna. Formaður nefndarinnar var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og hefur nefndin skilað áliti sínu.

Megin niðurstaða nefndarinnar var sú að vilji stjórnvalda til að gæta að jafnrétti kynjanna við opinbera stefnumótun er greinilegur. Einnig kemur fram að vinna við opinbera stefnumótun tekur nú í auknum mæli mið af jafnrétti kynjanna en þó sé hægt að finna dæmi þess að ekki sé alltaf nægilega hugað að jafnréttissjónarmiðum við þá vinnu. Leggur nefndin því m.a. til að aukin áhersla verði lögð á fræðslu um jafnréttismál og samþættingu fyrir alla opinbera starfsmenn sem bera ábyrgð á stefnumótunarvinnu, bæði á vegum ríkis og sveitarfélaga. Einnig leggur nefndin áherslu á að nauðsynlegt sé að auka vægi jafnréttisfulltrúa ráðuneytanna og að mikilvægt sé að stjórnarráðið setji sér jafnréttisáætlun sem sé fylgt eftir með viðeigandi aðgerðum.

Nánari upplýsingar um störf nefndarinnar og niðurstöður hennar veitir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Skýrslu nefndarinnar má finna á stjórnarráðsvefnum.



                                                                                              Í Reykjavík, 14. nóvember 2002.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum