Hoppa yfir valmynd
8. október 2004 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra skipar í embætti ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu

Forsætisráðherra hefur í dag skipað Bolla Þór Bollason hagfræðing ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu frá 1. nóvember nk. Bolli Þór er nú skrifstofustjóri efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins og er skipaður ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu með vísan til 36. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins þar sem kveðið er á um flutning embættismanna ríkisins milli starfa.

Bolli Þór Bollason er fæddur í Reykjavík árið 1947. Hann lauk námi í þjóðhagfræði við háskólana í Manchester og Kaupmannahöfn. Hann var hagfræðingur á Þjóðhagsstofnun frá 1975, en var skipaður skrifstofustjóri efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins árið 1987.

 

                                                                                            Í Reykjavík, 8. október 2004.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum