Hoppa yfir valmynd
25. nóvember 2004 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra í opinberri heimsókn í Svíþjóð

Opinber heimsókn Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra og Sigurjónu Sigurðardóttur eiginkonu hans til Svíþjóðar hófst í dag.

Átti forsætisráðherra fund með Göran Persson forsætisráðherra Svíþjóðar og í kvöld efna sænsku forsætisráðherrahjónin til kvöldverðarhófs í bústað sænska forsætisráðherrans í Sagerska huset í Stokkhólmi til heiðurs íslensku forsætisráðherrahjónunum. Í dag sótti forsætisráðherra heim höfuðstöðvar KB-banka í Stokkhólmi.

Á fundi forsætisráðherranna var m.a. rætt um norrænt samstarf, samskipti landanna og aukin viðskipti þeirra í milli, varnar- og öryggismál og um evrópska samvinnu. Þá var sérstaklega rætt um þjóðtungur Norðurlanda og lýstu báðir forsætisráðherrar yfir vilja til þess að styðja við gerð íslensk-sænskrar orðabókar, m.a. með samstarfi Háskóla Íslands og Háskólans í Gautaborg.

Fyrstu opinberu heimsókn Halldórs Ásgrímssonar sem forsætisráðherra lýkur á morgun en þá verður m.a. komið við í höfuðstöðvum Ericsson og farið í heimsókn í deild norrænna fræða í Uppsalaháskóla.

 

                                                                                                     Reykjavík 25. nóvember 2004



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum