Hoppa yfir valmynd
1. janúar 2005 Forsætisráðuneytið

Svíar þiggja aðstoð Íslendinga vegna náttúruhamfaranna í Asíu

Sænsk stjórnvöld hafa formlega þegið aðstoð sem Íslendingar buðu fram vegna náttúruhamfaranna í Asíu.

Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, bauð Svíum aðstoðina í samtali sem hann átti við Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar 30. desember sl.  Staðfesting barst frá sænskum stjórnvöldum síðdegis í dag um að þau myndu þiggja aðstoðina.

Boeing 757-200 flugvél Icelandair leggur á morgun af stað til Tælands með á annan tug lækna og hjúkrunarfræðinga, auk lyfja- og vatnsbirgða.  Beðið er nákvæmra upplýsinga að utan um þá sjúklinga sem fluttir verða til Svíþjóðar og verður tekin ákvörðun um fjölda lækna og hjúkrunarfræðinga og eðli lyfjanna þegar þær upplýsingar liggja fyrir.

Í Reykjavík, 01. janúar 2005

 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum