Hoppa yfir valmynd
7. janúar 2005 Forsætisráðuneytið

Úthlutun úr verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar 2005

8,1 milljón króna hefur verið úthlutað af verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar. Hæsta styrkinn, 600.000 krónur, fékk Gísli Sigurðsson fyrir Túlkun Íslendingasagna í ljósi munnlegrar hefðar.

450.000 króna styrk fengu:

  • Sigríður Matthíasdóttir. Hinn sanni Íslendingur.
  • Helgi Þorláksson. Frá kirkjuvaldi til ríkisvalds.
  • Guðjón Friðriksson. Ævisaga Jóns Sigurðssonar I.
  • Guðjón Friðriksson. Ævisaga Jóns Sigurðssonar II.
  • Viðar Hreinsson. Andvökuskáld.
  • Ármann Jakobsson. Staður í nýjum heimi.
  • Jón Viðar Jónsson. Kaktusblómið og nóttin.

400.000 krónur fengu:

  • Guðmundur Magnússon. Frá kreppu til þjóðarsáttar. Saga Vinnuveitendasambands Íslands 1934-1999.
  • Jón Þ. Þór. Uppgangsár og barningsskeið. Saga sjávarútvegs á Íslandi. II. Bindi.
  • Oddur Sigurðsson, Richard S. Williams (ritstj.). Sveinn Pálsson. Draft of a Physical, Geographical, and Histrical Description of ICELANDIC MOUNTAINS on the Basis of a Journey to the Most Prominent of Them in 1792-1794.
  • Ritstjórn bókarinnar. (Þorsteinn Einarsson). Þróun glímu í íslensku þjóðlífi í ellefu aldir.
  • Guðni Th. Jóhannesson. Troubled Waters. Cod War, Fishing Disputes and Britains’s Fight for Freedom of High Seas,1848-1964.

300.000 krónur fengu:

  • Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Hvernig getur Ísland orðið ríkasta land í heimi?
  • Jón Yngvi Jóhannsson, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Sverrir Jakobsson (ritstjórar). Þjóðerni í þúsund ár?
  • Torfi H. Tulinius. Skáldið í skriftinni. Snorri Sturluson og Egils saga.
  • Þorleifur Hauksson. Sagnalist. Íslensk stílfræði II.

200.000 krónur fengu:

  • Jón Þ. Þór.  Dr. Valtýr.
  • Magnús S. Magnússon. Landauraverð á Íslandi 1817-1962.
  • Davíð Ólafsson. Saga Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1939-1999.

150.000 krónur fékk:

  • Friðrik G. Olgeirsson. Alifuglinn.
  • Friðrik G. Olgeirsson. Byggðin á Kleifum.
  • Friðrik G. Olgeirsson. Á leið til upplýsingar.

100.000 krónur fékk:

  • Aðalgeir Kristjánsson. Síðasti Fjölnismaðurinn. Ævi Konráðs Gíslasonar. 

Verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar er kosin af Alþingi. Í henni eiga nú sæti Jón G. Friðjónsson, Magdalena Sigurðardóttir og Ragnheiður Sigurjónsdóttir. Sjóðurinn var stofnaður samkvæmt erfðaskrá Ingibjargar Einarsdóttur, ekkju Jóns Sigurðssonar, dagsettri 12. desember 1879. Alþingi samþykkti síðan reglur um sjóðinn 24. ágúst 1881 og staðfesti konungur þær 27. apríl 1882.  Sjóðurinn veitti um skeið allmörgum fræði- og vísindamönnum viðurkenningu fyrir vel samin vísindarit og styrkti útgáfu þeirra. Síðar varð hann lítils megnugur þar sem hann rýrnaði vegna verðbólgu. Hinn 29. apríl 1974 ákvað Alþingi að efla sjóðinn með ákveðnu framlagi. Skal árleg fjárveiting til sjóðsins eigi nema lægri upphæð en sem svarar árslaunum prófessors við Háskóla Íslands.  Í tímans rás hafa verið gerðar lítils háttar breytingar á reglum um sjóðinn en hinum upphaflegu markmiðum hefur verið fylgt.

Í Reykjavík, 7. janúar 2005.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum