Hoppa yfir valmynd
8. apríl 2003 Forsætisráðuneytið

Fyrsti fundur nýskipaðs Vísinda- og tækniráðs

8. apríl 2003

Fyrsti fundur nýskipaðs Vísinda- og tækniráðs


Davíð Oddsson forsætisráðherra boðar til fyrsta fundar nýskipaðs Vísinda- og tækniráðs í dag kl. 13:30 að Hótel Nordica. Auk hans eiga þrír aðrir ráðherrar fast sæti í ráðinu, menntamálaráðherra, iðnaðarráðherra og fjármálaráðherra. Þá sitja í ráðinu 14 fulltrúar vísindasamfélagins, atvinnulífs og annarra ráðuneyta. Fjórir eru tilnefndir af Samstarfsnefnd háskólastigsins, tveir af Alþýðusambandi Íslands, tveir af Samtökum atvinnulífsins og sex einstaklingar eru tilnefndir af eftirtöldum ráðherrum: menntamálaráðherra, iðnaðarráðherra, sjávarútvegsráðherra, landbúnaðarráðherra, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og umhverfisráðherra.

Að fundi Vísinda- og tækniráðs loknum, um kl. 14:40, munu menntamálaráðherra og iðnaðarráðherra halda fund með blaðamönnum á Hótel Nordica.

Í forsætisráðuneytinu 8. apríl 2003

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum