Hoppa yfir valmynd
21. febrúar 2005 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra á leiðtogafund NATO

Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, fór utan í dag til að sitja leiðtogafund NATO í Brussel sem hefst á morgun. Tilgangur fundarins er fyrst og fremst að ræða tengsl aðildarríkjanna en jafnframt aðgerðir bandalagsins, meðal annars í Afganistan og Írak ásamt stefnu bandalagsins gagnvart Miðausturlöndum.

Leiðtogar NATO munu ennfremur eiga fund með Júsjenkó, nýkjörnum forseta Úkraínu.


Í Reykjavík, 21. febrúar 2005.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum