Hoppa yfir valmynd
15. ágúst 2003 Forsætisráðuneytið

Skipan bankastjórnar Seðlabanka Íslands


Frétt nr.: 13/2003

Forsætisráðherra hefur í dag skipað Jón Sigurðsson framkvæmdastjóra í embætti bankastjóra í Seðlabanka Íslands til sjö ára frá 1. október nk.

Jón Sigurðsson er fæddur 1946. Hann hefur m.a. lokið prófum í sagnfræði, rekstrarhagfræði og stjórnun. Jón hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir stjórnvöld og í atvinnulífinu, m.a. sem rektor Samvinnuskólans og síðar Samvinnuháskólans á Bifröst 1981-1991 og framkvæmdastjóri Vinnumálasambandsins 1997-1999. Þá hefur hann sem rekstrarhagfræðingur sinnt ráðgjöf og verkefnisstjórn fyrir ýmsa aðila, þ. á m. Verslunarráð Íslands og Samtök atvinnulífsins.

Í Reykjavík, 15. ágúst 2003.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum