Hoppa yfir valmynd
26. ágúst 2003 Forsætisráðuneytið

Styrkveitingar Þjóðhátíðarsjóðs 2003

Lokið er úthlutun styrkja úr Þjóðhátíðarsjóði fyrir árið 2003 og þar með tuttugustu og sjöttu úthlutun úr sjóðnum.

Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins, nr. 361 frá 30. september 1977, sbr. auglýsingu nr. 673 frá 12. september 2000 um breytingu á skipulagsskránni er tilgangur sjóðsins að veita styrki til stofnana og annarra aðila, er hafa það verkefni að vinna að varðveislu og vernd þeirra verðmæta lands og menningar, sem núverandi kynslóð hefur tekið í arf.

Stjórn sjóðsins úthlutar ráðstöfunarfé hverju sinni í samræmi við megintilgang hans.

Við það skal miðað, að styrkir úr sjóðnum verði viðbótarframlög til þeirra verkefna, sem styrkt eru, en verði ekki til þess að lækka önnur opinber framlög til þeirra eða draga út stuðningi annarra við þau.

Í samræmi við 6. gr. skipulagsskrár fyrir sjóðinn hafa þeir aðilar, sem skipa skulu menn í stjórn sjóðsins valið eftirtalda til setu í henni fyrir yfirstandandi kjörtímabil, sem hófst hinn 1. janúar 2002 og stendur til ársloka 2005, en þeir eru:

Sigríður Ragna Sigurðardóttir, kennari, formaður skipuð af forsætisráðherra.
Birgir Ísl. Gunnarsson, seðlabankastjóri, varaformaður, tilnefndur af Seðlabanka Íslands.
Jónína Michaelsdóttir, rithöfundur,
Rannveig Edda Hálfdánardóttir, móttökuritari og
Björn Teitsson, magister, sem kjörin voru af Alþingi.
Ritari sjóðsstjórnar er Sveinbjörn Hafliðason, lögfræðingur.

Í samræmi við 5. gr. skipulagsskrár sjóðsins voru styrkir auglýstir til umsóknar í fjölmiðlum um sl. áramót með umsóknarfresti til og með 28. febrúar sl.

Til úthlutunar í ár koma allt að kr. 4.500.000,00.

Alls bárust 131 umsókn um styrki að fjárhæð um 87,1 millj. kr.


Úthlutun styrkja úr Þjóðhátíðarsjóði fyrir árið 2003 er sem hér segir:

1.
Friðbjarnarhús, Minjasafn IOGT,
Aðalstræti 46,
600 Akureyri.
Gunnar Lórenzson.
Að breyta Friðbjarnarhúsi, sem byggt var 1856, til upprunalegs horfs.
200.000,-

2.
Félag um þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði,
c/o Bragi I. Ingibergsson,
Breiðvangi 61,
220 Hafnarfirði.
Færa Maðdömuhús, síðar Hafliðahús,elsta hús Siglufjarðar byggt 1883, í upprunalegt horf til að hýsa þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar.
200.000,-

3.
Grasagarður Reykjavíkur,
Laugardalur,
104 Reykjavík.
Eva G. Þorvaldsdóttir.
Endurbygging á jarðhýsi við Laugatungu í Grasagarði Reykjavíkur.
200.000,-

4.
Hótel Djúpavík ehf.
Djúpavík,
522 Kjörvogur.
Eva Sigurbjörnsdóttir.
Koma upp sýningaraðstöðu í gömlu síldarverksmiðjunni í Djúpavík.
150.000,-

5.
Blöðruskalli, grundfirskt sögufélag,
Grundargötu 30,
350 Grundarfjarðarbæ.
Björg Ágústsdóttir.
Koma upp Eyrbyggju-Sögumiðstöð og sögugarði.
150.000,-

6.
Byggðasafn Vestmannaeyja,
Safnahúsinu,
900 Vestmannaeyjum.
Nanna Þóra Áskelsdóttir.
Setja upp nýjan gosminjabás í safninu ásamt útgáfu á bæklingi um eldgosið í Heimaey 1973.
150.000,-

7.
Samgönguminjasafnið Ystafelli,
641 Húsavík.
Sverrir Ingólfsson.
Byggja aðra sýningarskemmu, þar sem núverandi sýningarsalur er orðinn of lítill.
150.000,-

8.
Oddur Friðrik Helgason,
Neðstaleiti 4,
103 Reykjavík.
Tölvuskrá alla Íslendinga og fólk sem þeim tengist, hérlendis og erlendis.
150.000,-

9.
Þjóðminjasafn Íslands, myndadeild,
Lyngási 7,
210 Garðabæ.
Inga Lára Baldvinsdóttir.
Varðveita um 130 frummyndir Sigfúsar Eymundssonar í sýrufríu kartoni.
200.000,-

10.
Örnefnastofnun Íslands,
Lyngási 7,
210 Garðabæ.
Svavar Sigmundsson.
Stafræn myndataka af örnefnauppdráttum í eigu stofnunarinnar.
200.000,-

11.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar,
Laugarnestanga 70,
105 Reykjavík.
Birgitta Spur.
Síðari áfangi björgunar tveggja útilistaverka eftir Sigurjón Ólafsson.
200.000,-

12.
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn,
Arngrímsgötu 3,
107 Reykjavík.
Sigrún Klara Hannesdóttir.
Kaupa og varðveita ellefu vatnslitamyndir Snorra Sveins Friðrikssonar sem skreyttu bók Halldórs Laxness, Jón í Brauðhúsum.
150.000,-

13.
Héraðsskjalasafnið Ísafirði,
Austurvegi 9,
400 Ísafirði.
Jóhann Hinriksson.
Skrifa forrit til vistunar á stafrænum ljósmyndum svo myndir safnsins verði aðgengilegar á vefnum.
150.000,-

14.
Heimilisiðnaðarskóli Íslands,
Laufásvegi 2,
101 Reykjavík.
Sigrún Helgadóttir.
Útbúa verklýsingar á séríslensku handverki svo að sá menningararfur sem leynist í handverkinu glatist ekki.
150.000,-

15.
Hið ísl. bókmenntafélag,
Síðumúla 21,
108 Reykjavík.
Gunnar H. Ingimundarson.
Útgáfa fyrra bindis af sögu Laufásstaðar, höfundur og ritstjóri Hörður Ágústsson.
200.000,-


16.
Byggðasafn Reykjanesbæjar,
Tjarnargötu 12,
230 Reykjanesbær.
Sigrún Ásta Jónsdóttir.
Fornleifaskráning í bæjarlandi Reykjanesbæjar.
150.000,-

17.
Náttúrurannsóknarstöðin við Mývatn,
Skútustöðum,
660 Mývatn.
Árni Einarsson.
Kortlagning á garðlögum frá miðöldum sem liggja tugi kílómetra við eftir heiðum S.-Þingeyjarsýslu og út á ystu strandir Tjörness.
150.000,-

18.
Fornleifavernd ríkisins,
Lyngási 7,
210 Garðabæ.
Kristín Huld Sigurðardóttir.
Viðgerð (forvörn) á legsteini yfir Margréti T. Zoega í kirkjugarðinum við Suðurgötu í Reykjavík.
100.000,-

19.
Kvenfélagið Iðja,
c/o Aðalsteinn Helgason,
Stórholti 47,
105 Reykjavík.
Umhirða á Þórdísarlundi í Miðfirði.
75.000,-

20.
Hulda Guðmundsdóttir,
Fitjum,
Skorradal,
311 Borgarnesi.
Fullvinna gróður- og örnefnakort af votlendinu í landi Fitja, Skorradal, og útbúa upplýsingaskilti.
150.000,-

21.
Fuglaverndarfélag Íslands,
Vesturströnd 27,
170 Seltjarnarnesi.
Kristinn H. Skarphéðinsson.
Verndun íslenska arnarins.
75.000,-

22.
Undirbúningshópur um stofnun fuglarannsóknarstöðvar á Höfn,
Nýheimum,
780 Höfn.
Brynjúlfur Brynjólfsson.
Setja upp fuglarannsóknarstöð á Höfn til rannsókna á flækings - og umferðafuglum, komu og fartíma íslenskra fugla o.fl.
150.000,-

23.
Rangárþing ytra,
Laufskálum 2,
850 Hellu.
Valtýr Valtýsson.
Ljúka viðgerðum á Hellnahelli í Landssveit, stærsta manngerða helli landsins, auk viðgerða á minni hellum.
150.000,-

24.
Ferðamálasetur Íslands,
Sólborg v/Norðurslóð,
600 Akureyri.
Kristín Sóley Björnsdóttir.
Koma Gásum, verslunarstað frá miðöldum, og rannsóknum þar bæði um náttúru og menningu á framfæri.
200.000,-

25.
Kammersveit Reykjavíkur,
Háuhlíð 14,
105 Reykjavík.
Rut Ingólfsdóttir.

Ljúka upptökum á tveimur verkum Jóns Leifs og Blásarakvintett eftir Jón Ásgeirsson.
150.000,-

26.
Smekkleysa sm/ehf.,
Skipholti 50 d,
105 Reykjavík.
Ásmundur Jónsson.
Gefa út geisladiskinn Mansöng með verkum Jórunnar Viðar.
150.000,-

27.
Una Margrét Jónsdóttir,
Ásvallagötu 39,
101 Reykjavík.
Íslensk tónlistarsaga í útvarpsþáttum og á geislaplötum.
100.000,-

28.
Nína Margrét Grímsdóttir,
Sveighús 5,
112 Reykjavík.
Hljóðritun á heildarpíanóverkum Sveinbjörns Sveinbjörnssonar, tónskálds.
150.000,-

29.
Tækniminjasafn Austurlands,
Hafnargötu 44,
710 Seyðisfirði.
Pétur Kristjánsson.
Setja upp verkefnatengda sýningu í elstu vélsmiðju landsins á viðgerð dráttarvélar frá árinu 1930.
150.000,-


Alls kr. 4.500.00,00

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum