Hoppa yfir valmynd
4. apríl 2005 Forsætisráðuneytið

Yfirlýsing frá Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra vegna fráfalls Jóhannesar Páls páfa annars

Með andláti Jóhannesar Páls páfa annars er genginn mikill maður sem hafði mikil áhrif á mótun heimsmála með framgangi sínum. Jóhannes Páll annar páfi eyddi meirihluta ferils síns við að hvetja til friðar og réttlætis og með fráfalli hans hefur heimsbyggðin misst mikinn andlegan leiðtoga.

Ég átti því láni að fagna að hitta Jóhannes Pál páfa annan í tvígang. Hann kom mér fyrir sjónir sem hlýr maður sem lét sér annt um þá sem minna mega sín og það var ljóst að honum var annt um að glæða almenna trúariðkun nýju lífi. Páfi hafði líka þá sérstöðu fyrir okkur að vera eini páfinn sem kom til Íslands. Íslendingar minnast heimsóknar hans með hlýju og hans persónulega með virðingu.

Ég vil fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands votta kaþólsku kirkjunni og meðlimum hennar okkar dýpstu samúð.

Halldór Ásgrímsson
forsætisráðherra



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum