Hoppa yfir valmynd
19. apríl 2005 Forsætisráðuneytið

Ellefu tónlistarhópar tilnefndar til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs

Tilnefnt hefur verið til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs. Ellefu tónlistarhópar frá öllum Norðurlöndum keppa um verðlaunin sem afhent verða á Norðurlandaráðsþinginu, en það verður haldið í Reykjavík í október. Verðlaunin eru 350.000 danskar krónur eða um 3,7 milljónir íslenskra króna. Í ár verða  verðlaunin veitt norrænni kammersveit.

Allir hóparnir sem tilnefndar eru, eru í fremstu röð á sínu sviði á  Norðurlöndum. Sumir þeirra hafa á verkefnaskrá sinni allt frá mjög gömlum verkum  til nýsaminna. Hóparnir starfa ýmist einir, með gestatónlistarmönnum eða í  mismunandi samsetningum, en allir eiga það sameiginlegt að leggja mikla áherslu  á nýsamda og norræna tónlist í verkefnaskrá sinni.

 Tónlistarhóparnir sem tilnefndir eru:

  • Danmörk:Athelas sinfonietta Copenhagen og  LINensemble,klarinett-tríó
  • Færeyjar: Aldubáran, kammersveit
  • Finnland: Zagros, kammersveit og Avanti!  kammerhljómsveit
  • Ísland: Caput  hópurinn og  Kammersveit  Reykjavíkur
  • Noregur: BIT 20, kammersveit og Cikada  kammersveit
  • Svíþjóð: Stockholms  saxofonkvartett og Axelsson & Nilsson Duo  básúna og slagverk.

Tilkynnt verður um  verðlaunahafa í Árósum, Danmörku þann 9. júní.

Nánar um tilnefningarnar á vef Norrænu ráðherranefndarinnar...



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum